Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Tómas Þór Þórðarson á Kópavogsvelli skrifar 25. júlí 2015 17:00 Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun á fyrri degi Meistaramótsins í dag. Hér kemur hún í mark á undan Anítu Hinriksdóttur í 4x100 metra boðhlaupi kvenna. vísir/anton Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH stal senunni á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Hún vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Arna byrjaði á því að vinna 100 metra grindahlaup og bætti skömmu síðar við bronsi í spjótkasti þar sem Ásdís Hjálmsdóttir fór með öruggan sigur. Ásdís átti aðeins tvö gild köst í dag en vann með yfirburðum. Arna bætti við gullverðlaunum í 400 metra hlaupi þar sem hún stakk Anítu Hinriksdóttur af og aftur hafði hún betur í baráttunni við Anítu þegar hún hljóp hana uppi á endasprettinum í 4x100 metra boðhlaupi en þar tryggði Arna Stefanía FH-ingum sigur. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA vann tvenn gullverðlaun með fimm mínútna millibili þegar hún hafði sigur í langstökki og 100 metra hlaupi. Félagi hennar úr UFA, Kolbeinn Höður Gunnarsson vann 100 metra hlaup karla. Engin óvænt úrslit sáust í kastgreinunum þar sem Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir unnu spjótkastið og Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið. Hulda Þorsteinsdóttir stökk hæst 4,22 í hástökki kvenna og fékk gull, Þorsteinn Ingvarsson hafði betur við Kristinn Torfason í baráttunni um gullið í langstökki karla og Stefán Þór Jósefsson UFA vann hástökkið með stökki upp á 1,82 metra. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá mótinu sem stóð yfir í allan dag en þar má finna alla Íslandsmeistara dagsins.[Bein lýsing] 16.53 Þá er dagskrá fyrri dags 89. Meistaramóts Íslands 2015 lokið. Við þökkum fyrir okkur í dag og sjáumst aftur á morgun. 16.52 ÍSLANDSMEISTARI (4x100m boðhlaup kvk)! ÞVÍLÍKUR ENDASPRETTUR! Aníta Hinriksdóttir fær keflið síðust fyrir ÍR og er með gott forskot en stjarna dagsins, Arna Stefanía Guðmundsdóttir hleypur hana uppi og tryggir FH-ingum gullið. Þriðju gullverðlaun Örnu Stefaníu í dag. FH hljóp á 48,87 sekúndum en ÍR fær silfur og Breiðablik brons. Tvö silfur hjá Anítu Hinriksdóttur í dag. 16.45 ÍSLANDSMEISTARI (4x100m boðhlaup kk) A-sveit FH vinnur 4x100 metra boðhlaup karla, en hún hljóp hringinn á 42,58 sekúndum. UMSS varð í öðru sæti á 43,18 sekúndum og B-sveit FH fær brons en hún hljóp á 43,72 sekúndum. Bara síðasta greinin eftir sem er 4x100 metra boðhlaup kvenna.Guðmundur Sverrisson grýtir spjótinu yfir 70 metra í dag.vísir/anton brink16.40 ÍSLANDSMEISTARI (spjótkast kk)! Kastið sem við greindum frá áðan var það lengsta hjá Guðmundi. ÍR-ingurinn vinnur mjög öruggan sigur í spjótkasti karla og kastar lengst 74,19 metra. Hann á best 80,22 metra. Kastsería Guðmundar var: 69,08 - 69,85 - 69,81 - 69,32 - 74,19 - 73,49. Samkeppnin var engin, en Guðmundur Smári Daníelsson úr UMSE varð annar með 54,20 metra kast og í þriðja sæti varð Bogi Eggertsson úr FH með kast upp á 52,24 metra. 16.25 Guðmundur Sverrisson var að hlaða í eitt almennilegt kast upp á 74,19 metra í spjótinu. Við vitum ekki meira en það að svo stöddu. Engin rafræn skráning er í spjótkastinu og enginn er á skiltinu nema í þetta eina sinn. 16.21 Aðeins þrjár greinar eru eftir á þessum fyrri degi Meistaramótsins. Spjótkast karla er að klárast og þá eru 4x100 metra boðhlaup karla og kvenna eftir en það eru síðustu greinar dagsins. 16.19 ÍSLANDSMEISTARI (1.500m hlaup kvk) Nú hrannast verðlaunin inn á lokasprettinum. María Birkisdóttir úr ÍR fær gull í 1.500 metra hlaupi kvenna eftir spennandi endasprett á móti Andreu Kolbeinsdóttur, ÍR. María hleypur á 4:42,84 mínútum en Andrea á 4:43,16 mínútum. Hin þrautreynda Fríða Rún Þórðardóttir, fædd 1970, fær brons en hún varð þriðja á 5:05,69 mínútum. 16.14 ÍSLANDSMEISTARI (langstökk kk)! Þorsteinn Ingvarsson, ÍR, hefur betur í baráttunni við Kristinn Torfason úr FH í langstökki karla. Þorsteinn stekkur lengst 7,39 í öðru stökki sem dugir til gullverðlauna. Kristinn fer lengst 7,05 metra sem hann nær í öðru stökki líkt og Þorsteinn. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, fær brons en hann stökk lengst 6,84 metra. 16.09 ÍSLANDSMEISTARI (1.500m hlaup kk)! Það er gamli maðurinn, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem hefur sigur. Sigurbjörn þekkja flestir fyrir víðfrægar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum en í dag vinnur hann gull í 1.500 metra hlaupi á Meistaramótinu 42 ára gamall. Sigurbjörn klárar á 4:10,36 mínútu og kemur í mark langt á undan Huga Harðarsyni sem hleypur á 4:13,25 mínútum. Daníel Einar Hauksson fær brons en hann hljóp á tímanum 4:16,09. 15.58 Það gengur ekkert að ræsa strákana í 1.500 metrana. Ræsingarbúnaðurinn er eitthvað bilaður og verið er að reyna að laga hann. Strákarnir bíða og reyna að halda sér heitum. 15.47 ÍSLANDSMEISTARI (400m hlaup kvk)! Þriðju verðlaunin í hús hjá Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH. Arna hefur betur í baráttunni gegn Anítu Hinriksdóttur og kemur í mark í 400 metra hlaupinu á 54,54 sekúndum. Aníta er í öðru sæti á 55,26 sekúndum. Þær voru langt á undan næstu keppendum en Hrafnhildur Ólafsdóttir úr FH varð þriðja á 68,95 sekúndum. Arna Stefanía er nú búin að vinna gull í 100 metra grindahlaupi, gull í 400 metra hlaupi og brons í spjótkasti.Hulda Þorsteinsdóttir vippar sér yfir 4,22 í Kópavoginum í dag.vísir/anton brink15.44 ÍSLANDSMEISTARI (stangarstökk kvk)! Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR vann öruggan sigur í stangarstökki kvenna, en hún stökk hæst 4,22 metra. Best á hún 4,30 metra. Auður María Óskarsdóttir úr ÍR varð önnur með 3,32 metra stökk og Rakel Ósk Dýrfjörð úr UFA fékk brons með stökki upp á 3,12 metra. 15.40 "Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið þannig það var erfitt að gíra sig upp í 100 metrana," segir Hafdís Sigurðardóttir um gullin tvö í viðtali við Vísi. 15.32 ÍSLANDSMEISTARI (400 m hlaup kk)! Kormákur Ari Hafliðason úr FH vinnur gull í 400 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 48,84 sekúndum og var á undan Ívari Kristni Jasonarsyni úr ÍR sem kom í mark á 48,91 sekúndum. Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi varð þriðji á 50,42 sekúndum.Ásdís gerði tvisvar sinnum gilt í dag og vann örugglega.vísir/Anton brink15.25 ÍSLANDSMEISTARI (spjótkast kvk)! Ásdís Hjálmsdóttir vinnur öruggan sigur í spjótkasti kvenna eins og búist var við. Hún náði aðeins tveimur gildum köstum í dag, en það lengsta var 55,38 metrar. Hún gerði síðustu þrjú köstin viljandi ógild. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð í öðru sæti með kast upp á 44,18 metra og Arna Stefanía Guðmundsdóttir bætti sinn besta árangur og náði bronsi með 42,71 metra kasti. Önnu verðlaun Örnu í dag en hún fékk gull í 100 metra grindahlaupi. 15.19 ÍSLANDSMEISTARI (hástökk kk)! Stefán Þór Jósefsson úr UFA er Íslandsmeistari í hástökki karla. Hann stökk hæst 1,82 metra líkt og Jón Gunnar Björnsson úr ÍR en í færri tilranum. Mikael Máni Freysson úr UÍA varð í þriðja sæti en hann stökk 1,72 metra. Hvorki Tristan Freyr Jónsson né Einar Daði Lárusson, sem skráðir voru til keppni, tóku þátt. 15.04 Ásdís nær fínu kasti um 55 metra en stígur yfir línuna og gerir viljandi ógilt. Hún virkar ekkert alltof sátt með þetta kast. 14.57 ÍSLANDSMEISTARI (100m hlaup kvk)! Hafdís Sigurðardóttir fær gull! Þessi stelpa er náttúrlega ekki hægt. Nýstigin upp úr sandgryfjunni með fyrsta gullið klárt mætir Hafdís til leiks í 100 metra hlaupið og pakkar því saman. Annað gullið á innan við fimm mínútum. Hún kemur í mark á 12,02 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr UFA er önnur á 12,50 sekúndum og Andrea Torfadóttir úr FH fær brons en hún rennur skeiðið á 12,67 sekúndum. 14.51 Keppni í 100 metra hlaupi kvenna fer að hefjast þar sem Hafdís er á meðal keppenda, aðeins nokkrum mínútum eftir að vinna langstökkið.Hafdís Sigurðardóttir lendir í gryfjunni á Kópavogsvelli í dag.vísir/anton brink14.50 ÍSLANDSMEISTARI (langstökk kvk)! Hafdís Sigurðardóttir vinnur öruggan sigur í langstökki kvenna og fær enn ein gullverðlaunin á Meistaramóti. Hún stökk lengst 6,39 metra og var ansi langt frá HM-lágmarkinu sem er 6,70 metrar. Hún vann engu að síður öruggan sigur, en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/SElfossi varð önnur með stökk upp á 5,30 metra og Helga Margrét Haraldsdóttir fékk brons með 5,25 metra stökki. Helga bætti sinn besta árangur.Kolbeinn Höður kemur fyrstur í mark í 100 metra hlaupi karla.vísir/anton brink14.47 ÍSLANDSMEISTARI (100m hlaup kk)! Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi karla. Hann kemur fyrstur í mark á 10,92 sekúndum í góðu og spennandi hlaupi í seinni riðlinum. Ari Bragi Kárason úr FH er annar á 10,95 sekúndum og Juan Ramon Borges Bosque, einnig úr FH, fær brons með hlaup upp á 10,99 sekúndur. Gaman að sjá þrjá fara undir ellefu sekúndurnar. Virkilega gott hlaup. 14.36 Keppendur í 100 metra hlaupi karla eru að gera sig klára. Fyrri riðilinn hleypur eftir nokkrar mínútur. Hlaupið er í tveimur riðlum í úrslitunum en besti tíminn gildir til sigurs. Öllum sleggjunum er þó raðað upp í seinni riðilinn. Þar hlaupa Kolbeinn Höður, Ari Bragi Kárason og Juan Ramon Borges t.a.m. 14.24 Spjótkastkeppni kvenna er hafin. Ásdís byrjar á að kasta undir 50 metrum. Það er engin skráning sjáanleg fyrir áhorfendur eða blaðamenn. 14.22 Ekki verður hægt að fara í verðlaunaafhendingu fyrir sleggjukast karla strax þar sem Hilmar Örn er í lyfjaprófi. Það fær engin verðlaun fyrr en hann er búinn að létta á sér. 14.18 Keppendur í 3.000 metra hindrunahlaupi karla eru byrjaðir að gera sig klára og þá er fyrri umferðin í langstökki kvenna búin. Nú halda þær átta bestu áfram.Hilmar Örn Jónsson kastar sleggjunni í Kópavoginum í dag.vísir/anton14.17 ÍSLANDSMEISTARI (sleggjukast kk)! Hilmar Örn Jónsson úr FH vinnur öruggan sigur í sleggjukasti. Hann bætir sinn besta árangur og kastar lengst 69,79 metra. Glæsilega gert! Kastsería hans var: Ógilt - Ógilt - 66,34 - 69,79 - 67,77 - 69,38. Stefán Árni Hafsteinsson úr ÍR varð annar með kast upp á 56,51 metra og Vilhjálmur Árni Garðarsson úr FH fékk brons, en hann kastaði lengst 53,34 metra. 14.04 Hafdís Sigurðardóttir fær áhorfendur sem mættir eru að fylgjast með langstökkinu til að klappa sig í gang fyrir næsta stökk. Það skilar smá bætingu, en hún stekkur nú 6,39 metra. 14.00 Stelpurnar sem keppa í spjótkasti kvenna eru byrjaðar að gera sig klárar. Drottningin sjálf, Ásdís Hjálmsdóttir, er mætt til leiks og virðist ansi einbeitt. Hún nýtir kringlukastbúrið til að gera allskonar upphitunaræfingar með teygju eins og pabbi Jerry Seinfeld með hurðarhúninn hér um árið. 13.51 Hafdís var að stökkva aftur en það er styttra en áðan. Nú stekkur hún 6,34 metra.Guðmundur Heiðar kemur fyrstur í mark í 110 metra grindahlaupi karla.vísir/anton brink13.46 ÍSLANDSMEISTARI (100 grind kvk)! Arna Stefanía Guðmundsdóttir er öruggur sigurvegari í 100 metra grindahlaupi kvenna. FH-ingurinn rennur skeiðið á 14,14 sekúndum og er rúmri sekúndu á undan Fjólu Signýju Hannesdóttur úr HSK/Selfossi. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS fær brons, en hún hljóp á 15,74 sekúndum. Virkilega glæsilegt hlaup á Örnu Stefaníu sem stakk allar stúlkurnar af á fyrstu grind. 13.39 Langstökk kvenna er hafið og fyrsta stökk Hafdísar Sigurðardóttur er 6,38 metrar. Hún þarf að gera mun betur ætli hún að komast til Peking en fín byrjun engu að síður. 13.34 ÍSLANDSMEISTARI (110 grind kk)! Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH er Íslandsmeistari 2015 í 110 metra grindahlaupi karla. Hann kom í mark á 15,27 sekúndum, hársbreidd á undan Ísak Óla Traustasyni úr UMSS sem varð annar á 15,63 sekúndum. Árni Björn Höskuldsson úr FH varð þriðji á 16,27 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR, sem var sigurstranglegastur fyrir mótið, keppti ekki og ekki heldur Tristan Freyr Jónsson sem tognaði aftan í læri fyrr í dag. 13.24 "Ég set stefnuna á það, að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. 13.13 Má auðvitað bæta við að kastið hjá Vigdísi upp á 55,07 metra er nýtt mótsmet. Hún bætti Söndru Pétursdóttur úr ÍR frá 2009 um rúma tvo metra en gamla metið voru 52,96 metrar.Vigdís Jónsdóttir vann fyrstu gullverðlaun dagsins.vísir/anton brink13.05 ÍSLANDSMEISTARI (sleggjukast kvk)! Vigdís Jónsdóttir úr FH er Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 55,07 metra en kastsería hennar var: 49,24 - 52,42 - 52,99 - 53,43 - 51,83 - 55,07. María Ósk Felixdóttir úr ÍR fékk silfur en hún kastaði lengst 47,41 metra og bronsið fær Eir Starradóttir úr UMSE, en hún kastaði lengst 46,86 metra. 13.00 Sleggjukasti kvenna er lokið og nú bíðum við bara eftir tölunum. Það verður ekki allt uppfært í rauntíma fyrr en allt fer af stað hér eftir hálftíma. Vigdís hafði engu að síður sigur en við staðfestum það eins fljótt og auðið er. Strákarnir sem keppa í sleggjukasti karla eru að gera sig klára en þeir hefja leik 13.30. 12.45 Sleggjukastið er það eina sem er í gangi núna áður en fjörið fer almennilega af stað klukkan 13.30. Vigdís er að setja sleggjuna reglulega rétt yfir 50 metrana og á sigur vísan. Sleggjukastið fer fram á kastsvæðinu hér fyrir aftan Kópavogsvöllinn en á aðalvellinum er verið að veita fyrstu verðlaunin í flokki fatlaða. Íslandsmót fatlaðra fer fram samhliða Meistaramótinu að þessu sinni. 12.35 Vigdís var að setja annað kast yfir 50 metrana. Búið er að fækka keppendum fyrir síðustu köstin og barist er um verðlaun núna. Hvert kast er ekki uppfært þannig við erum ekki með neinar nákvæmar tölur en Vigdís er í forystu eftir því sem best er vitað. 12.17 Það varð örlítil töf á sleggjukastinu því ein stúlkan hamraði svo fast í slá í búrinu að ein hlið þess féll saman. Jón Arnar Magnússon, tvöfaldur Íþróttamaður ársins, klifraði bara upp búrið eins og köttur og lagaði þetta á núll einni. "Mamma, kallinn er að klifra! Má það?" spurði einn ungur frjálsíþróttaáhugamaður hér á svæðinu þegar hann sá Jón skjótast upp búrið. 12.11 Vigdís var að negla sleggjunni yfir 50 metra og kastið gilt. Það fer vel um stelpurnar og aðra keppendur í veðurblíðunni hér í Kópavogi. Íslandsmet Vigdísar frá því í maí í ár eru 58,43 metrar. Kastið var ekki nálægt því þó það var gott. 12.07 Keppni í sleggjukasti kvenna er farin af stað þar sem búist er við öruggum sigri Vigdísar Jónsdóttur úr FH. Hún kastaði sleggjunni lang lengst í fyrstu umferð en kastið var ógilt þar sem hún hitti ekki geirann. 12.00 Það er nóg að gera hjá UFA-stjörnunni Hafdísi eins og alltaf á þessum mótum. Áður en klukkan slær hádegi er hún einnig búin að pakka sínum undanriðli í 100 metra hlaupi saman á 12,14 sekúndum. Hún var langfyrst en samt engir Bolt-stælar - það var hlaupið alla leið í mark. 12:00 Eins og við mátti búast var með Hafdís Sigurðardóttir með lengsta stökkið í forkeppni langstökks kvenna. Hún stökk lengst 6,15 metra. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi náði næstlengsta stökkinu eða 5,20 metrum. Þær tólf bestu frá forkeppninni hefja leik í úrslitum klukkan 13.30. Vonast er til að Hafdís negli þetta í dag og nái HM-lágmarki sem eru 6,70 metrar. Hún þyrfti þá að bæta sig töluvert en Íslandsmet hennar eru 6,45 metrar í +1,9 meðvindi.12.00 Góðan daginn og velkomin með Vísi á Kópavogsvöll þar sem 89. Meistaramót Íslands er hafið. Í morgun voru undanrásir í langstökki kvenna og karla og 100 metra hlaupi karla og kvenna. Fyrstu úrslitin hefjast nú á hádegi þegar stelpurnar í sleggjukastinu fara af stað. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH stal senunni á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Hún vann þrenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Arna byrjaði á því að vinna 100 metra grindahlaup og bætti skömmu síðar við bronsi í spjótkasti þar sem Ásdís Hjálmsdóttir fór með öruggan sigur. Ásdís átti aðeins tvö gild köst í dag en vann með yfirburðum. Arna bætti við gullverðlaunum í 400 metra hlaupi þar sem hún stakk Anítu Hinriksdóttur af og aftur hafði hún betur í baráttunni við Anítu þegar hún hljóp hana uppi á endasprettinum í 4x100 metra boðhlaupi en þar tryggði Arna Stefanía FH-ingum sigur. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA vann tvenn gullverðlaun með fimm mínútna millibili þegar hún hafði sigur í langstökki og 100 metra hlaupi. Félagi hennar úr UFA, Kolbeinn Höður Gunnarsson vann 100 metra hlaup karla. Engin óvænt úrslit sáust í kastgreinunum þar sem Guðmundur Sverrisson og Ásdís Hjálmsdóttir unnu spjótkastið og Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson sleggjukastið. Hulda Þorsteinsdóttir stökk hæst 4,22 í hástökki kvenna og fékk gull, Þorsteinn Ingvarsson hafði betur við Kristinn Torfason í baráttunni um gullið í langstökki karla og Stefán Þór Jósefsson UFA vann hástökkið með stökki upp á 1,82 metra. Hér að neðan má sjá beina textalýsingu Vísis frá mótinu sem stóð yfir í allan dag en þar má finna alla Íslandsmeistara dagsins.[Bein lýsing] 16.53 Þá er dagskrá fyrri dags 89. Meistaramóts Íslands 2015 lokið. Við þökkum fyrir okkur í dag og sjáumst aftur á morgun. 16.52 ÍSLANDSMEISTARI (4x100m boðhlaup kvk)! ÞVÍLÍKUR ENDASPRETTUR! Aníta Hinriksdóttir fær keflið síðust fyrir ÍR og er með gott forskot en stjarna dagsins, Arna Stefanía Guðmundsdóttir hleypur hana uppi og tryggir FH-ingum gullið. Þriðju gullverðlaun Örnu Stefaníu í dag. FH hljóp á 48,87 sekúndum en ÍR fær silfur og Breiðablik brons. Tvö silfur hjá Anítu Hinriksdóttur í dag. 16.45 ÍSLANDSMEISTARI (4x100m boðhlaup kk) A-sveit FH vinnur 4x100 metra boðhlaup karla, en hún hljóp hringinn á 42,58 sekúndum. UMSS varð í öðru sæti á 43,18 sekúndum og B-sveit FH fær brons en hún hljóp á 43,72 sekúndum. Bara síðasta greinin eftir sem er 4x100 metra boðhlaup kvenna.Guðmundur Sverrisson grýtir spjótinu yfir 70 metra í dag.vísir/anton brink16.40 ÍSLANDSMEISTARI (spjótkast kk)! Kastið sem við greindum frá áðan var það lengsta hjá Guðmundi. ÍR-ingurinn vinnur mjög öruggan sigur í spjótkasti karla og kastar lengst 74,19 metra. Hann á best 80,22 metra. Kastsería Guðmundar var: 69,08 - 69,85 - 69,81 - 69,32 - 74,19 - 73,49. Samkeppnin var engin, en Guðmundur Smári Daníelsson úr UMSE varð annar með 54,20 metra kast og í þriðja sæti varð Bogi Eggertsson úr FH með kast upp á 52,24 metra. 16.25 Guðmundur Sverrisson var að hlaða í eitt almennilegt kast upp á 74,19 metra í spjótinu. Við vitum ekki meira en það að svo stöddu. Engin rafræn skráning er í spjótkastinu og enginn er á skiltinu nema í þetta eina sinn. 16.21 Aðeins þrjár greinar eru eftir á þessum fyrri degi Meistaramótsins. Spjótkast karla er að klárast og þá eru 4x100 metra boðhlaup karla og kvenna eftir en það eru síðustu greinar dagsins. 16.19 ÍSLANDSMEISTARI (1.500m hlaup kvk) Nú hrannast verðlaunin inn á lokasprettinum. María Birkisdóttir úr ÍR fær gull í 1.500 metra hlaupi kvenna eftir spennandi endasprett á móti Andreu Kolbeinsdóttur, ÍR. María hleypur á 4:42,84 mínútum en Andrea á 4:43,16 mínútum. Hin þrautreynda Fríða Rún Þórðardóttir, fædd 1970, fær brons en hún varð þriðja á 5:05,69 mínútum. 16.14 ÍSLANDSMEISTARI (langstökk kk)! Þorsteinn Ingvarsson, ÍR, hefur betur í baráttunni við Kristinn Torfason úr FH í langstökki karla. Þorsteinn stekkur lengst 7,39 í öðru stökki sem dugir til gullverðlauna. Kristinn fer lengst 7,05 metra sem hann nær í öðru stökki líkt og Þorsteinn. Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, fær brons en hann stökk lengst 6,84 metra. 16.09 ÍSLANDSMEISTARI (1.500m hlaup kk)! Það er gamli maðurinn, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, sem hefur sigur. Sigurbjörn þekkja flestir fyrir víðfrægar lýsingar sínar á frjálsíþróttamótum en í dag vinnur hann gull í 1.500 metra hlaupi á Meistaramótinu 42 ára gamall. Sigurbjörn klárar á 4:10,36 mínútu og kemur í mark langt á undan Huga Harðarsyni sem hleypur á 4:13,25 mínútum. Daníel Einar Hauksson fær brons en hann hljóp á tímanum 4:16,09. 15.58 Það gengur ekkert að ræsa strákana í 1.500 metrana. Ræsingarbúnaðurinn er eitthvað bilaður og verið er að reyna að laga hann. Strákarnir bíða og reyna að halda sér heitum. 15.47 ÍSLANDSMEISTARI (400m hlaup kvk)! Þriðju verðlaunin í hús hjá Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH. Arna hefur betur í baráttunni gegn Anítu Hinriksdóttur og kemur í mark í 400 metra hlaupinu á 54,54 sekúndum. Aníta er í öðru sæti á 55,26 sekúndum. Þær voru langt á undan næstu keppendum en Hrafnhildur Ólafsdóttir úr FH varð þriðja á 68,95 sekúndum. Arna Stefanía er nú búin að vinna gull í 100 metra grindahlaupi, gull í 400 metra hlaupi og brons í spjótkasti.Hulda Þorsteinsdóttir vippar sér yfir 4,22 í Kópavoginum í dag.vísir/anton brink15.44 ÍSLANDSMEISTARI (stangarstökk kvk)! Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR vann öruggan sigur í stangarstökki kvenna, en hún stökk hæst 4,22 metra. Best á hún 4,30 metra. Auður María Óskarsdóttir úr ÍR varð önnur með 3,32 metra stökk og Rakel Ósk Dýrfjörð úr UFA fékk brons með stökki upp á 3,12 metra. 15.40 "Ég var nánast með tárin í augunum eftir langstökkið þannig það var erfitt að gíra sig upp í 100 metrana," segir Hafdís Sigurðardóttir um gullin tvö í viðtali við Vísi. 15.32 ÍSLANDSMEISTARI (400 m hlaup kk)! Kormákur Ari Hafliðason úr FH vinnur gull í 400 metra hlaupi karla. Hann hljóp á 48,84 sekúndum og var á undan Ívari Kristni Jasonarsyni úr ÍR sem kom í mark á 48,91 sekúndum. Kristinn Þór Kristinsson úr HSK/Selfossi varð þriðji á 50,42 sekúndum.Ásdís gerði tvisvar sinnum gilt í dag og vann örugglega.vísir/Anton brink15.25 ÍSLANDSMEISTARI (spjótkast kvk)! Ásdís Hjálmsdóttir vinnur öruggan sigur í spjótkasti kvenna eins og búist var við. Hún náði aðeins tveimur gildum köstum í dag, en það lengsta var 55,38 metrar. Hún gerði síðustu þrjú köstin viljandi ógild. María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð í öðru sæti með kast upp á 44,18 metra og Arna Stefanía Guðmundsdóttir bætti sinn besta árangur og náði bronsi með 42,71 metra kasti. Önnu verðlaun Örnu í dag en hún fékk gull í 100 metra grindahlaupi. 15.19 ÍSLANDSMEISTARI (hástökk kk)! Stefán Þór Jósefsson úr UFA er Íslandsmeistari í hástökki karla. Hann stökk hæst 1,82 metra líkt og Jón Gunnar Björnsson úr ÍR en í færri tilranum. Mikael Máni Freysson úr UÍA varð í þriðja sæti en hann stökk 1,72 metra. Hvorki Tristan Freyr Jónsson né Einar Daði Lárusson, sem skráðir voru til keppni, tóku þátt. 15.04 Ásdís nær fínu kasti um 55 metra en stígur yfir línuna og gerir viljandi ógilt. Hún virkar ekkert alltof sátt með þetta kast. 14.57 ÍSLANDSMEISTARI (100m hlaup kvk)! Hafdís Sigurðardóttir fær gull! Þessi stelpa er náttúrlega ekki hægt. Nýstigin upp úr sandgryfjunni með fyrsta gullið klárt mætir Hafdís til leiks í 100 metra hlaupið og pakkar því saman. Annað gullið á innan við fimm mínútum. Hún kemur í mark á 12,02 sekúndum. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr UFA er önnur á 12,50 sekúndum og Andrea Torfadóttir úr FH fær brons en hún rennur skeiðið á 12,67 sekúndum. 14.51 Keppni í 100 metra hlaupi kvenna fer að hefjast þar sem Hafdís er á meðal keppenda, aðeins nokkrum mínútum eftir að vinna langstökkið.Hafdís Sigurðardóttir lendir í gryfjunni á Kópavogsvelli í dag.vísir/anton brink14.50 ÍSLANDSMEISTARI (langstökk kvk)! Hafdís Sigurðardóttir vinnur öruggan sigur í langstökki kvenna og fær enn ein gullverðlaunin á Meistaramóti. Hún stökk lengst 6,39 metra og var ansi langt frá HM-lágmarkinu sem er 6,70 metrar. Hún vann engu að síður öruggan sigur, en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/SElfossi varð önnur með stökk upp á 5,30 metra og Helga Margrét Haraldsdóttir fékk brons með 5,25 metra stökki. Helga bætti sinn besta árangur.Kolbeinn Höður kemur fyrstur í mark í 100 metra hlaupi karla.vísir/anton brink14.47 ÍSLANDSMEISTARI (100m hlaup kk)! Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA er Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi karla. Hann kemur fyrstur í mark á 10,92 sekúndum í góðu og spennandi hlaupi í seinni riðlinum. Ari Bragi Kárason úr FH er annar á 10,95 sekúndum og Juan Ramon Borges Bosque, einnig úr FH, fær brons með hlaup upp á 10,99 sekúndur. Gaman að sjá þrjá fara undir ellefu sekúndurnar. Virkilega gott hlaup. 14.36 Keppendur í 100 metra hlaupi karla eru að gera sig klára. Fyrri riðilinn hleypur eftir nokkrar mínútur. Hlaupið er í tveimur riðlum í úrslitunum en besti tíminn gildir til sigurs. Öllum sleggjunum er þó raðað upp í seinni riðilinn. Þar hlaupa Kolbeinn Höður, Ari Bragi Kárason og Juan Ramon Borges t.a.m. 14.24 Spjótkastkeppni kvenna er hafin. Ásdís byrjar á að kasta undir 50 metrum. Það er engin skráning sjáanleg fyrir áhorfendur eða blaðamenn. 14.22 Ekki verður hægt að fara í verðlaunaafhendingu fyrir sleggjukast karla strax þar sem Hilmar Örn er í lyfjaprófi. Það fær engin verðlaun fyrr en hann er búinn að létta á sér. 14.18 Keppendur í 3.000 metra hindrunahlaupi karla eru byrjaðir að gera sig klára og þá er fyrri umferðin í langstökki kvenna búin. Nú halda þær átta bestu áfram.Hilmar Örn Jónsson kastar sleggjunni í Kópavoginum í dag.vísir/anton14.17 ÍSLANDSMEISTARI (sleggjukast kk)! Hilmar Örn Jónsson úr FH vinnur öruggan sigur í sleggjukasti. Hann bætir sinn besta árangur og kastar lengst 69,79 metra. Glæsilega gert! Kastsería hans var: Ógilt - Ógilt - 66,34 - 69,79 - 67,77 - 69,38. Stefán Árni Hafsteinsson úr ÍR varð annar með kast upp á 56,51 metra og Vilhjálmur Árni Garðarsson úr FH fékk brons, en hann kastaði lengst 53,34 metra. 14.04 Hafdís Sigurðardóttir fær áhorfendur sem mættir eru að fylgjast með langstökkinu til að klappa sig í gang fyrir næsta stökk. Það skilar smá bætingu, en hún stekkur nú 6,39 metra. 14.00 Stelpurnar sem keppa í spjótkasti kvenna eru byrjaðar að gera sig klárar. Drottningin sjálf, Ásdís Hjálmsdóttir, er mætt til leiks og virðist ansi einbeitt. Hún nýtir kringlukastbúrið til að gera allskonar upphitunaræfingar með teygju eins og pabbi Jerry Seinfeld með hurðarhúninn hér um árið. 13.51 Hafdís var að stökkva aftur en það er styttra en áðan. Nú stekkur hún 6,34 metra.Guðmundur Heiðar kemur fyrstur í mark í 110 metra grindahlaupi karla.vísir/anton brink13.46 ÍSLANDSMEISTARI (100 grind kvk)! Arna Stefanía Guðmundsdóttir er öruggur sigurvegari í 100 metra grindahlaupi kvenna. FH-ingurinn rennur skeiðið á 14,14 sekúndum og er rúmri sekúndu á undan Fjólu Signýju Hannesdóttur úr HSK/Selfossi. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS fær brons, en hún hljóp á 15,74 sekúndum. Virkilega glæsilegt hlaup á Örnu Stefaníu sem stakk allar stúlkurnar af á fyrstu grind. 13.39 Langstökk kvenna er hafið og fyrsta stökk Hafdísar Sigurðardóttur er 6,38 metrar. Hún þarf að gera mun betur ætli hún að komast til Peking en fín byrjun engu að síður. 13.34 ÍSLANDSMEISTARI (110 grind kk)! Guðmundur Heiðar Guðmundsson úr FH er Íslandsmeistari 2015 í 110 metra grindahlaupi karla. Hann kom í mark á 15,27 sekúndum, hársbreidd á undan Ísak Óla Traustasyni úr UMSS sem varð annar á 15,63 sekúndum. Árni Björn Höskuldsson úr FH varð þriðji á 16,27 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR, sem var sigurstranglegastur fyrir mótið, keppti ekki og ekki heldur Tristan Freyr Jónsson sem tognaði aftan í læri fyrr í dag. 13.24 "Ég set stefnuna á það, að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. 13.13 Má auðvitað bæta við að kastið hjá Vigdísi upp á 55,07 metra er nýtt mótsmet. Hún bætti Söndru Pétursdóttur úr ÍR frá 2009 um rúma tvo metra en gamla metið voru 52,96 metrar.Vigdís Jónsdóttir vann fyrstu gullverðlaun dagsins.vísir/anton brink13.05 ÍSLANDSMEISTARI (sleggjukast kvk)! Vigdís Jónsdóttir úr FH er Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna. Hún kastaði lengst 55,07 metra en kastsería hennar var: 49,24 - 52,42 - 52,99 - 53,43 - 51,83 - 55,07. María Ósk Felixdóttir úr ÍR fékk silfur en hún kastaði lengst 47,41 metra og bronsið fær Eir Starradóttir úr UMSE, en hún kastaði lengst 46,86 metra. 13.00 Sleggjukasti kvenna er lokið og nú bíðum við bara eftir tölunum. Það verður ekki allt uppfært í rauntíma fyrr en allt fer af stað hér eftir hálftíma. Vigdís hafði engu að síður sigur en við staðfestum það eins fljótt og auðið er. Strákarnir sem keppa í sleggjukasti karla eru að gera sig klára en þeir hefja leik 13.30. 12.45 Sleggjukastið er það eina sem er í gangi núna áður en fjörið fer almennilega af stað klukkan 13.30. Vigdís er að setja sleggjuna reglulega rétt yfir 50 metrana og á sigur vísan. Sleggjukastið fer fram á kastsvæðinu hér fyrir aftan Kópavogsvöllinn en á aðalvellinum er verið að veita fyrstu verðlaunin í flokki fatlaða. Íslandsmót fatlaðra fer fram samhliða Meistaramótinu að þessu sinni. 12.35 Vigdís var að setja annað kast yfir 50 metrana. Búið er að fækka keppendum fyrir síðustu köstin og barist er um verðlaun núna. Hvert kast er ekki uppfært þannig við erum ekki með neinar nákvæmar tölur en Vigdís er í forystu eftir því sem best er vitað. 12.17 Það varð örlítil töf á sleggjukastinu því ein stúlkan hamraði svo fast í slá í búrinu að ein hlið þess féll saman. Jón Arnar Magnússon, tvöfaldur Íþróttamaður ársins, klifraði bara upp búrið eins og köttur og lagaði þetta á núll einni. "Mamma, kallinn er að klifra! Má það?" spurði einn ungur frjálsíþróttaáhugamaður hér á svæðinu þegar hann sá Jón skjótast upp búrið. 12.11 Vigdís var að negla sleggjunni yfir 50 metra og kastið gilt. Það fer vel um stelpurnar og aðra keppendur í veðurblíðunni hér í Kópavogi. Íslandsmet Vigdísar frá því í maí í ár eru 58,43 metrar. Kastið var ekki nálægt því þó það var gott. 12.07 Keppni í sleggjukasti kvenna er farin af stað þar sem búist er við öruggum sigri Vigdísar Jónsdóttur úr FH. Hún kastaði sleggjunni lang lengst í fyrstu umferð en kastið var ógilt þar sem hún hitti ekki geirann. 12.00 Það er nóg að gera hjá UFA-stjörnunni Hafdísi eins og alltaf á þessum mótum. Áður en klukkan slær hádegi er hún einnig búin að pakka sínum undanriðli í 100 metra hlaupi saman á 12,14 sekúndum. Hún var langfyrst en samt engir Bolt-stælar - það var hlaupið alla leið í mark. 12:00 Eins og við mátti búast var með Hafdís Sigurðardóttir með lengsta stökkið í forkeppni langstökks kvenna. Hún stökk lengst 6,15 metra. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi náði næstlengsta stökkinu eða 5,20 metrum. Þær tólf bestu frá forkeppninni hefja leik í úrslitum klukkan 13.30. Vonast er til að Hafdís negli þetta í dag og nái HM-lágmarki sem eru 6,70 metrar. Hún þyrfti þá að bæta sig töluvert en Íslandsmet hennar eru 6,45 metrar í +1,9 meðvindi.12.00 Góðan daginn og velkomin með Vísi á Kópavogsvöll þar sem 89. Meistaramót Íslands er hafið. Í morgun voru undanrásir í langstökki kvenna og karla og 100 metra hlaupi karla og kvenna. Fyrstu úrslitin hefjast nú á hádegi þegar stelpurnar í sleggjukastinu fara af stað.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Leik lokið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira