Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á tjóni sem ung kona varð fyrir í Byrginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 12:55 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. vísir/egill/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar. Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu ungrar konu sem vistuð var á meðferðarheimilinu Byrginu. Konan var vistuð í Byrginu þegar hún var ólögráða og varð fyrir gríðarlega miklu tjóni af vistun og meðferð þeirri sem forstöðumaður Byrgisins, Guðmundur Jónsson, viðhafði. Konan sagði að varanleg örorka hennar sé bein afleiðing þeirrar meðferðar hún varð fyrir við vistunina í Byrginu og að íslenska ríkið eigi sök á því að hún hafi verið vistuð þar og jafnframt því að sú meðferð sem hún hafi sætt í Byrginu hafi verið látin viðgangast.Barnaverndarstofa bar ekki ábyrgð Konan studdi meðal annars kröfu sína um viðurkenningu bótaskyldu íslenska ríkisins í fyrsta lagi við það að Barnaverndarstofa, sem rekin er á ábyrgð ríkisins, hafi samþykkt að konan yrði vistuð í Byrginu. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þessari fullyrðingu. Í málinu lá fyrir staðfesting Barnaverndarstofu á því að starfsemi Byrgisins væri með öllu óviðkomandi Barnaverndarstofu. Samkvæmt dómnum hafði Byrgið hvorki leyfi Barnaverndarstofu til að taka einstaklinga undir átján ára aldri til meðferðar né hafði Barnaverndarstofa eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, sem ekki var rekið samkvæmt barnaverndarlögum. Í dómnum kemur fram að konan hafi hvorki með gögnum né öðrum hætti hnekkt þessum upplýsingum frá Barnaverndarstofu.Landlæknir bar ekki ábyrgð Þá byggði konan kröfu sína á því að Byrgið hafi verið sjúkrastofnun sem fallið hafi undir ákvæði þágildandi laga um heilbrigðisþjónustu og fallið undir eftirlit landlæknisembættisins sem hefði brugðist eftirlitshlutverki sínu. Í dómnum kemur fyrir að Byrgið var ekki sjúkrastofnun og féll því ekki undir eftirlit landlæknisembættisins og hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur að landlæknir hefði gerst sekur um vanrækslu.Barnaverndaryfirvöld báru ekki ábyrgð Konan byggði einnig stefnu sína á því að hún hafi verið barn að aldri þegar hún var fyrst vistuð í Byrginu og hafi því Barnaverndaryfirvöld ákveðið að vista hana á meðferðarheimili sem ekkert eftirlit var með. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði hins vegar konuna ekki hafa fært fram nokkur gögn til stuðnings þeirri fullyrðingu að barnaverndaryfirvöld hafi átt þátt í þeirri ákvörðun forsjármanns hennar að vista hana í Byrginu.Íslenska ríkið bar ekki ábyrgð Þá taldi konan íslenska ríkið bera ábyrgð sem vinnuveitandi á tjóni sem starfsmenn þess valdi. Héraðsdómur Reykjavíkur segir hins vegar ekki um ráðningarsamband að ræða þannig að íslenska ríkið beri ábyrgð á störfum forstöðumanns Byrgisins eða lögbrotum sem vinnuveitandi hans. Var því íslenska ríkið sýkna af skaðabótakröfu konunnar.
Tengdar fréttir Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02 Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kona á þrítugsaldri sem var kynferðislega misnotuð af Guðmundi Jónssyni í Byrginu vill að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni. 10. febrúar 2015 13:02
Móðir Byrgisstúlku: „Hún var að drepa sig úr neyslu“ Pétur Hauksson, geðlæknir og fyrrverandi formaður Geðhjálpar, vakti athygli á óhefðbundnari starfsemi í Byrginu árið 2002 en þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 10. febrúar 2015 14:42