Lewis Hamilton kóngurinn í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2015 07:40 Lewis Hamilto náði í 25 stig í Kína. Vísir/Getty Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Hamilton vann annað árið í röð í Kína og keppnin var afar spennandi. Á tímabili leit út fyrir að Rosberg gæti ógnað Hamilton. Svo virðist sem Hamilton hafi verið að hemja sig og spara dekkinn. Þegar hann þurfti þá gaf hann í og jók forskotið.Kimi Raikkonen tókst að taka fram úr báðum Williams bílunum í ræsingunni. Eftir ræsinguna voru Mercedes fremstir með Ferrari fyrir aftan sig og Williams á eftir Ferrari.Daniil Kvyat var sagt að hleypa liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo fram úr snemma í keppninnni enda á andstæðum keppnisáætlunum. Ricciardo var á mjúkum dekkjum en Kvyat á meðalhörðum. Kvyat var ekki alveg á þeim buxunum og gerði Ricciardo erfitt fyrir. Eftir átta hringi var staðan orðin Mercedes, Ferrari, Williams, Lotus og Sauber. Líklega er það goggunarröð liðanna eins og staðan er í dag. Vettel tók fyrsta þjónustuhléið af fremstu sex ökumönnunum og fékk mjúk dekk undir. Felipe Massa fylgdi í kjölfarið og svo kom Hamilton inn á þjónustusvæðið á næsta hring. Hamilton tók líka mjúk dekk. Rosberg tók svo líka þjónustuhlé og fékk mjúk dekk undir. Fyrstu fjórir ökumenn keppninnar voru allir á sömu sjö sekúndunum á 25. hring. Hópurinn þéttist hægt og rólega og spennan byggðist upp. Það stefndi allt í gríðarlega spennandi seinni helming keppninnar.Ferrari átti ekki svör við hraða Mercedes.Vísir/GettyHamilton fékk skilaboð um að auka hraðann talsvert eða þá að liðsfélagi hans yrði fyrri til á ný dekk og þá líklegur til að taka forystuna. Hugsanlega var Hamilton að hægja á sér til að þröngva Rosberg í vandræði í formi Ferrari bíls Vettel. Vettel tók svo þjónustuhlé á 31. hring af 56. Mercedes brást strax við og Rosberg tók þjónustuhlé á næsta hring. Eftir hlé var Vettel kominn ansi nálægt Rosberg.Max Verstappen var í miklum framúrakstursham í dag. Honum tókst að sýna og sanna að þrátt fyrir að hann sé yngstur frá upphafi þá á hann heima í Formúlu 1. „Koma svo, burt með þennan McLaren hérna,“ sagði Raikkonen þegar hann var að hringa fyrrum liðsfélaga sinn Fernando Alonso. Finnanum hefur ekki þótt það leiðinlegt.Jenson Button á McLaren og Maldonado á Lotus lentu í samstuði og framvængur á bíl Button varð fyrir skaða. Alonso á McLaren náði því 13. sætinu. Maldonado hætti keppni skömmu seinna í þriðja skiptið í þremur keppnum á tímabilinu. Button fékk fimm sekúndna refsingu og var tímanum bætt við keppnistíma hans. Einnig fékk hann 2 punkta á skrá í eftirlitsskrá FIA. Öryggisbíllinn kom út þegar vélin gaf sig hjá manni dagsins, Max Verstappen. Keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins. Formúla Tengdar fréttir Hamilton hraðastur í dag Lewis Hamilton var hraðastur á báðum æfingum dagsins fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fer á Sjanghæ brautinni um helgina. 10. apríl 2015 17:45 Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00 Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30 Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46 Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30 Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00 Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton var afar sannfærandi í Mercedes bílnum í dag og það virtist enginn geta ógnað honum af neinni alvöru. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. Hamilton vann annað árið í röð í Kína og keppnin var afar spennandi. Á tímabili leit út fyrir að Rosberg gæti ógnað Hamilton. Svo virðist sem Hamilton hafi verið að hemja sig og spara dekkinn. Þegar hann þurfti þá gaf hann í og jók forskotið.Kimi Raikkonen tókst að taka fram úr báðum Williams bílunum í ræsingunni. Eftir ræsinguna voru Mercedes fremstir með Ferrari fyrir aftan sig og Williams á eftir Ferrari.Daniil Kvyat var sagt að hleypa liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo fram úr snemma í keppninnni enda á andstæðum keppnisáætlunum. Ricciardo var á mjúkum dekkjum en Kvyat á meðalhörðum. Kvyat var ekki alveg á þeim buxunum og gerði Ricciardo erfitt fyrir. Eftir átta hringi var staðan orðin Mercedes, Ferrari, Williams, Lotus og Sauber. Líklega er það goggunarröð liðanna eins og staðan er í dag. Vettel tók fyrsta þjónustuhléið af fremstu sex ökumönnunum og fékk mjúk dekk undir. Felipe Massa fylgdi í kjölfarið og svo kom Hamilton inn á þjónustusvæðið á næsta hring. Hamilton tók líka mjúk dekk. Rosberg tók svo líka þjónustuhlé og fékk mjúk dekk undir. Fyrstu fjórir ökumenn keppninnar voru allir á sömu sjö sekúndunum á 25. hring. Hópurinn þéttist hægt og rólega og spennan byggðist upp. Það stefndi allt í gríðarlega spennandi seinni helming keppninnar.Ferrari átti ekki svör við hraða Mercedes.Vísir/GettyHamilton fékk skilaboð um að auka hraðann talsvert eða þá að liðsfélagi hans yrði fyrri til á ný dekk og þá líklegur til að taka forystuna. Hugsanlega var Hamilton að hægja á sér til að þröngva Rosberg í vandræði í formi Ferrari bíls Vettel. Vettel tók svo þjónustuhlé á 31. hring af 56. Mercedes brást strax við og Rosberg tók þjónustuhlé á næsta hring. Eftir hlé var Vettel kominn ansi nálægt Rosberg.Max Verstappen var í miklum framúrakstursham í dag. Honum tókst að sýna og sanna að þrátt fyrir að hann sé yngstur frá upphafi þá á hann heima í Formúlu 1. „Koma svo, burt með þennan McLaren hérna,“ sagði Raikkonen þegar hann var að hringa fyrrum liðsfélaga sinn Fernando Alonso. Finnanum hefur ekki þótt það leiðinlegt.Jenson Button á McLaren og Maldonado á Lotus lentu í samstuði og framvængur á bíl Button varð fyrir skaða. Alonso á McLaren náði því 13. sætinu. Maldonado hætti keppni skömmu seinna í þriðja skiptið í þremur keppnum á tímabilinu. Button fékk fimm sekúndna refsingu og var tímanum bætt við keppnistíma hans. Einnig fékk hann 2 punkta á skrá í eftirlitsskrá FIA. Öryggisbíllinn kom út þegar vélin gaf sig hjá manni dagsins, Max Verstappen. Keppninni lauk undir stjórn öryggisbílsins.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton hraðastur í dag Lewis Hamilton var hraðastur á báðum æfingum dagsins fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fer á Sjanghæ brautinni um helgina. 10. apríl 2015 17:45 Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00 Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30 Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46 Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30 Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00 Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton hraðastur í dag Lewis Hamilton var hraðastur á báðum æfingum dagsins fyrir kínverska kappaksturinn sem fram fer á Sjanghæ brautinni um helgina. 10. apríl 2015 17:45
Mercedes: Malasía mun ekki endurtaka sig Mercedes liðið býst ekki við því að Malasíukappaksturinn endurtaki sig í Kína um komandi helgi. Þar vann Sebastian Vettel á Ferrari. 6. apríl 2015 23:00
Bílskúrinn: Mercedes-menn malaðir í Malasíu Eftir keppnina í Malasíu er ljóst að Ferrari ætlar ekki að gefa Mercedes neitt eftir. Farið verður yfir helstu atburði helgarinnar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. 31. mars 2015 22:30
Hamilton á ráspól í Kína Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 11. apríl 2015 07:46
Hægt að ná Mercedes án reglubreytinga Vélaframleiðandinn Renault er sannfærður um að hann geti náð Mercedes án einhverskonar jafnræðisreglu. 9. apríl 2015 06:30
Rosberg: Vettel getur hjálpað mér að verða meistari Nico Rosberg trúir því að Sebastian Vettel geti átt stóran þátt í að aðstoða hann í að vinna heimsmeistaratitil ökumanna með því að ræna stigum af Lewis Hamilton. 9. apríl 2015 23:00
Vettel: Það kom á óvart hversu fljótir Mercedes voru í dag Hver sagði hvað eftir tímatökuna í Kína? Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í fimmta skipti. 11. apríl 2015 08:34