Þorkell Máni: Blikar hótuðu að Ólafur Karl yrði brotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2015 17:09 Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson birti í dag Twitter-færslu sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann Blikar hljóti að fagna því að Ólafur Karl Finsen verði ekki með í leik Stjörnunnar og Breiðabliks á mánudaginn kemur en Ólafur Karl er farinn til norska B-deildarliðsins Sandnes Ulf á láni út tímabilið eins og greint var frá á Vísi. Máni ásakaði jafnframt aðila tengda Breiðabliki að hafa hótað Ólafi Karli fyrir fyrri leik liðanna 31. maí. Blikar unnu leikinn 3-0 og bundu þar með enda á 27 leikja taplausa hrinu Stjörnunnar í röð. Leikurinn sjálfur féll samt í skuggann af uppákomu sem átti sér stað nokkrum dögum fyrir leikinn þegar Ólafur fór inn í búningsklefa Blika á Kópavogsvelli og rótaði þar í persónulegum munum leikmanna liðsins. Ólafur var settur á bekkinn fyrir leik Breiðabliks og Stjörnunnar og vill Máni meina að hótanir Blika í garð leikmannsins hafi haft sitt að segja þar um. „Það vita nú s.s. allir að Ólafur Karl Finsen tók athyglina frá leiknum með uppákomu þar sem hann fór inn í klefa Breiðabliks eins og frægt er orðið,“ sagði Máni í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni nú rétt í þessu. Sjálfur var Máni ekki hrifinn af þessu uppátæki Ólafs, en þeir tveir eru miklir vinir. „Ég er enn að velta fyrir mér hvernig honum datt þetta í hug, þar sem hann verður seint sakaður um að vera mjög mannblendinn. „Það sem gerist svo er að menn verða ofboðslega reiðir, og það var að mörgu leyti skiljanlegt. Það er alveg deginum ljósara að það var það sem Ólafi Karli gekk til - að æsa menn upp. Ég er á engan hátt að afsaka það sem hann gerði en menn horfðu á þetta og höfðu tiltölulega gaman að þessu, þótt þetta væri ekki fyndið.“Máni var um tíma aðstoðarþjálfari Keflavíkur.vísir/daníelMáni segir að í kjölfarið hafi Ólafi og Stjörnumönnum borist hótanir frá aðilum tengdum Breiðabliki. „Það komu skýr skilaboð til Stjörnumanna og til leikmannsins að hann eigi von á því að vera brotinn í þessum leik,“ sagði Máni sem vill þó ekki nafngreina þessa einstaklinga. „Þetta voru aðilar tengdir Breiðabliki. Það komu nafnlaus skilaboð til mín sem er náttúrulega bara kjánalegt. Fólk sem talar nafnlaust er vandræðalegt fólk.“ Eins og áður sagði byrjaði Ólafur Karl leikinn á bekknum. Máni hefur sína skoðun á því. „Við skulum velta því aðeins upp og hvert ég er að fara með þessari færslu. Það er sú staðreynd að Ólafur Karl var settur á bekkinn út af agabroti. Því það fór eitthvað fram bak við tjöldin sem við fengum aldrei að vita af,“ sagði Máni. „Markmið Breiðabliks var klárlega að koma manninum út úr leiknum og það tókst. Menn beita alls konar ráðum til að ná árangri. „Þá voru menn ekkert að beita einhverjum líkamlegum hótunum, heldur voru menn að beita öðrum hótunum varðandi kærur og aðra hluti, því við skulum átta okkur því að Ólafur Karl fór inn í klefann í leyfisleysi. „Einhver svoleiðis símtöl áttu sér stað. Það þarf ekki mikla rannsóknarblaðamennsku til að fatta af hverju Stjarnan setti hann á bekkinn.“ Máni er einnig ósáttur með hvernig Blikar fögnuðu eftir leikinn og að þeir sáu ekki ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Blikar hljota að fagna að Oli kalli se ekki með a sunnudag. Geta þa sleppt þvi að hringja inn hotanir eins og fyrir siðasta leik. #smasalir— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 20, 2015 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson birti í dag Twitter-færslu sem vakti mikla athygli. Þar sagði hann Blikar hljóti að fagna því að Ólafur Karl Finsen verði ekki með í leik Stjörnunnar og Breiðabliks á mánudaginn kemur en Ólafur Karl er farinn til norska B-deildarliðsins Sandnes Ulf á láni út tímabilið eins og greint var frá á Vísi. Máni ásakaði jafnframt aðila tengda Breiðabliki að hafa hótað Ólafi Karli fyrir fyrri leik liðanna 31. maí. Blikar unnu leikinn 3-0 og bundu þar með enda á 27 leikja taplausa hrinu Stjörnunnar í röð. Leikurinn sjálfur féll samt í skuggann af uppákomu sem átti sér stað nokkrum dögum fyrir leikinn þegar Ólafur fór inn í búningsklefa Blika á Kópavogsvelli og rótaði þar í persónulegum munum leikmanna liðsins. Ólafur var settur á bekkinn fyrir leik Breiðabliks og Stjörnunnar og vill Máni meina að hótanir Blika í garð leikmannsins hafi haft sitt að segja þar um. „Það vita nú s.s. allir að Ólafur Karl Finsen tók athyglina frá leiknum með uppákomu þar sem hann fór inn í klefa Breiðabliks eins og frægt er orðið,“ sagði Máni í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni nú rétt í þessu. Sjálfur var Máni ekki hrifinn af þessu uppátæki Ólafs, en þeir tveir eru miklir vinir. „Ég er enn að velta fyrir mér hvernig honum datt þetta í hug, þar sem hann verður seint sakaður um að vera mjög mannblendinn. „Það sem gerist svo er að menn verða ofboðslega reiðir, og það var að mörgu leyti skiljanlegt. Það er alveg deginum ljósara að það var það sem Ólafi Karli gekk til - að æsa menn upp. Ég er á engan hátt að afsaka það sem hann gerði en menn horfðu á þetta og höfðu tiltölulega gaman að þessu, þótt þetta væri ekki fyndið.“Máni var um tíma aðstoðarþjálfari Keflavíkur.vísir/daníelMáni segir að í kjölfarið hafi Ólafi og Stjörnumönnum borist hótanir frá aðilum tengdum Breiðabliki. „Það komu skýr skilaboð til Stjörnumanna og til leikmannsins að hann eigi von á því að vera brotinn í þessum leik,“ sagði Máni sem vill þó ekki nafngreina þessa einstaklinga. „Þetta voru aðilar tengdir Breiðabliki. Það komu nafnlaus skilaboð til mín sem er náttúrulega bara kjánalegt. Fólk sem talar nafnlaust er vandræðalegt fólk.“ Eins og áður sagði byrjaði Ólafur Karl leikinn á bekknum. Máni hefur sína skoðun á því. „Við skulum velta því aðeins upp og hvert ég er að fara með þessari færslu. Það er sú staðreynd að Ólafur Karl var settur á bekkinn út af agabroti. Því það fór eitthvað fram bak við tjöldin sem við fengum aldrei að vita af,“ sagði Máni. „Markmið Breiðabliks var klárlega að koma manninum út úr leiknum og það tókst. Menn beita alls konar ráðum til að ná árangri. „Þá voru menn ekkert að beita einhverjum líkamlegum hótunum, heldur voru menn að beita öðrum hótunum varðandi kærur og aðra hluti, því við skulum átta okkur því að Ólafur Karl fór inn í klefann í leyfisleysi. „Einhver svoleiðis símtöl áttu sér stað. Það þarf ekki mikla rannsóknarblaðamennsku til að fatta af hverju Stjarnan setti hann á bekkinn.“ Máni er einnig ósáttur með hvernig Blikar fögnuðu eftir leikinn og að þeir sáu ekki ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt.Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Blikar hljota að fagna að Oli kalli se ekki með a sunnudag. Geta þa sleppt þvi að hringja inn hotanir eins og fyrir siðasta leik. #smasalir— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 20, 2015
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira