„Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2015 18:51 Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar. Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar búa í Vesturbænum í Reykjavík. Þau eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya-múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust. Mamma Mansoors þekkti fólk sem starfar á eins konar hjónabandsdeild í samfélagi þeirra. Þau vissu af ólofaðri stúlku og mæður Mahdyu og Mansoors voru kynntar fyrir hvor annarri. Fjölskylda Mansoors á Englandi hitti síðan Mahdyu. „Ég talaði við mömmu hans og sagði henni hvernig manneskja ég væri. Mamma mín talaði við hana. Við ræddum persónuleika okkar, viðhorf, menntun og hvort okkur gæti komið vel saman,“ segir Mahdya og heldur áfram: „Þetta geta foreldrar rætt. Í stað þess að við reynum að fela eitthvað fyrir hvort öðru, foreldrarnir eru mjög opnir.“ Mansoor og Mahdya kynntust svo og ákváðu hvort þau vildu taka næsta skref. Þau spjölluðu saman í gegnum síma og Skype þar sem Mahdya bjó enn á Englandi. „Ég man eftir fyrstu skilaboðunum sem ég sendi henni til að kynna mig. „Þú tekur þessa ákvörðun ef þú ert alveg sátt,““ segir Mansoor. „Þá skipti ég um skoðun og leið betur,“ segir Mahdya. „Maður verður hræddur við einhvern sem hefur stundað trúboð í sjö ár og er mjög trúaður. Við þekkjum dæmi í okkar menningu um trúaða menn sem aðhyllast öfga. En mér líður vel. Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins.“ Rætt var við Mansoor og Mahdya í síðari þætti af Múslimunum okkar sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöld. Fyrri hluta þáttarins má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hjónin Mansoor Ahmad Malik og Mahdya Umar búa í Vesturbænum í Reykjavík. Þau eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya-múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust. Mamma Mansoors þekkti fólk sem starfar á eins konar hjónabandsdeild í samfélagi þeirra. Þau vissu af ólofaðri stúlku og mæður Mahdyu og Mansoors voru kynntar fyrir hvor annarri. Fjölskylda Mansoors á Englandi hitti síðan Mahdyu. „Ég talaði við mömmu hans og sagði henni hvernig manneskja ég væri. Mamma mín talaði við hana. Við ræddum persónuleika okkar, viðhorf, menntun og hvort okkur gæti komið vel saman,“ segir Mahdya og heldur áfram: „Þetta geta foreldrar rætt. Í stað þess að við reynum að fela eitthvað fyrir hvort öðru, foreldrarnir eru mjög opnir.“ Mansoor og Mahdya kynntust svo og ákváðu hvort þau vildu taka næsta skref. Þau spjölluðu saman í gegnum síma og Skype þar sem Mahdya bjó enn á Englandi. „Ég man eftir fyrstu skilaboðunum sem ég sendi henni til að kynna mig. „Þú tekur þessa ákvörðun ef þú ert alveg sátt,““ segir Mansoor. „Þá skipti ég um skoðun og leið betur,“ segir Mahdya. „Maður verður hræddur við einhvern sem hefur stundað trúboð í sjö ár og er mjög trúaður. Við þekkjum dæmi í okkar menningu um trúaða menn sem aðhyllast öfga. En mér líður vel. Hann veit að í íslam ræður konan líka og hana á ekki að neyða til neins.“ Rætt var við Mansoor og Mahdya í síðari þætti af Múslimunum okkar sem sýndur var á Stöð 2 á mánudagskvöld. Fyrri hluta þáttarins má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00 Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24 Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46 Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00 „Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi "Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur. 7. mars 2015 12:00
Múslimarnir okkar: „Þurfum að óttast hægrisinnaðan þjóðernishroka“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tók þátt í umræðum um þann ótta sem virðist hafa sprottið upp á Íslandi í garð múslima sem búa hér. 9. mars 2015 14:24
Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. 2. mars 2015 17:46
Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum "Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. 8. mars 2015 17:00
„Ég vil vernda þetta friðsæla, einsleita samfélag sem við búum í“ Gústaf Níelsson var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar innflytjendamál við hlustendur sem hringdu inn. 10. mars 2015 11:09