Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2015 14:34 Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi. Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Sherpas Cinema hefur birt myndband þar sjá má hjólreiðakappana Graham Agassiz og Matty Miles hjóla utan slóða í íslenskum fjallshlíðum og viðkvæmri náttúru. Myndbandið er brot úr myndinni Ashes to Agassiz sem tekið var upp á Íslandi á síðasta ári, en myndin var frumsýnd í lok síðasta mánaðar. Magne Kvam, framkvæmdastjóri Icebike Adventures, segir í samtali við Vísi að teymið hafi leitað til Icebike Adventures sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. „Við pössum okkur að benda á að ekki megi mynda að Fjallabaki og á friðlandinu og finnum svæði sem best sé fyrir þá að mynda þar sem þeir ekki þurfa strangari leyfi.“ Magne segir að myndskeiðin af mönnunum hjólandi hafi verið tekin í Kerlingafjöllum og á Fimmvörðuhálsi, auk þess sem að sýndar eru loftmyndir af öðrum stöðum á Íslandi svo sem Fjallabaki og í Þórsmörk. „Margir sem sjá myndbandið halda að þeir séu að hjóla að Fjallabaki þar sem þetta er „landmannalaugalegt“ en þetta er í raun suðurendinn á Kerlingafjöllum og því ekki inni á friðlandinu.“Afþökkuðu leiðsögumannMagne segir að aðkoma fyrirtækisins hafi síðan snúið að því að veita kvikmyndateyminu trússþjónustu, en það hafi síðar sagst ekki vilja þiggja neinn leiðsögumann og því vera einir á svæðinu að mynda. „Við segjum þeim hins vegar hvað megi gera, að ekki megi hjóla yfir mosa, að þeir eigi að vera á slóðinni. Við skiljum eftir hrífur og fleiri verkfæri og segjum þeim að ef þeir fara af stígum við myndatökur þá eigi þeir að laga það til og skilja við svæðið eins og þeir komu að því. Ég trúi því reyndar að þeir hafi gert það.“ Hann segir starfsmenn Icebike Adventures hafa verið mjög vonsvikna þegar þeir sáu myndbandið. „Þetta er sérstaklega skotið þannig, skakkt og neðarlega, að oft sést ekki að þeir eru í raun á slóðanum. Þegar þeir hjóla þarna á Fimmvörðuhálsi er það myndað þannig að svo virðist sem þeir séu „in the middle of nowhere“.Að þínum dómi, þá er þó klárlega um utanvegaakstur að ræða í myndbandinu?„Sum skotin eru það alveg klárlega, jú.“Breytt verklagMagne segir fyrirtækið löngu hætt að taka svona verkefni að sér. „Það er algert skilyrði ef fólk kemur til okkar að það sé alltaf starfsmaður frá okkur með í för til að tryggja rétta umgengni við náttúruna “ Hann segir það öllum í hag að sýna náttúrunni virðingu og halda henni óspilltri fyrir komandi kynslóðir. Magne segir myndbandið alls ekki sýna eðli Icebike Adventures sem ferðaþjónustufyrirtækis. „Það eina sem við erum að gera í þessu tilfelli er að segja þeim hvar þeir megi ekki vera og sjá um að koma þeim á svæðið.“Bréf til UmhverfisstofnunarMagne segir að fyrirtækið hafi þegar sent Umhverfisstofnun bréf um aðkomu fyrirtækisins að þessu umrædda verkefni og hvernig þetta hafi allt gengið fyrir sig. „Þetta er gamalt, frá 2014, þó að þetta komi upp núna en við höfum verið í sambandi við Umhverfisstofnun.“Uppfært:Lokað hefur verið fyrir almennan aðgang að myndbandinu.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira