Þegar listin horfir á alheiminn Magnús Guðmundsson skrifar 24. september 2015 11:30 Aldís Arnardóttir er annar sýningarstjóra á sýningunni Heimurinn án okkar í Hafnarborg. Visir/Anton „Sólin og tunglið eru heimurinn okkar, þú og ég erum ekki lengur til, aðeins eilífðin og leið okkar til stjarnanna.“ Þessi tilvitnun í Johannes Molzahn er sótt í Das Manifest des absoluten Expressionismus sem birtist í Der Sturm árið 1919. Í dag myndar hún kjarnann í haustsýningunni í Hafnarborg undir yfirskriftinni Heimurinn án okkar. Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir leituðu meðal annars í hugmyndasmiðju Molzhans þegar þær komu fram með tillögu að haustsýningunni fyrir um ári. Aldís segir að grunnstef sýningarinnar sé hvernig íslenskir listamenn horfi á alheiminn á ólíkum tímum. „Við erum með bæði núlifandi og látna listamenn. Á sýningunni eru verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Finn Jónsson, Gerði Helgadóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að vinna með þessar hugmyndir í verkunum á sýningunni en nálgast þær á ólíkan hátt í mismunandi miðlum. Í verkum þessara listamanna er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins, hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi, míkró eða makró. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Við byrjum eiginlega með Finn sem upphafspunkt og tengsl hans við Der Sturm og framúrstefnuhreyfingar þannig að við byrjum með abstraktverk sem heitir Óður til mánans og er frá 1925. Það sýndi Finnur einmitt með Der Sturm-hreyfingunni í Þýskalandi. Þetta þema kemur svo reglulega upp í verkum íslenskra listamanna þó svo að þeir séu að nálgast viðfangsefnið með ólíkum hætti. Verkin á sýningunni tengjast öll hugmyndafræðilega og sjónrænt og vissulega hefðum við getað tekið miklu fleiri listamenn inn. En það er kannski ágætt að það komi fram að við erum að velja verk sem tengjast sýningarhugmyndinni en auðvitað eru viðkomandi ekki alltaf að vinna í þessu konsepti en við tínum til það sem fellur innan þessa ramma.“ Aldís bendir á að í kvöld verði haldið sérstakt málþing þar sem þær fá til liðs við sig menn með ólíkan bakgrunn í fræðasamfélaginu til þess að ræða sýningarhugmyndina og nálgast hana frá ólíkum sjónarhornum. „Benedikt Hjartarson er búinn að vera að rannsaka Finn Jónsson mjög mikið og kemur með nýja og spennandi sýn á hann og þá einkum abstraktverkin þegar Finnur var í Þýskalandi. Sævar Helgi Bragason er verkefnisstjóri Vísindamiðlunar og fleira og hann kemur með þessi fyrirbæri úr alheiminum sem fyrirmyndir að eða innblástur að verkunum. Gunnar J. Árnason listheimspekingur ætlar að fjalla um kristalla og margflötunga í myndlist undir titlinum Um tilfinningalegt ójafnvægi kristalla. Þannig að þetta verður fjölbreytt og örugglega alveg bráðskemmtilegt. Málþingið verður í kvöld klukkan átta, er öllum opið og um að gera fyrir alla sem vilja setja sig aðeins inn í efni sýningarinnar að mæta og sjá hvernig þetta tengist ólíkum fræðigreinum á skemmtilegan hátt.“ Myndlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Sólin og tunglið eru heimurinn okkar, þú og ég erum ekki lengur til, aðeins eilífðin og leið okkar til stjarnanna.“ Þessi tilvitnun í Johannes Molzahn er sótt í Das Manifest des absoluten Expressionismus sem birtist í Der Sturm árið 1919. Í dag myndar hún kjarnann í haustsýningunni í Hafnarborg undir yfirskriftinni Heimurinn án okkar. Sýningarstjórarnir Aðalheiður Valgeirsdóttir og Aldís Arnardóttir leituðu meðal annars í hugmyndasmiðju Molzhans þegar þær komu fram með tillögu að haustsýningunni fyrir um ári. Aldís segir að grunnstef sýningarinnar sé hvernig íslenskir listamenn horfi á alheiminn á ólíkum tímum. „Við erum með bæði núlifandi og látna listamenn. Á sýningunni eru verk eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Finn Jónsson, Gerði Helgadóttur, Mörtu Maríu Jónsdóttur, Ragnar Má Nikulásson, Steinu og Vilhjálm Þorberg Bergsson. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að vinna með þessar hugmyndir í verkunum á sýningunni en nálgast þær á ólíkan hátt í mismunandi miðlum. Í verkum þessara listamanna er varpað ljósi á ákveðna þætti alheimsins, hvort sem um er að ræða nærumhverfi eða víðara samhengi, míkró eða makró. Þannig eru hinar ýmsu víddir alheimsins afhjúpaðar um leið og leitað er samfellu og heildar. Við byrjum eiginlega með Finn sem upphafspunkt og tengsl hans við Der Sturm og framúrstefnuhreyfingar þannig að við byrjum með abstraktverk sem heitir Óður til mánans og er frá 1925. Það sýndi Finnur einmitt með Der Sturm-hreyfingunni í Þýskalandi. Þetta þema kemur svo reglulega upp í verkum íslenskra listamanna þó svo að þeir séu að nálgast viðfangsefnið með ólíkum hætti. Verkin á sýningunni tengjast öll hugmyndafræðilega og sjónrænt og vissulega hefðum við getað tekið miklu fleiri listamenn inn. En það er kannski ágætt að það komi fram að við erum að velja verk sem tengjast sýningarhugmyndinni en auðvitað eru viðkomandi ekki alltaf að vinna í þessu konsepti en við tínum til það sem fellur innan þessa ramma.“ Aldís bendir á að í kvöld verði haldið sérstakt málþing þar sem þær fá til liðs við sig menn með ólíkan bakgrunn í fræðasamfélaginu til þess að ræða sýningarhugmyndina og nálgast hana frá ólíkum sjónarhornum. „Benedikt Hjartarson er búinn að vera að rannsaka Finn Jónsson mjög mikið og kemur með nýja og spennandi sýn á hann og þá einkum abstraktverkin þegar Finnur var í Þýskalandi. Sævar Helgi Bragason er verkefnisstjóri Vísindamiðlunar og fleira og hann kemur með þessi fyrirbæri úr alheiminum sem fyrirmyndir að eða innblástur að verkunum. Gunnar J. Árnason listheimspekingur ætlar að fjalla um kristalla og margflötunga í myndlist undir titlinum Um tilfinningalegt ójafnvægi kristalla. Þannig að þetta verður fjölbreytt og örugglega alveg bráðskemmtilegt. Málþingið verður í kvöld klukkan átta, er öllum opið og um að gera fyrir alla sem vilja setja sig aðeins inn í efni sýningarinnar að mæta og sjá hvernig þetta tengist ólíkum fræðigreinum á skemmtilegan hátt.“
Myndlist Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira