Gluggakaupin gulls ígildi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:00 fréttablaðið Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira