Brjóstagjöf og gáfnafar Sæunn Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýlega var greint frá brasilískri rannsókn sem benti til að ungbörn sem eru á brjósti fyrstu mánuði ævinnar mælist með hærri greindarvísitölu á fullorðinsárum. Þetta kemur ekki á óvart. Það er löngu vitað að brjóstamjólk er ákjósanlegasta næring fyrir ungbarn enda er hún framleidd sérstaklega fyrir það af líkama móðurinnar. Hún inniheldur öll næringarefni sem barnið þarfnast og mótefni sem móðirin framleiðir jafnóðum. Auk þess fer brjóstagjöf fram í nánum líkamlegum og tilfinningalegum samskiptum í fangi móðurinnar. Þess vegna er brjóstagjöf til þess fallin að færa móður og barn nær hvort öðru og efla tengsl þeirra. Ekki er þó einfalt að greina hvort vegur þyngra í brjóstagjöf, sjálf mjólkin eða líkamleg og tilfinningaleg nánd móður og barns. Þegar barn fær mjólk úr brjósti móður sinnar og bæði njóta stundarinnar skapast kjöraðstæður sem hafa áhrif á heilbrigði barns til lengri jafnt sem skemmri tíma. En aðstæður eru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Sumar konur þrá ekkert heitara en að geta gefið barni sínu brjóst en tekst það samt ekki. Stundum vill barnið ekki brjóstið, sumar konur missa mjólkina vegna veikinda eða álags, aðrar framleiða of litla mjólk eða fá stíflur í brjóstin eða ígerð. Með nærgætinni hjálp er oft hægt að sigrast á slíkum erfiðleikum en stundum tekst það ekki og stundum meta konur að fórnarkostnaðurinn sé of mikill. Það er hætt við að þær mæður sem gefa þurrmjólk fái samviskubit og ásaki sjálfar sig þegar þær lesa fréttir eins og þá sem ég gat um í byrjun. Aðrar munu reyna að gefa brjóst hvað sem á dynur af ótta við að bregðast barninu sínu. Hvort tveggja er til þess fallið að auka kvíða þeirra og draga úr sjálfstrausti og gleði yfir barninu og móðurhlutverkinu. Þessu þarf að sporna gegn því að vanlíðan móður er meiri ógnun við tengslamyndun en þurrmjólk. Fjölmargar rannsóknir vitna um samhengi á milli öruggrar tengslamyndunar og heilbrigðis á fullorðinsaldri, félagslegrar færni, námsgetu og sterkrar sjálfsmyndar. Þá sýna rannsóknir einnig að fyrir örugga tengslamyndun skiptir ekki máli hvort mjólkin kemur úr brjósti eða pela. Aðalatriðið er að foreldri og barn njóti nálægðar við hvort annað og upplifi gjafastundina að jafnaði ánægjulega.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar