Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 19:55 Björn Ingi Hrafnsson er einn af eigendum Vefpressunnar ehf. Vísir/Ernir Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira