Yfirlýsing frá Háskólanum á Akureyri: Börnum sem eiga erfitt með að læra að lesa fækkar verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2015 15:54 Frá Háskólanum á Akureyri vísir/pjetur Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“ Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri gagnrýnir þá „einfölduðu framsetningu“ sem miðstöðin segir birtast í minnisblaði Menntamálastofnunar sem fengin var til að gera úttekt á árangri sem náðst hefur af aðferðum Byrjendalæsis.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að niðurstaða Menntamálastofnunar hefði verið á þá leið að árangur og einkunnir hefðu lækkað. Árangurinn hefði ekki verið sá sem vonast hefði verið eftir. Í tilkynningu frá miðstöðinni segir að árangur barna í 1. og 2. bekk grunnskóla, sem læri eftir aðferðum Byrjendalæsis, hafi verið umtalsverður. Nemendur gangist undir próf þrisvar á ári og samanburður undanfarinna ára sýni að börn nái betri árangri í lestri og að börnum sem hafa átt erfitt með að læra að lesa hafi fækkað verulega. Segir að þetta sé í samræmi við erlendar rannsóknir sem Byrjendalæsið sé byggt á.Myndin sýnir hlutfallslegan árangur nemenda í Byrjendalæsi í 1. bekk frá 2007-2015 samkvæmt skimunarprófum miðstöðvar skólaþróunar. Bláa súlan sýnir hlutfall nemenda sem ná 0-30% árangri, appelsínugula súlan sýnir 30-60% árangur og sú gráa 60-100% árangur.Fall í árangri megi tæplega rekja til Byrjendalæsis„Í fjölmiðlum hefur menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, haldið fram nauðsyn þess að meta árangur með reglulegum hætti þegar um nýjar aðferðir er að ræða. Það hefur miðstöð skólaþróunar gert og fyrir liggja ítarlegar niðurstöður milli ára, skóla og kynja. Með hliðsjón af niðurstöðum þessa reglulega mats hafa aðferðir í Byrjendalæsi verið í sífelldri þróun sem gerir erfitt um vik að fullyrða um áhrif aðferðarinnar til lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.Bent er á að í samanburði Menntamálastofnunar sé litið á árangur skóla í samræmdum prófum í 4. bekk. „Hafa þarf í huga að Byrjendalæsi nær eingöngu til barna í 1. og 2. bekk og að möguleg áhrif aðferðarinnar koma því væntanlega ekki fram í árangri samræmdra prófa fyrr en 3-4 árum síðar. Það fall sem kemur fram í árangri í línuritinu er því tæplega hægt að rekja til aðferða Byrjendalæsis.“Árangur í stærðfræði breytist með sama hætti Í því sambandi megi benda á árangur í stærðfræði sem komi einnig fram í línuriti Menntamálastofnunar. Árangurinn breytist með sama hætti og árangurinn í íslensku. „Miðstöð skólaþróunar hefur verið starfrækt við Háskólann á Akureyri síðan 1999. Fjöldi þeirra skóla sem hefur leitað til stofnunarinnar hefur aukist ár frá ári. Miðstöðin hefur lagt metnað sinn í fagleg vinnubrögð og náið samstarf við kennara og stjórnendur á vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Miðstöðin fagni umræðu um læsi og hafi reglulega sóst eftir gögnum og samvinnu við aðrar stofnanir um rannsóknir á þessu sviði. „Þjóðarsáttmála um læsi verður ýtt úr vör á mánudaginn.Til þess að slíkt átak geti staðið undir nafni er mikilvægt að öll sú sérfræðiþekking sem til er í landinu sé notuð á jákvæðan og uppbyggjandi hátt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Miðstöð skólaþróunar telur vinnubrögð Menntamálastofnunar ekki í þessum anda.“
Tengdar fréttir Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Þetta eru grunnskólarnir sem tóku upp Byrjendalæsi 38 grunnskólar hafa stuðst við Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur. 20. ágúst 2015 11:15