„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 18:51 Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar. Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar búa í Vesturbænum í Reykjavík. Þau eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya-múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust. Mamma Mansoors þekkti fólk sem starfar á eins konar hjónabandsdeild í samfélagi þeirra. Þau vissu af ólofaðri stúlku og mæður Mahdyu og Mansoors voru kynntar fyrir hvor annarri. Fjölskylda Mansoors á Englandi hitti síðan Mahdyu. „Ég talaði við mömmu hans og sagði henni hvernig manneskja ég væri. Mamma mín talaði við hana. Við ræddum persónuleika okkar, viðhorf, menntun og hvort okkur gæti komið vel saman,“ segir Mahdya og heldur áfram: „Þetta geta foreldrar rætt. Í stað þess að við reynum að fela eitthvað fyrir hvort öðru, foreldrarnir eru mjög opnir.“ Mansoor og Mahdya kynntust svo og ákváðu hvort þau vildu taka næsta skref. Þau spjölluðu saman í gegnum síma og Skype þar sem Mahdya bjó enn á Englandi. „Ég man eftir fyrstu skilaboðunum sem ég sendi henni til að kynna mig. „Þú tekur þessa ákvörðun ef þú ert alveg sátt,““ segir Mansoor. „Þá skipti ég um skoðun og leið betur,“ segir Mahdya. „Maður verður hræddur við einhvern sem hefur stundað trúboð í sjö ár og er mjög trúaður. Við þekkjum dæmi í okkar menningu um trúaða menn sem aðhyllast öfga. En mér líður vel. Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins.“ Rætt var við Mansoor og Mahdya í síðari þætti af Múslimunum okkar sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöld. Fyrri hluta þáttarins má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar búa í Vesturbænum í Reykjavík. Þau eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya-múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust. Mamma Mansoors þekkti fólk sem starfar á eins konar hjónabandsdeild í samfélagi þeirra. Þau vissu af ólofaðri stúlku og mæður Mahdyu og Mansoors voru kynntar fyrir hvor annarri. Fjölskylda Mansoors á Englandi hitti síðan Mahdyu. „Ég talaði við mömmu hans og sagði henni hvernig manneskja ég væri. Mamma mín talaði við hana. Við ræddum persónuleika okkar, viðhorf, menntun og hvort okkur gæti komið vel saman,“ segir Mahdya og heldur áfram: „Þetta geta foreldrar rætt. Í stað þess að við reynum að fela eitthvað fyrir hvort öðru, foreldrarnir eru mjög opnir.“ Mansoor og Mahdya kynntust svo og ákváðu hvort þau vildu taka næsta skref. Þau spjölluðu saman í gegnum síma og Skype þar sem Mahdya bjó enn á Englandi. „Ég man eftir fyrstu skilaboðunum sem ég sendi henni til að kynna mig. „Þú tekur þessa ákvörðun ef þú ert alveg sátt,““ segir Mansoor. „Þá skipti ég um skoðun og leið betur,“ segir Mahdya. „Maður verður hræddur við einhvern sem hefur stundað trúboð í sjö ár og er mjög trúaður. Við þekkjum dæmi í okkar menningu um trúaða menn sem aðhyllast öfga. En mér líður vel. Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins.“ Rætt var við Mansoor og Mahdya í síðari þætti af Múslimunum okkar sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöld. Fyrri hluta þáttarins má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09