„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. september 2015 14:30 Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Vísir/Valli „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica. Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur og það er ekki hægt að rugla í því, skiljanlega,“ segir leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir við Kastljósið sem mun fjalla um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í þætti sínum í kvöld. Kastljós setti inn stiklu úr þættinum á Facebook-síðu sína þar sem kemur fram að Guðlaug ákvað að vel athuguðu máli að eignast barn fyrir frænda sinn og eiginmann hans. Eftir að barnið kom í heiminn varð Guðlaugu ljóst að skilningur hennar var ekki sá sami og hjá frænda hennar og eiginmanni hans höfðu á málinu og hefur hún ekki fengið að umgangast barnið eins og hún hefur óskað eftir. „Þannig að nei, það gekk ekki eftir. Ég verð bara að bíða. Börn leita uppruna síns. Svo er þetta bara tímaspursmál.“Kastljós fjallar um ýmsar hliðar staðgöngumæðrunar í kvöld. Við sýnum viðtal við Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, sem...Posted by Kastljós on Thursday, September 24, 2015Fyrir Alþingi liggur stjórnarfrumvarp frá Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Er frumvarpinu ætlað að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra.Sjá einnig: Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Í viðtalinu við Kastljós, sem sýnt verður í kvöld, hvetur Guðlaug konur til að hugsa sig tvisvar um áður en þær bjóðast til að vera staðgöngumæður. „Þær konur sem eru tilbúnar að vera staðgöngumæður í velgjörðarskyni, þær hafa aldrei misst barn,“ segir Guðlaug.Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur talað fyrir staðgöngumæðrun.vísir/pjeturStaðgöngumæðrun hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu um skeið. Í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að hún vildi leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Jóhanna sagðist vona að almennileg umræða muni skapast um málið þegar frumvarpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endilega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“Sjá einnig: Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“Þó svo að staðgöngumæðrun sé ekki leyfð hér á landi eru nokkur dæmi um slík tilvik, líkt og hjá Guðlaugu. Stöð 2 sagði til að mynda frá hjónum í febrúar síðastliðnum sem komust í samband við íslenska konu á lokaðri Facebook síðu sem var reiðubúin að ganga með barn þeirra. Hjónin skildu að nafninu til og skráði eiginkonan sig í sambúð með konunni svo hún gæti farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica.
Tengdar fréttir Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47 Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15 Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þóttust vera lesbískt par til að reyna staðgöngumæðrun Íslensk kona, sem setti sig í samband við hjón sem auglýstu eftir staðgöngumóður á Facebook, gerði tvisvar á síðasta ári tilraunir til að ganga með barn fyrir þau. Í seinna skiptið var það reynt hér á landi, þrátt fyrir að það væri ólöglegt. 18. febrúar 2015 17:47
Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Þjóðskrá neitaði að viðurkenna rétt móðurinnar vegna þess að börnin voru fædd með aðstoð staðgöngumóður. 2. júlí 2015 17:15
Íslensk kona gerði tvær tilraunir til að gerast staðgöngumóðir fyrir ókunnuga Kona, sem gerði á síðasta ári tvær tilraunir til að ganga með barn fyrir ókunnug hjón, segir gríðarlega mikilvægt að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð hér á landi. 18. febrúar 2015 16:45