Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. desember 2015 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar önnur íslenskra kvenna á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta ári og ferðast um heiminn. Vísir/daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, varð í gær önnur íslenska konan á eftir Önnu Maríu Jónsdóttur til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía spilaði lokahringinn á lokaúrtökumótinu í Marokkó á fjórum höggum undir pari og varð í 25.-27. sæti en 30 efstu kylfingarnir komust áfram. „Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Ólafíu og íslenskt golf. Það er frábært að koma kylfingi á efsta stig atvinnumennskunnar,“ segir Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, við Fréttablaðið. Árangur Ólafíu á árinu er magnaður en hún spilaði vel í næstefstu deild Evrópugolfsins og kláraði svo sitt fyrsta ár sem atvinnumaður með því að komast inn á Evrópumótaröðina sem er hæsta stigið í Evrópu. „Árangurinn í 2. deildinni sýndi að hún á fullt erindi í efstu deildina. Það voru þó nokkuð mörg mót í ár þar sem hún var á meðal tíu og fimmtán efstu. Það er góður mælikvarði á að þú hefur það sem þarf til að spila í efstu deildinni,“ segir Úlfar en Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var einnig á lokaúrtökumótinu.Erfitt að komast inn „Hún stóð sig líka frábærlega í 2. deildinni í ár og bætti sig mikið á milli ára. Henni fataðist flugið aðeins á fjórða degi úrtökumótsins en hún hefur líka sýnt að hún á fullt erindi þarna inn. Það er frábært að vera komin með eina þarna inn og aðra sem bankar á dyrnar.“ Nokkur hundruð kylfingar hefja leik á úrtökumótunum og er baráttan um sætin 30 virkilega hörð. Ólafía spilaði hreint frábært golf á lokadeginum og sýndi mikil gæði. Til að gulltryggja sæti sitt fékk hún fugl á lokaholunni. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir Ólafíu fyrst og fremst. Hún sýndi að hún getur þetta. Það er svo mikil pressa og sía að reyna að komast þarna í gegn. Það er magnað að halda þetta út því það krefst mikils úthalds bæði andlega og líkamlega. Það var gaman að sjá að hún var með fulla stjórn á hlutunum,“ segir Úlfar.Kostnaðurinn mikill Ólafía mun keppa út um allan heim á næsta ári en það mun kosta sitt. Þó hún sé komin inn á Evrópumótaröðina þarf hún sjálf að standa straum af kostnaði við þátttöku á mótum. „Því miður er þetta ekki eins og í fótboltanum þar sem þú ert bara á samningi. Það er heldur ekkert í hendi með verðlaunafé. Það þarf að ná árangri til að afla tekna á mótaröðinni,“ segir Úlfar. Tekjurnar fyrir efstu konur á mótunum eru fínar en á Evrópumótaröð kvenna er barist um töluvert lægri fjárhæðir en hjá körlunum. Fyrsta mótið verður á Nýja-Sjálandi um miðjan febrúar þar sem kylfingarnir skipta á milli sín 200.000 evrum. Fyrsta mótið í Evrópumótaröð karla fór fram í nóvember og þar var heildarverðlaunafé ein og hálf milljón evra. „Ólafía hefur fengið góðan styrk frá Forskoti, afrekssjóði kylfinga, sem gerir henni kleift að standa í þessu. Svo fær hún góðan stuðning frá golfsambandinu, sínum heimaklúbbi og fjölskyldunni. Það þurfa margir að hjálpast að,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, varð í gær önnur íslenska konan á eftir Önnu Maríu Jónsdóttur til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía spilaði lokahringinn á lokaúrtökumótinu í Marokkó á fjórum höggum undir pari og varð í 25.-27. sæti en 30 efstu kylfingarnir komust áfram. „Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Ólafíu og íslenskt golf. Það er frábært að koma kylfingi á efsta stig atvinnumennskunnar,“ segir Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, við Fréttablaðið. Árangur Ólafíu á árinu er magnaður en hún spilaði vel í næstefstu deild Evrópugolfsins og kláraði svo sitt fyrsta ár sem atvinnumaður með því að komast inn á Evrópumótaröðina sem er hæsta stigið í Evrópu. „Árangurinn í 2. deildinni sýndi að hún á fullt erindi í efstu deildina. Það voru þó nokkuð mörg mót í ár þar sem hún var á meðal tíu og fimmtán efstu. Það er góður mælikvarði á að þú hefur það sem þarf til að spila í efstu deildinni,“ segir Úlfar en Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var einnig á lokaúrtökumótinu.Erfitt að komast inn „Hún stóð sig líka frábærlega í 2. deildinni í ár og bætti sig mikið á milli ára. Henni fataðist flugið aðeins á fjórða degi úrtökumótsins en hún hefur líka sýnt að hún á fullt erindi þarna inn. Það er frábært að vera komin með eina þarna inn og aðra sem bankar á dyrnar.“ Nokkur hundruð kylfingar hefja leik á úrtökumótunum og er baráttan um sætin 30 virkilega hörð. Ólafía spilaði hreint frábært golf á lokadeginum og sýndi mikil gæði. Til að gulltryggja sæti sitt fékk hún fugl á lokaholunni. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir Ólafíu fyrst og fremst. Hún sýndi að hún getur þetta. Það er svo mikil pressa og sía að reyna að komast þarna í gegn. Það er magnað að halda þetta út því það krefst mikils úthalds bæði andlega og líkamlega. Það var gaman að sjá að hún var með fulla stjórn á hlutunum,“ segir Úlfar.Kostnaðurinn mikill Ólafía mun keppa út um allan heim á næsta ári en það mun kosta sitt. Þó hún sé komin inn á Evrópumótaröðina þarf hún sjálf að standa straum af kostnaði við þátttöku á mótum. „Því miður er þetta ekki eins og í fótboltanum þar sem þú ert bara á samningi. Það er heldur ekkert í hendi með verðlaunafé. Það þarf að ná árangri til að afla tekna á mótaröðinni,“ segir Úlfar. Tekjurnar fyrir efstu konur á mótunum eru fínar en á Evrópumótaröð kvenna er barist um töluvert lægri fjárhæðir en hjá körlunum. Fyrsta mótið verður á Nýja-Sjálandi um miðjan febrúar þar sem kylfingarnir skipta á milli sín 200.000 evrum. Fyrsta mótið í Evrópumótaröð karla fór fram í nóvember og þar var heildarverðlaunafé ein og hálf milljón evra. „Ólafía hefur fengið góðan styrk frá Forskoti, afrekssjóði kylfinga, sem gerir henni kleift að standa í þessu. Svo fær hún góðan stuðning frá golfsambandinu, sínum heimaklúbbi og fjölskyldunni. Það þurfa margir að hjálpast að,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44
Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29
Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03