Utan vallar: Smiðurinn byggir á sama grunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2015 07:30 Ólafur Jóhannesson var kátur eftir sigur Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins um helgina. vísir/anton Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Það var auðvelt að afskrifa Ólaf Jóhannesson eftir fyrsta leik Vals í Pepsi-deildinni í sumar. Þrjú núll tap fyrir nýliðum Leiknis var niðurstaðan og það var ekki bjart yfir Ólafi þegar hann svaraði spurningum blaðamanna, niðurlútur með hallærislega 10/11 húfu á höfðinu. Hann virkaði hálfráðalaus og eiginlega búinn á því, enda síðustu ár hans í þjálfun ekki gjöful. Íslenska landsliðið vann aðeins tvo af sextán mótsleikjum undir stjórn Ólafs og honum tókst ekki að koma Haukum upp í efstu deild í tveimur tilraunum. Spólum rúma þrjá mánuði fram í tímann: Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda sinn eftir sanngjarnan sigur á KR í úrslitaleik, Ólafur er heitasti þjálfari landsins og 10/11 húfan er farin að trenda eins og krakkarnir segja. Það var auðvelt að samgleðjast Ólafi þegar hann fagnaði að leik loknum, svo innilega kátur og mátti vera það enda búinn að skila titli í hús og sæti í Evrópukeppni að ári. Ólafur er langelsti þjálfarinn í Pepsi-deildinni og búinn að reyna margt síðan þjálfaraferillinn hófst á Vopnafirði fyrir 33 árum. Eitt er samt öruggt: hann kemur alltaf aftur. Hann virtist vera dottinn úr myndinni þegar hann var fenginn til að taka við FH fyrir tólf árum. Framhaldið þekkja allir. Og hann virtist einnig hafa lokið leik þegar hann hætti með Hauka 2013. En Valsmenn veðjuðu á Ólaf síðasta haust og sjá væntanlega ekki eftir því. Þótt Valsmenn séu dottnir úr titilbaráttunni og aðeins með þremur stigum meira en þeir voru með á sama tíma í fyrra er samt bjart yfir Hlíðarenda. Bikartitillinn gefur góð fyrirheit sem og samsetningin á Valsliðinu. Hún er nefnilega ekki svo ósvipuð þeirri sem var hjá FH á sínum tíma og Ólafur virðist vera að byggja á sama grunni og hann gerði þegar hann tók við FH fyrir tímabilið 2003. Í Valsliðinu í ár eru tveir Danir í lykilhlutverki, miðvörður og framherji (Thomas Christensen og Patrick Pedersen) og það er freistandi að hugsa til FH-liðsins 2003 þar sem miðvörðurinn Tommy Nielsen og framherjinn Allan Borgvardt voru í stórum hlutverkum. Þessir leikmenn eiga líka fleira sameiginlegt en að vera Danir; Thomas og Tommy eru reynslumiklir leikmenn, sem treysta á leiklestur frekar en hraða og Allan og Patrick eru markaskorarar auk þess að vera mikilvægir í uppspilinu. Í bæði FH-liðinu 2003 og Val 2015 er ungur íslenskur leikmaður (Sverrir Garðarsson og Orri S. Ómarsson) við hlið reynds Dana í miðri vörninni. Í stöðu hægri bakvarðar er leikmaður sem var ekki vanur að spila þá stöðu (Guðmundur Sævarsson og Andri Fannar Stefánsson) og á hægri kantinum er sprettharður leikmaður (Jón Þ. Stefánsson og Kristinn Ingi Halldórsson). Það merkilega í þessu öllu er svo að árangur FH-inga eftir fimmtán leiki 2003 er sá sami og hjá Val nú: 24 stig eftir sjö sigra, þrjú jafntefli og fimm töp. Og FH komst einnig í bikarúrslit 2003 eins og Valur í ár. Það er vel hægt að stimpla það sem tilviljun en það er ekki tilviljun hvernig Ólafur er að setja Valsliðið saman. Smiðurinn er að byggja á sama grunni og fyrir tólf árum og stuðningsmenn Vals gera sér eflaust vonir um að árangurinn sem á eftir fylgi verði sá sami og hjá Fimleikafélaginu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira