Um þungunarrof og mannréttindi - Svar við pistli Jakobs Inga Jakobssonar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 23. desember 2015 13:49 Þann 17. desember síðastliðinn ritaði Jakob Ingi Jakobsson pistil þess efnis að lagabreytinga væri þörf til þess að veita körlum rétt á því að neita konum sem þeir hafa barnað „[...] við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður!“ um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu). Í huga Jakobs Inga er það „[...]afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri.“ Síðar í pistli Jakobs Inga lætur hann í ljós þá skoðun sína að það ætti í raun að vera „[...]sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis“ að vilji viðkomandi faðir ala upp ófætt barnið einn ætti hann að geta neytt barnsmóður sína til þess að ganga með barnið fram að fæðingu. Jakob Ingi segir ennfremur að „[r]éttur karlsins skipti máli þar sem fóstur er ekki eingetið“ og einnig að hafa þurfi í huga „[...] rétt barnsins sjálfs til lífs.“ Ég finn mig knúna til þess að benda á að skoðun Jakobs Inga á sér ekki hljómgrunn innan mannréttindalögfræði. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar sem Ísland er aðili að tryggja ekki rétt fósturs til lífs. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggja ekki rétt karla til þess að koma að ákvörðun kvenna um þungunarrof. Þá hafa alþjóðlegir mannréttindadómstólar og nefndir ítrekað úrskurðað að konur eigi rétt á aðgengi að þungunarrofi. Fyrsta grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna tekur sérstaklega fram að „[h]ver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum (áhersla er höfundar). Undirbúningsgögn sáttmálans sýna svo ekki verður um villst að höfundar sáttmálans vildu með orðalaginu taka af allan vafa um að réttindi hans gilda einvörðungu um borna menn, það er að segja að þau taki gildi eftir fæðingu.[1] Sömuleiðis má sjá af undirbúningsgögnum og orðalagi alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi að rétti allra til lífs sem tryggður er í sjöttu grein sáttmálans er ekki ætlað að eiga við um fóstur.[2] Innan Evrópu er breið samstaða um að réttur til lífs nái ekki til fósturs í móðurkviði; aðeins ein stjórnarskrá Evrópuríkis tiltekur sérstaklega rétt fósturs til lífs, sú er stjórnarskrá Írlands en þar er sérstaklega tekið fram að þann rétt beri að meta með sérstöku tilliti til réttar móður til lífs.[3] Þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekað neitað að réttur til lífs eigi við um fóstur í móðurkviði.[4] Almennt er því samstaða um það meðal sérfræðinga að réttur til lífs hefjist við fæðingu en ekki við getnað eins og Jakob Ingi heldur fram í pistli sínum. Sú afstaða Jakobs Inga að karlar ættu að fá einhverju um það ráðið hvort kona sem þeir hafa þungað fari í þungunarrof eður ei er ekki ný af nálinni. Þónokkur fjöldi karlmanna sem neyða vildu konur til þess að ljúka þungun sem þeir höfðu átt þátt í að koma til leiðar hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu með þá löngun sína en ekki haft erindi sem erfiði. Þeir viðhöfðu sambærileg rök og Jakob Ingi færir fram í pistli sínum; að brotið sé á réttindum þeirra til fjölskyldulífs, að fóstur eigi rétt til lífs, að þeir eigi rétt til þess að þvinga konu til þess að vera þunguð í níu mánuði. Mannréttindadómstóllinn hefur undantekningarlaust hafnað rökum þessarra manna.[5] Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að þótt karlar eigi vissulega hagsmuna að gæta gagnvart þungun sem þeir hafa átt þátt í þá vegi hagsmunir konunnar þyngra. Þetta mat byggir dómurinn á því að áhrif þungunar hafa beinni áhrif á konur en karla. Dómstóllinn tekur undir það læknisfræðilega sjónarmið að fóstur sé órjúfanlegur hluti af líkama konunnar, það geti ekki lifað utan móðurkviðs fram að miðri meðgöngu og því beri að líta á það sem líkama konunnar sem hún er sjálfráð yfir. Þungun hefur þungbærar heilsufarslegar og andlegar afleiðingar fyrir konur og því telur dómstóllinn ekki réttlætanlegt að makar eða ástmenn kvenna geti neytt þær til þess að ganga með barn gegn vilja sínum. Slík nauðung myndi ganga gegn rétti konunnar til sjálfsákvörðunar yfir eigin líkama, brjóta á friðhelgi einkalífs hennar og jafnvel teljast pyntingar eða önnur ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð gagnvart henni. Fjölmargar mannréttindanefndir hafa gefið frá sér efnislega samskonar álit og úrskurði og Mannréttindadómstóllinn og má þar á meðal nefna mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og nefndina um afnám misréttis gagnvart konum.[6] Þess ber einnig að geta að sjálfstæður réttur einstaklinga til barneigna fyrirfinnst ekki í okkar helstu mannréttindasáttmálum. Karlar eiga ekki tilkall til þess að konur fæði þeim börn. Álit Jakobs Inga um að karlar eigi rétt á aðkomu að ákvarðanatöku kvenna um þungunarrof nýtur því ekki stuðnings mannréttindalaga, dómara Mannréttindadómstóls Evrópu né annarra sérfræðinga á sviði mannréttinda. Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Jakob Ingi vill meina að núverandi lög um þungunarrof mismuni körlum þar sem þeir eigi jafnan þátt í að valda þungun en engan rétt í að ákveða hvort fósturvísir verði að barni. Sem lögfræðingur ætti Jakob Ingi að vera fullmeðvitaður um að kjarninn í öllum jafnræðisreglum sé að líkt skuli fara með lík tilvik en ólíkt með ólík. Konur geta orðið þungaðar en karlar ekki og þar er ekki líku saman að jafna. Þetta veit Jakob Ingi. Hann er kannski ekki meðvitaður um hversu siðlaust það er að vilja neyða konur til þess að ganga með börn gegn vilja sínum, en hafi hann numið jafnréttislög í lögfræðinni veit hann að sjálfsákvörðunarréttur kvenna gagnvart þungunarrofi er ekki mismunun gagnvart körlum. Þess ber þó að geta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir vissulega rétt barna til umgengni við báða foreldra sína. Þar get ég loks tekið undir með Jakobi Inga, að huga verði betur að jöfnum rétti karla og kvenna til að umgangast börn sín. Barnasáttmálinn tekur þó aðeins til réttinda fæddra barna [7] og því tel ég varhugavert af Jakobi Inga að blanda saman réttindum barna og réttindum fóstra líkt og þau séu ein og hin sömu. Þar sem Jakob Ingi er titlaður sem mannréttindalögfræðinur er sérstaklega mikilvægt að árétta að mannréttindalögfræði jafnar ekki saman réttindum fóstra í móðurkviði og rétti fæddra barna til lífs.Heimildir: [1] Sjá: UN GAOR 3rd Comm., 99th mtg. bls. 110–124, UN Doc. A/PV/99, 1948 og: J Morsink, Women's rights in the Universal Declaration, Human Rights Quarterly 13 (1991), bls. 229–256. [2] UN GAOR Annex, 12th Session, Agenda Item 33, bls. 96, UN Doc. A/C.3/L.654; UN GAOR, 12th Session, Agenda Item 33, bls. 113 UN Doc. A/3764, 1957. [3] Í fertugustu grein írsku stjórnarskránnar segir: „The State acknowledges the right to life of the unborn and, with due regard to the equal right to life of the mother, guarantees in its laws to respect, and, as far as practicable, by its laws to defend and vindicate that right.“ [4] Sjá t.d. Paton v. UK, App. No. 8317/78, European Commission on Human Rights, 13 May 1980, 3 European Human Rights Rep.408 (1981) og Vo v. France, App. No.53924/00, European Court of Human Rights, 8 July 2004. [5] Ibid, sem og: RH v. Norway, Decision on Admissibility, App. No.17004/90, 73 European Commission on Human Rights Dec. & Rep. 155 (19 May 1992) og: Boso v. Italy, App. No.50490/99, European Commission on Human Rights (September 2002). [6] Committee on the Rights of the Child, General Comment No.4: Adolescent health and development in the context of the Convention on the Rights of the Child (33rd Session 2003) málsgr. 31, reprinted in Compilation of General Comments and General Recommendations Adopted by Human Rights Treaty Bodies, 12/05/2004, UN Doc. HRI/GEN/Rev.7; Committee on the Elimination of Discrimination against Women, General Recommendation 24: Women and Health (20th Session, 1999), in Compilation of General Comments and General Recommendations by Human Rights Treaty Bodies, bls. 274, málsgr.14, U.N .Doc. HRI/GEN/1/Rev.7 (2004). Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: Guatemala, 9/7/2001, UN Committee on the Rights of the Child, 27th Session, p.40, UN Doc. CRC/C/15/Add.154; Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: Chad, 24/8/1999, UN GAOR, Committee on the Rights of the Child, 21st Session, 557th mtg. Para.30, UN Doc. CRC/C/15/Add.107; Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: [7] UN Commission on Human Rights, Question of a Convention on the Rights of a Child: Report of the Working Group, 36th Session, UN Doc. E/CN.4/L/1542 (1980); UN Commission on Human Rights, Report of the Working Group on a Draft Convention on the Rights of the Child, 45th Session, E/CN.4/1989/48 at p.10 (1989), quoted in Jude Ibegbu, Rights of the Unborn in International Law 145 (2000); LJ LeBlanc, The Convention on the Rights of the Child: United Nations Lawmaking on Human Rights, University of Nebraska Press, London (1995), p. 69; J Ibegbu, Rights of the Unborn Child in International Law, E Mellen Press, Lewiston NY (2000), bls. 146–147. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 17. desember síðastliðinn ritaði Jakob Ingi Jakobsson pistil þess efnis að lagabreytinga væri þörf til þess að veita körlum rétt á því að neita konum sem þeir hafa barnað „[...] við það sem við köllum „eðlilegar“ aðstæður!“ um að fara í þungunarrof (fóstureyðingu). Í huga Jakobs Inga er það „[...]afar mikilvægt að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvort eyða megi fóstri.“ Síðar í pistli Jakobs Inga lætur hann í ljós þá skoðun sína að það ætti í raun að vera „[...]sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis“ að vilji viðkomandi faðir ala upp ófætt barnið einn ætti hann að geta neytt barnsmóður sína til þess að ganga með barnið fram að fæðingu. Jakob Ingi segir ennfremur að „[r]éttur karlsins skipti máli þar sem fóstur er ekki eingetið“ og einnig að hafa þurfi í huga „[...] rétt barnsins sjálfs til lífs.“ Ég finn mig knúna til þess að benda á að skoðun Jakobs Inga á sér ekki hljómgrunn innan mannréttindalögfræði. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar sem Ísland er aðili að tryggja ekki rétt fósturs til lífs. Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggja ekki rétt karla til þess að koma að ákvörðun kvenna um þungunarrof. Þá hafa alþjóðlegir mannréttindadómstólar og nefndir ítrekað úrskurðað að konur eigi rétt á aðgengi að þungunarrofi. Fyrsta grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna tekur sérstaklega fram að „[h]ver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum (áhersla er höfundar). Undirbúningsgögn sáttmálans sýna svo ekki verður um villst að höfundar sáttmálans vildu með orðalaginu taka af allan vafa um að réttindi hans gilda einvörðungu um borna menn, það er að segja að þau taki gildi eftir fæðingu.[1] Sömuleiðis má sjá af undirbúningsgögnum og orðalagi alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi að rétti allra til lífs sem tryggður er í sjöttu grein sáttmálans er ekki ætlað að eiga við um fóstur.[2] Innan Evrópu er breið samstaða um að réttur til lífs nái ekki til fósturs í móðurkviði; aðeins ein stjórnarskrá Evrópuríkis tiltekur sérstaklega rétt fósturs til lífs, sú er stjórnarskrá Írlands en þar er sérstaklega tekið fram að þann rétt beri að meta með sérstöku tilliti til réttar móður til lífs.[3] Þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu ítrekað neitað að réttur til lífs eigi við um fóstur í móðurkviði.[4] Almennt er því samstaða um það meðal sérfræðinga að réttur til lífs hefjist við fæðingu en ekki við getnað eins og Jakob Ingi heldur fram í pistli sínum. Sú afstaða Jakobs Inga að karlar ættu að fá einhverju um það ráðið hvort kona sem þeir hafa þungað fari í þungunarrof eður ei er ekki ný af nálinni. Þónokkur fjöldi karlmanna sem neyða vildu konur til þess að ljúka þungun sem þeir höfðu átt þátt í að koma til leiðar hafa leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu með þá löngun sína en ekki haft erindi sem erfiði. Þeir viðhöfðu sambærileg rök og Jakob Ingi færir fram í pistli sínum; að brotið sé á réttindum þeirra til fjölskyldulífs, að fóstur eigi rétt til lífs, að þeir eigi rétt til þess að þvinga konu til þess að vera þunguð í níu mánuði. Mannréttindadómstóllinn hefur undantekningarlaust hafnað rökum þessarra manna.[5] Mannréttindadómstóllinn lítur svo á að þótt karlar eigi vissulega hagsmuna að gæta gagnvart þungun sem þeir hafa átt þátt í þá vegi hagsmunir konunnar þyngra. Þetta mat byggir dómurinn á því að áhrif þungunar hafa beinni áhrif á konur en karla. Dómstóllinn tekur undir það læknisfræðilega sjónarmið að fóstur sé órjúfanlegur hluti af líkama konunnar, það geti ekki lifað utan móðurkviðs fram að miðri meðgöngu og því beri að líta á það sem líkama konunnar sem hún er sjálfráð yfir. Þungun hefur þungbærar heilsufarslegar og andlegar afleiðingar fyrir konur og því telur dómstóllinn ekki réttlætanlegt að makar eða ástmenn kvenna geti neytt þær til þess að ganga með barn gegn vilja sínum. Slík nauðung myndi ganga gegn rétti konunnar til sjálfsákvörðunar yfir eigin líkama, brjóta á friðhelgi einkalífs hennar og jafnvel teljast pyntingar eða önnur ómannúðleg eða vanvirðandi meðferð gagnvart henni. Fjölmargar mannréttindanefndir hafa gefið frá sér efnislega samskonar álit og úrskurði og Mannréttindadómstóllinn og má þar á meðal nefna mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og nefndina um afnám misréttis gagnvart konum.[6] Þess ber einnig að geta að sjálfstæður réttur einstaklinga til barneigna fyrirfinnst ekki í okkar helstu mannréttindasáttmálum. Karlar eiga ekki tilkall til þess að konur fæði þeim börn. Álit Jakobs Inga um að karlar eigi rétt á aðkomu að ákvarðanatöku kvenna um þungunarrof nýtur því ekki stuðnings mannréttindalaga, dómara Mannréttindadómstóls Evrópu né annarra sérfræðinga á sviði mannréttinda. Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Jakob Ingi vill meina að núverandi lög um þungunarrof mismuni körlum þar sem þeir eigi jafnan þátt í að valda þungun en engan rétt í að ákveða hvort fósturvísir verði að barni. Sem lögfræðingur ætti Jakob Ingi að vera fullmeðvitaður um að kjarninn í öllum jafnræðisreglum sé að líkt skuli fara með lík tilvik en ólíkt með ólík. Konur geta orðið þungaðar en karlar ekki og þar er ekki líku saman að jafna. Þetta veit Jakob Ingi. Hann er kannski ekki meðvitaður um hversu siðlaust það er að vilja neyða konur til þess að ganga með börn gegn vilja sínum, en hafi hann numið jafnréttislög í lögfræðinni veit hann að sjálfsákvörðunarréttur kvenna gagnvart þungunarrofi er ekki mismunun gagnvart körlum. Þess ber þó að geta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir vissulega rétt barna til umgengni við báða foreldra sína. Þar get ég loks tekið undir með Jakobi Inga, að huga verði betur að jöfnum rétti karla og kvenna til að umgangast börn sín. Barnasáttmálinn tekur þó aðeins til réttinda fæddra barna [7] og því tel ég varhugavert af Jakobi Inga að blanda saman réttindum barna og réttindum fóstra líkt og þau séu ein og hin sömu. Þar sem Jakob Ingi er titlaður sem mannréttindalögfræðinur er sérstaklega mikilvægt að árétta að mannréttindalögfræði jafnar ekki saman réttindum fóstra í móðurkviði og rétti fæddra barna til lífs.Heimildir: [1] Sjá: UN GAOR 3rd Comm., 99th mtg. bls. 110–124, UN Doc. A/PV/99, 1948 og: J Morsink, Women's rights in the Universal Declaration, Human Rights Quarterly 13 (1991), bls. 229–256. [2] UN GAOR Annex, 12th Session, Agenda Item 33, bls. 96, UN Doc. A/C.3/L.654; UN GAOR, 12th Session, Agenda Item 33, bls. 113 UN Doc. A/3764, 1957. [3] Í fertugustu grein írsku stjórnarskránnar segir: „The State acknowledges the right to life of the unborn and, with due regard to the equal right to life of the mother, guarantees in its laws to respect, and, as far as practicable, by its laws to defend and vindicate that right.“ [4] Sjá t.d. Paton v. UK, App. No. 8317/78, European Commission on Human Rights, 13 May 1980, 3 European Human Rights Rep.408 (1981) og Vo v. France, App. No.53924/00, European Court of Human Rights, 8 July 2004. [5] Ibid, sem og: RH v. Norway, Decision on Admissibility, App. No.17004/90, 73 European Commission on Human Rights Dec. & Rep. 155 (19 May 1992) og: Boso v. Italy, App. No.50490/99, European Commission on Human Rights (September 2002). [6] Committee on the Rights of the Child, General Comment No.4: Adolescent health and development in the context of the Convention on the Rights of the Child (33rd Session 2003) málsgr. 31, reprinted in Compilation of General Comments and General Recommendations Adopted by Human Rights Treaty Bodies, 12/05/2004, UN Doc. HRI/GEN/Rev.7; Committee on the Elimination of Discrimination against Women, General Recommendation 24: Women and Health (20th Session, 1999), in Compilation of General Comments and General Recommendations by Human Rights Treaty Bodies, bls. 274, málsgr.14, U.N .Doc. HRI/GEN/1/Rev.7 (2004). Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: Guatemala, 9/7/2001, UN Committee on the Rights of the Child, 27th Session, p.40, UN Doc. CRC/C/15/Add.154; Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: Chad, 24/8/1999, UN GAOR, Committee on the Rights of the Child, 21st Session, 557th mtg. Para.30, UN Doc. CRC/C/15/Add.107; Concluding Observations of the Committee on the Rights of the Child: [7] UN Commission on Human Rights, Question of a Convention on the Rights of a Child: Report of the Working Group, 36th Session, UN Doc. E/CN.4/L/1542 (1980); UN Commission on Human Rights, Report of the Working Group on a Draft Convention on the Rights of the Child, 45th Session, E/CN.4/1989/48 at p.10 (1989), quoted in Jude Ibegbu, Rights of the Unborn in International Law 145 (2000); LJ LeBlanc, The Convention on the Rights of the Child: United Nations Lawmaking on Human Rights, University of Nebraska Press, London (1995), p. 69; J Ibegbu, Rights of the Unborn Child in International Law, E Mellen Press, Lewiston NY (2000), bls. 146–147.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun