Russel Knox sigraði í Kína með smá hjálp frá eiginkonunni Kári Örn Hinriksson skrifar 8. nóvember 2015 18:15 Andrea og Russel Knox gerðu góða ferð til Kína saman. Getty Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Skotinn Russel Knox tryggði sér sinn fyrsta sigur í móti á PGA-mótaröðinni í golfi í nótt en hann lék best allra á HSBC-Heimsmótinu sem fram fór á Sheshan vellinum í Kína. Knox lék lokahringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og lauk leik á 20 höggum undir pari. Það dugði til þess að taka fram úr Kevin Kisner sem hafði leitt mótið nánast frá byrjun en hann þurfti að sætta sig við annað sætið á 18 höggum undir pari eftir að hafa fatast flugið á lokahringnum. Leið Knox að sigrinum var ekki bein og greið heldur fékk hann aðeins að vita að hann hefði fengið þátttökurétt í mótið með viku fyrirvara. Þá þurfti hann að útvega sér vegabréfsáritun til Kína sem getur verið töluvert vesen en hann komst þó á keppnisstað degi fyrir mótið og náði að taka einn æfingahring með eiginkonu sinni sem tók að sér að kylfusvein fyrir sinn mann. Fyrir sigurinn fær þessi geðþekki kylfingur rúmlega 180 milljónir króna í sinn hlut ásamt þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Mörg stór nöfn enduðu meðal 20 efstu í mótinu án þess þó að hafa blandað sér í toppbaráttuna en þar má helst nefna Jordan Spieth, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Sergio Garcia og Rory McIlroy. Bestu kylfingar heims verða flestir áfram í Kína en í næstu viku hefst BMW Masters í Shanghai sem er eitt stærsta og veglegasta mót ársins á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira