Svona svindlaði Volkswagen: Málið útskýrt Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. september 2015 18:07 Tilgangur hugbúnaðarins var að slökkva á mengunarvarnarbúnaði til að fá meira út úr vélinni og minni eyðslu. Vísir/AFP Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu. Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Volkswagen hefur gerst uppvíst að stórfelldu svindli í útblástursmælingum opinberra aðila í Bandaríkjunum og Evrópu. Um er að ræða eitt af umfangsmeiri svindlmálum sem upp hafa komið í bílabransanum síðustu ár en þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er sá stærsti í heimi og báru margir traust til fyrirtækisins. En í hverju fólst svindlið? Í nútíma bílum er ýmis hugbúnaður sem bregst við hinum ýmsu aðstæðum en Volkswagen hannað sérstakan búnað sem þekkti aðstæður í opinberum útblástursmælingum. Samkvæmt EPA, sem er eftirlitsstofnun í Bandaríkjunum, var búnaðurinn afar nákvæmur og engin tilviljun að hann hafði þessi áhrif. Þegar hugbúnaðurinn skynjaði að bíllinn væri að fara í gegnum mælingu á útblæstri var þar til gerður mengunarvarnabúnaður settur í gang og kom því bíllinn vel út úr öllum opinberum prófum. Þegar bíllinn var hins vegar í daglegri notkun var mengunarvarnabúnaðurinn ekki virkur. Með því að slökkva á búnaðinum gat Volkswagen náð meira út úr vél bílsins og sparað eldsneyti. Bandaríska tæknisíðan The Verge gerði meðfylgjandi myndband um málið. Volkswagen's diesel scandal, explainedHow Volkswagen USA's side-stepped diesel emission laws.Posted by The Verge on Thursday, September 24, 2015 Volkswagen hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem svarar afskaplega litlu um svindlið. Þýdda útgáfu af yfirlýsingu fyrirtækisins má nálgast á vefsíðu Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi. Þar kemur þó fram að óhætt er að aka þeim bíla sem eru búnir þessum hugbúnaði. Ekki hefur verið greint frá hvaða bílar það eru hér á landi sem búnir eru þessum svindlbúnaði en 11 milljónir bíla á heimsvísu voru framleiddir með búnaðinum og eru líkur á að einhverjir þeirra hafi endað hér á landi. Volkswagen þarf þó á endanum að upplýsa um nákvæmlega hvaða bílar það eru sem búnir eru þessum svindlbúnaði og líklega verður framleiðandinn krafinn til að gera úrbætur á bílunum. Það gæti aftur á móti haft í för með sér aukna díseleyðslu fyrir eigendur með tilheyrandi kostnaði. Þegar hafa verið lögð drög að hópmálsóknum vegna svindlsins með það að markmiðið að tryggja eigendum Volkswagen bíla með svindlhugbúnaðinum bætur vegna málsins. Það má þó vera öllum ljóst að slík málaferli munu taka langan tíma og gætu liðið nokkur ár þangað til eigendur Volkswagen-bílanna fá nokkuð frá fyrirtækinu.
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40 Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54 Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00 Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06 Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Volkswagen ber ábyrgð á allt að milljón tonnum af mengun Svindluðu á mengunarprófum með sérstökum hugbúnaði. 23. september 2015 07:40
Yfirmaður vélamála VW og þróunarstjóri Audi fjúka Eru tveir af hæstsettu verkfræðingum Volkswagen bílafjölskyldunnar. 24. september 2015 12:54
Vísbendingar um frekari blekkingar Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen. 24. september 2015 07:00
Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Volkswagen ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. 24. september 2015 14:06
Háskólinn í West Virginia uppgötvaði dísilvélasvindl Volkswagen Mældu 2 VW bíla og BMW X5 allt að 3.200 km og sáu 20-30 sinnum meiri mengun VW bílanna. 24. september 2015 10:03
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent