„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2015 14:30 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Vísir/Valli „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica. Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica.
Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45