Guðmundur bætti stöðu sína á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar 31. maí 2015 13:45 Guðmundur Ágúst er að gera góða hluti í háskóladeildinni í Bandaríkjunum. MYND/EAST TENNESSEE STATE Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira