Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Leiknir 4-2 | Nýliðarnir gáfu FH leik í Kaplakrika Árni Jóhannsson í Kaplakrika skrifar 31. maí 2015 18:30 Bjarni Þór Viðarsson hefur verið í byrjunarliði FH í síðustu þremur leikjum liðsins. vísir/stefán FH náði að sigla í höfn tveggja marka sigri á ferskum nýliðum Leiknis í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 og skoraði Steven Lennon þrjú mörk fyrir FH og var maður leiksins. Leiknir getur verið stoltur en þeir veittu FH leik í kvöld. Leiknismenn voru ívið meira með boltann fyrstu mínútur leiksins en heimamenn komust yfir með marki Steven Lennon á 6. mínútu leiksins og það kom eiginlega upp úr engu. Boltanum var sparkað fram völlinn þar sem Atli Viðar skallaði boltann niður á nafna sinn Guðnason sem sendi hann á Lennon sem setti boltann yfir markvörð gestanna úr þröngu færi. Vel útfærð sókn. Það tók gestina 13 mínútur að jafan metin en Atli Arnarson átti skot í stöng FH-inga og var boltanum síðan komið aftur fyrir endamörk. Hornspyrnuna tók Hilmar Árni Halldórsson og hitti hann pönnuna á fyrirliða sínum Ólafi Hrannari Kristjánssyni sem stýrði boltanum í net heimamanna. Leikurinn var orðinn mjög fjörugur eftir rólegar upphafsmínútur og til að mynda björguðu heimamenn á línu frá Halldóri Halldórssyni sem náði skoti á markið eftir atgang í teig heimamanna. FH-ingar eru gott fótboltalið og sýndu þeir það mínútu eftir að hafa bjargað því þeir komust yfir og þar með refsuðu þeir gestunum fyrir að nýta ekki færi sem þeir fengu. Aftur var Lennon á ferðinni en markið var skondið. Hann hafði dottið á rassinn í teignum en náði valdi á boltanum og setti hann yfir sig í mark gestanna. Leikurinn róaðist þá aftur seinasta korterið og gerðist fátt markvert. Lennon hótaði því samt að setja þriðja mark sitt en hann átti tvö góð færi til þess. Heimamenn byrjuðu ögn betur í seinni hálfleik og strax þegar fjórar mínútur voru liðnar þá var FH búið að eiga tvö færi í sömu sókn og voru þar á ferðinni Atli Guðnason og Steven Lennon. Þeir nýttu færin hinsvegar ekki og því enn 2-1. Leikurinn var í rólegri kantinum alveg þangað til á 66. mínútu þegar Atli Guðnason tvöfaldaði forskot heimamanna eftir að Steven Lennon, sem var besti maður vallarins, hafði sent hann einn í gegn. Þarna hélt blaðamaður að leiknum væri lokið og að FH-ingar myndu sigla stigunum þremur örugglega í höfn. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Fimm mínútum síðar eða á 71. mínútu skoraði Hilmar Árni Halldórsson mark en Kristján Páll Jónsson hafði gefið stoðsendingu á hann eftir að varnarmaður FH hafði gefið slæma sendingu sem hafnaði í fótum Kristjáns. Hilmar gerði vel í klára færið og var þetta því aftur orðinn leikur. Gestirnir reyndu að pressa á heimamenn en áttu í erfiðleikum með að opna FH-inga og skapa sér góð færi en mikill hugur var í Leiknismönnum. FH-ingar náðu að verjast sóknarlotum þeirra ágætlega og halda sér þannig í forystu. Steven Lennon skoraði síðan sitt þriðja mark og það fjórða hjá FH-ingum þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna. Hann hafði fiskað vítið sjálfur og kláraði það sjálfur og var hann vel að því kominn enda búinn að eiga flottan leik og hefði getað verið búinn að klára þrennuna í fyrri hálfleik. FH-ingar sýndu svokallaða meistaratakta í leiknum í kvöld, það er að segja, þeir spiluðu ekki vel en náðu að klára færin sín og þannig leikinn. Leiknismenn geta síðan gengið stoltir frá borði enda sýndu þeir að þeir eiga erindi í deild hinna bestu hér í kvöld.Freyr Alexandersson: Margt mjög jákvætt hjá okkur Þjálfari Leiknis sagði að sínir menn hefðu getað verið kaldari í sínum aðgerðum þá sérstaklega í lok leiks en þá hefðu þeir getað fengið meira út úr leiknum á móti FH heldur en núll stig. Hann var engu að síður ánægður með sína menn. „Við erum komnir til að vera það er alveg á hreinu, við sýnum FH-ingum virðingu að því leytinu til að við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir leikinn. FH er eitt af þremur bestu liðum deildarinnar og með frábært þjálfarateymi sem búið er að vera hér lengi. Þetta var samt ekki niðurstaðan sem við ætluðum okkur í dag.“ Freyr var spurður hvort stigasöfnun framan af móti væri á pari við væntingarnar sem Leiknismenn höfðu sett fyrir mót. „Við erum tveimur stigum frá þeim væntingum sem við höfðum sett fyrir mót í stigasöfnun. Við erum síðan með önnur markmið varðandi fleiri hluti, þeir skoruðu fjögur mörk á okkur í dag og þar af leiðandi töpum við einu markmiði þar. Við ætluðum okkur fleiri stig en erum nálægt því og erum að spila vel líka og búnir að komast yfir smá skakkaföll. Það er því margt mjög jákvætt hjá okkur.“Heimir Guðjónsson: Spiluðum ekki vel en sýndum þrautseigju „Mér fannst við ekki spila neitt sérstaklega í þessum leik, við sýndum hinsvegar ákveðna þrautseigju og náðum að landa þessum stigum“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara FH eftir sigur sinna manna í kvöld. Hann var spurður út í þessa þrautseigju og eiginleika liðsinsa að refsa öðrum liðum ef þau nýta ekki færin sín. „Mér fannst þeir vera hættulegir í föstum leikatriðum sem við höfðum þó undirbúið okkur undir. Það gekk samt ekki nógu vel fannst mér. Við erum með gott lið með leikmenn sem geta refsað liðum. Eins og Steven Lennon sem er frábær fótboltamaður, hann var búinn að skora eitt mark og bætti í sarpinn í dag og það vonandi hjálpar honum í framhaldinu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH náði að sigla í höfn tveggja marka sigri á ferskum nýliðum Leiknis í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 og skoraði Steven Lennon þrjú mörk fyrir FH og var maður leiksins. Leiknir getur verið stoltur en þeir veittu FH leik í kvöld. Leiknismenn voru ívið meira með boltann fyrstu mínútur leiksins en heimamenn komust yfir með marki Steven Lennon á 6. mínútu leiksins og það kom eiginlega upp úr engu. Boltanum var sparkað fram völlinn þar sem Atli Viðar skallaði boltann niður á nafna sinn Guðnason sem sendi hann á Lennon sem setti boltann yfir markvörð gestanna úr þröngu færi. Vel útfærð sókn. Það tók gestina 13 mínútur að jafan metin en Atli Arnarson átti skot í stöng FH-inga og var boltanum síðan komið aftur fyrir endamörk. Hornspyrnuna tók Hilmar Árni Halldórsson og hitti hann pönnuna á fyrirliða sínum Ólafi Hrannari Kristjánssyni sem stýrði boltanum í net heimamanna. Leikurinn var orðinn mjög fjörugur eftir rólegar upphafsmínútur og til að mynda björguðu heimamenn á línu frá Halldóri Halldórssyni sem náði skoti á markið eftir atgang í teig heimamanna. FH-ingar eru gott fótboltalið og sýndu þeir það mínútu eftir að hafa bjargað því þeir komust yfir og þar með refsuðu þeir gestunum fyrir að nýta ekki færi sem þeir fengu. Aftur var Lennon á ferðinni en markið var skondið. Hann hafði dottið á rassinn í teignum en náði valdi á boltanum og setti hann yfir sig í mark gestanna. Leikurinn róaðist þá aftur seinasta korterið og gerðist fátt markvert. Lennon hótaði því samt að setja þriðja mark sitt en hann átti tvö góð færi til þess. Heimamenn byrjuðu ögn betur í seinni hálfleik og strax þegar fjórar mínútur voru liðnar þá var FH búið að eiga tvö færi í sömu sókn og voru þar á ferðinni Atli Guðnason og Steven Lennon. Þeir nýttu færin hinsvegar ekki og því enn 2-1. Leikurinn var í rólegri kantinum alveg þangað til á 66. mínútu þegar Atli Guðnason tvöfaldaði forskot heimamanna eftir að Steven Lennon, sem var besti maður vallarins, hafði sent hann einn í gegn. Þarna hélt blaðamaður að leiknum væri lokið og að FH-ingar myndu sigla stigunum þremur örugglega í höfn. Annað átti þó eftir að koma á daginn. Fimm mínútum síðar eða á 71. mínútu skoraði Hilmar Árni Halldórsson mark en Kristján Páll Jónsson hafði gefið stoðsendingu á hann eftir að varnarmaður FH hafði gefið slæma sendingu sem hafnaði í fótum Kristjáns. Hilmar gerði vel í klára færið og var þetta því aftur orðinn leikur. Gestirnir reyndu að pressa á heimamenn en áttu í erfiðleikum með að opna FH-inga og skapa sér góð færi en mikill hugur var í Leiknismönnum. FH-ingar náðu að verjast sóknarlotum þeirra ágætlega og halda sér þannig í forystu. Steven Lennon skoraði síðan sitt þriðja mark og það fjórða hjá FH-ingum þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna. Hann hafði fiskað vítið sjálfur og kláraði það sjálfur og var hann vel að því kominn enda búinn að eiga flottan leik og hefði getað verið búinn að klára þrennuna í fyrri hálfleik. FH-ingar sýndu svokallaða meistaratakta í leiknum í kvöld, það er að segja, þeir spiluðu ekki vel en náðu að klára færin sín og þannig leikinn. Leiknismenn geta síðan gengið stoltir frá borði enda sýndu þeir að þeir eiga erindi í deild hinna bestu hér í kvöld.Freyr Alexandersson: Margt mjög jákvætt hjá okkur Þjálfari Leiknis sagði að sínir menn hefðu getað verið kaldari í sínum aðgerðum þá sérstaklega í lok leiks en þá hefðu þeir getað fengið meira út úr leiknum á móti FH heldur en núll stig. Hann var engu að síður ánægður með sína menn. „Við erum komnir til að vera það er alveg á hreinu, við sýnum FH-ingum virðingu að því leytinu til að við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir leikinn. FH er eitt af þremur bestu liðum deildarinnar og með frábært þjálfarateymi sem búið er að vera hér lengi. Þetta var samt ekki niðurstaðan sem við ætluðum okkur í dag.“ Freyr var spurður hvort stigasöfnun framan af móti væri á pari við væntingarnar sem Leiknismenn höfðu sett fyrir mót. „Við erum tveimur stigum frá þeim væntingum sem við höfðum sett fyrir mót í stigasöfnun. Við erum síðan með önnur markmið varðandi fleiri hluti, þeir skoruðu fjögur mörk á okkur í dag og þar af leiðandi töpum við einu markmiði þar. Við ætluðum okkur fleiri stig en erum nálægt því og erum að spila vel líka og búnir að komast yfir smá skakkaföll. Það er því margt mjög jákvætt hjá okkur.“Heimir Guðjónsson: Spiluðum ekki vel en sýndum þrautseigju „Mér fannst við ekki spila neitt sérstaklega í þessum leik, við sýndum hinsvegar ákveðna þrautseigju og náðum að landa þessum stigum“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara FH eftir sigur sinna manna í kvöld. Hann var spurður út í þessa þrautseigju og eiginleika liðsinsa að refsa öðrum liðum ef þau nýta ekki færin sín. „Mér fannst þeir vera hættulegir í föstum leikatriðum sem við höfðum þó undirbúið okkur undir. Það gekk samt ekki nógu vel fannst mér. Við erum með gott lið með leikmenn sem geta refsað liðum. Eins og Steven Lennon sem er frábær fótboltamaður, hann var búinn að skora eitt mark og bætti í sarpinn í dag og það vonandi hjálpar honum í framhaldinu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira