Innlent

Diskósúpan sló í gegn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það var fríður flokkur fólks sem stóð að súpugerðinni í aðdraganda stóru helgarinnar.
Það var fríður flokkur fólks sem stóð að súpugerðinni í aðdraganda stóru helgarinnar. mynd/Eirný Sigurðardóttir
„Já, diskósúpan! Þetta var alveg stórkostlegt,“ sagði Eirný Sigurðardóttir skipuleggjandi Matarhátíðar Búrsins sem fram fór í Hörpu um helgina þegar hún var spurð út í svokallaða Diskósúpa sem vakti athygli en hún var eingöngu gerð úr hráefni sem átti að henda.

„Þetta er ótrúlega skemmtileg leið til þess að vekja athygli á matarsóun. Við hóuðum saman helling af sjálfboðaliðum, fengum aðstöðu hjá veisluþjónustunni Culina og elduðum rosalegt magn af súpu, 1200 lítra. Hráefnið var allt gefins og kom héðan og þaðan. Frá Sölufélagi garðyrkjubænda og heildsölum, allt grænmeti sem var of lítið eða vanskapað á einhvern hátt og átti að henda.

Magnið var rosalegt, 1200 lítrar, en Eirný segir að mannskapurinn hafi tekið vel í súpuna sem bragðaðist afskaplega vel að sögn.

„Súpan var svo góð og þetta fór mjög vel í mannskapinn. Það voru 300 lítrar eftir af súpu og það á að fara til Rauða Krossins og Samhjálp og svona, við keyrum það út á eftir.“



Allir lögðust á eitt við matseldina.mynd/Eirný Sigurðardóttir
Henda átti öllu hráefninu sem notað var

Uppistaðan í súpunni var íslenskt grænmeti Eirný segir að markmiðið hafi verið að sýna fram á hversu miklum mat sé hreinlega hent af einstaklingum og fyrirtækjum, mat sem sé auðvelt að nýta.

„Þetta sýnir bara hvað eyðslan á mat er hræðileg. Allur þessi matur átti að fara í ruslið. Fyrirtæki og heimili eru enda rosalega miklu magni af mat og úr öllu þessu sem við fengum var hægt að gera 1200 lítra af súpu. Geturðu t.d. ímyndað þér 1200 1l mjólkurfernum staflað upp. Þetta er jákvæð leið til þess að fólk geri sér grein fyrir því hversu ótrúlega miklu magni er hent“

En hvað er eiginlega þessi Diskósúpa?

„Diskó-súpan er fyrirbæri sem sett var á laggirnar fyrir nokkrum árum af ungi fólki sem kom saman með uppsafnað grænmeti sem átti að fara í gámana. Svo var bara spiluð diskótónlist, dansað og eldað. Við ákvaðum bara að reyna að búa til þessa stemningu.“

Kraftar í kögglum.Mynd/Eirný Sigurðardóttir
Mynd/Eirný Sigurðardóttir
Gægst ofan í pottana.Mynd/Eirný Sigurðardoóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×