Enski boltinn

Byrjunarliðin í Manchester-slagnum | Kompany byrjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna sem Manchester City vann.
Úr fyrri leik liðanna sem Manchester City vann. vísir/getty
Byrjunarliðin í nágrannaslag Manchester United og Manchester City eru komin í hús.

Louis van Gaal gerir eina breytingu á liði United sem vann Aston Villa 3-1 um síðustu helgi. Chris Smalling tekur stöðu Argentínumannsins Marcos Rojo í vörninni.

Manuel Pellegrini gerir hins vegar tvær breytingar frá tapinu fyrir Crystal Palace á mánudaginn. Pablo Zabaleta kemur inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Bacary Sagna og James Milner kemur inn fyrir Edin Dzeko.

Byrjunarliðin eru þannig skipuð:

Man Utd:

David De Gea; Antonio Valencia, Chris Smalling, Phil Jones, Daley Blind; Ander Herrera, Michael Carrick, Maraoune Fellaini; Juan Mata, Wayne Rooney, Ashley Yound.

Man City:

Joe Hart; Pablo Zabaleta, Vincent Kompany, Martin Demichelis, Gael Clichy; Fernandinho, Yaya Toure; Jesus Navas, David Silva, James Milner; Sergio Aguero.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Kompany: Góður tími til að mæta Manchester United

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, fagnar því að næsti leikur liðsins sé á móti nágrönnunum í Manchester United en liðin hafa verið á leiðinni í sitthvora áttina á undanförnum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×