Innlent

Starfsmenn neita að fljúga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið.
Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið. Vísir/AFP
Hætt hefur verið við fjölda flugferða með Germanwings þar sem að starfsmenn flugfélagsins hafa neitað að fljúga. Óttast starfsfólkið að hrap vélar Germanwings í Frakklandi í morgun tengist viðhaldsvinnu á vélinni frá því á mánudag, samkvæmt heimildum Spiegel.

Talsmaður flugfélagsins segir að áhafnarmeðlimir neiti að fljúga af „persónulegum ástæðum“.

Flugfélagið hefur staðfest að vélin sem hrapaði í morgun var kyrrsett í um klukkustund á mánudag vegna viðhalds en því er haldið fram að bilunin hafi ekki haft með öryggi vélarinnar að gera. „Viðgerðin var eingöngu til að laga hljóð sem hurð framkallaði,“ segir talsmaðurinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×