Hópfjármögnun: Hvers er að vænta? Jónas Þór Brynjarsson og Valdimar Gunnar Hjartarson skrifar 11. mars 2015 08:00 Undanfarin misseri hefur hópfjármögnun (e. crowdfunding) rutt sér til rúms hér á landi eins og annars staðar og hafa fjölmargir Íslendingar tekið þátt í verkefnum í gegnum Kickstarter, Indiegogo og hina íslensku hópfjármögnunarsíðu Karolina Fund. Hópfjármögnun er óhefðbundin fjármögnun að því leyti að hún veitir aðilum tækifæri til að nálgast hóp fjárfesta án milligöngu fjármálastofnana. Þetta höfðar einkum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri, eiga litlar eignir og hafa því takmarkaðan aðgang að hefðbundnum fjármögnunarleiðum svo sem lánastofnunum. Sem nýlegt dæmi um verkefni sem fjármagnað var hér á landi með hópfjármögnun eru kaup Sirkus Íslands á sirkustjaldi en það var fjármagnað með framlögum einstaklinga í gegnum Karolina Fund. Þeir sem lögðu verkefninu til fé fengu umbun í formi miða á sýningu Sirkus Íslands. Hópfjármögnun er almennt skipt í hópfjármögnun með framlögum (e. rewards- and donations based crowdfunding) og fjárfestingatengda fjármögnun (e. investment based crowdfunding). Fyrri flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og vænta ekki fjárhagslegrar umbunar í staðinn. Þeir fá þó í sumum tilvikum annars konar borgun, svo sem miða á sýningu, ef verkefnið heppnast. Síðari flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og fá það ýmist greitt til baka ef verkefnið heppnast, þ.e. hópfjármögnun með lánum, eða þeir eignast hlutdeild í verkefninu en það er kallað hópfjármögnun með fjárfestingu. Sá angi hópfjármögnunar sem flestir Íslendingar þekkja og fer fram í gegnum Karolina Fund fellur í flokk hópfjármögnunar með framlögum. Hér verður hins vegar stuttlega fjallað um helstu áhættur í tengslum við þann flokk fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar sem á sér stað með lánum.Áhugaverður angi hópfjármögnunar Fjárfestingatengd hópfjármögnun, hvort heldur sem er í formi lána eða með beinni fjárfestingu, hefur ekki enn náð fótfestu hérlendis. Þess leið hefur verið að ryðja sér til rúms annars staðar í Evrópu og má því telja að það sé aðeins spurning um tíma hvenær þessi tegund hópfjármögnunar birtist hér á landi. Þá má ekki gleyma því að internetið er án landamæra og því geta Íslendingar, líkt og aðrir, tekið þátt í erlendri hópfjármögnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Hópfjármögnun með lánum Hópfjármögnun með lánum er sem fyrr segir önnur tveggja tegunda fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar. Í þessari leið felst að hópur einstaklinga lánar fé til aðila, t.d. sprotafyrirtækis, gegn því að fá lánið endurgreitt, oftast með vöxtum. Lánveitingar sem þessar fara yfirleitt fram í gegnum milligönguaðila sem hefur það hlutverk að tengja saman lánveitanda og lántaka, t.d. hópfjármögnunarsíðu. Margvíslegar ástæður geta legið að baki því að einstaklingar og fyrirtæki vilji fjármagna sig á þennan hátt. Búast má við því að þau vaxtakjör sem bjóðast í þessum viðskiptum muni lækka eftir að lánþegar hafa byggt upp traust í gegnum fyrri verkefni. Á sama tíma opnast tækifæri fyrir fjárfesta sem vilja auka fjölbreytileika og áhættudreifingu í eignasafni sínu.Innbyggð áhætta Lánveitingum fylgir alltaf áhætta og þar eru lánveitingar í gegnum hópfjármögnun engin undantekning. Þannig er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að lánþegi geti ekki borgað lánið til baka eða að lánþegi veiti ekki réttar og áreiðanlegar upplýsingar um það verkefni sem um ræðir. Þá getur sú staða einnig komið upp að einstakir lánveitendur geti ekki greitt þann hluta lánveitingarinnar sem þeir hafa lofað. Þetta getur valdið því að lánþega tekst ekki að fjármagna verkefni sitt þrátt fyrir loforð um fjárframlög. Þá er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að bæði lánveitendur og lánþegar verði fyrir tjóni vegna háttsemi milligönguaðila. Þessi varnaðarorð þýða ekki að sniðganga eigi þessa tegund af hópfjármögnun með öllu en það er mikilvægt að þeir sem vilja skoða möguleikann á þessari leið séu meðvitaðir um að ekki er allt gull sem glóir og að í þessum viðskiptum, eins og öllum öðrum, þarf að hafa varann á.Áhættustýring Lánþegar og lánveitendur geta beitt ýmsum aðferðum til þess að stýra eða milda þá áhættu sem fylgt getur fjárfestingatengdri hópfjármögnun. Lykilatriði er að allir aðilar séu vakandi fyrir því að upplýsingagjöf sé rétt og áreiðanleg svo taka megi upplýstar ákvarðanir. Sem dæmi um þetta má nefna að lánveitendur ættu að gera ákveðnar lágmarkskröfur varðandi upplýsingagjöf á heimasíðu milligönguaðila um lántaka, verkefnið sem á að fjármagna og þær áhættur sem það felur í sér. Einnig ættu lánþegar að vera undir það búnir að einhver hluti lánveitenda geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar á hólminn er komið. Ef milligönguaðilar og verkefniseigendur vilja byggja upp traust almennings á þessari tegund fjármögnunar er mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram á skýran og skiljanlegan máta. Hér getur aukið fjármálalæsi almennings tvímælalaust skilað sér í formi gagnrýni og aðhalds, öllum aðilum til hagsbóta.Aðgerðir eftirlitsstjórnvalda Í nokkrum ríkjum Evrópu hafa eftirlitsstjórnvöld ákveðið að styðja við þá nýjung á fjármálamarkaði sem felst í hópfjármögnun. Þannig má nefna að í Bretlandi hafa eftirlitsstjórnvöld gefið út regluverk sem tilgreinir ákveðnar lágmarkskröfur til milligönguaðila og er ætlað að tryggja hagsmuni lánþega og lánveitenda. Kröfur þessar fjalla m.a. um aðgreiningu fjármuna, hæfni starfsmanna og innri eftirlitskerfi. Þá gera bresk eftirlitsstjórnvöld ákveðna kröfu um skýrslugjöf vegna starfsemi milligönguaðila. Hópfjármögnun getur bæði verið einfaldur og spennandi kostur til þess að taka þátt í nýjum verkefnum eða afurðum. Það er hins vegar mikilvægt að allir aðilar séu vakandi fyrir þeim áhættum sem þessu geta fylgt og takmarki þær eins og kostur er. Þá þarf að hafa í huga að starfsemi milligönguaðila lýtur ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Líkt og önnur eftirlitsstjórnvöld á evrópska efnahagssvæðinu er Fjármálaeftirlitið þó vakandi fyrir þróun mála og mun leitast við að upplýsa almenning um þá þróun eins og tilefni er til.Höfundar eru sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins og lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.Greinin birtist í tilefni Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur hópfjármögnun (e. crowdfunding) rutt sér til rúms hér á landi eins og annars staðar og hafa fjölmargir Íslendingar tekið þátt í verkefnum í gegnum Kickstarter, Indiegogo og hina íslensku hópfjármögnunarsíðu Karolina Fund. Hópfjármögnun er óhefðbundin fjármögnun að því leyti að hún veitir aðilum tækifæri til að nálgast hóp fjárfesta án milligöngu fjármálastofnana. Þetta höfðar einkum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri, eiga litlar eignir og hafa því takmarkaðan aðgang að hefðbundnum fjármögnunarleiðum svo sem lánastofnunum. Sem nýlegt dæmi um verkefni sem fjármagnað var hér á landi með hópfjármögnun eru kaup Sirkus Íslands á sirkustjaldi en það var fjármagnað með framlögum einstaklinga í gegnum Karolina Fund. Þeir sem lögðu verkefninu til fé fengu umbun í formi miða á sýningu Sirkus Íslands. Hópfjármögnun er almennt skipt í hópfjármögnun með framlögum (e. rewards- and donations based crowdfunding) og fjárfestingatengda fjármögnun (e. investment based crowdfunding). Fyrri flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og vænta ekki fjárhagslegrar umbunar í staðinn. Þeir fá þó í sumum tilvikum annars konar borgun, svo sem miða á sýningu, ef verkefnið heppnast. Síðari flokkurinn felur í sér að þátttakendur leggja til fé og fá það ýmist greitt til baka ef verkefnið heppnast, þ.e. hópfjármögnun með lánum, eða þeir eignast hlutdeild í verkefninu en það er kallað hópfjármögnun með fjárfestingu. Sá angi hópfjármögnunar sem flestir Íslendingar þekkja og fer fram í gegnum Karolina Fund fellur í flokk hópfjármögnunar með framlögum. Hér verður hins vegar stuttlega fjallað um helstu áhættur í tengslum við þann flokk fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar sem á sér stað með lánum.Áhugaverður angi hópfjármögnunar Fjárfestingatengd hópfjármögnun, hvort heldur sem er í formi lána eða með beinni fjárfestingu, hefur ekki enn náð fótfestu hérlendis. Þess leið hefur verið að ryðja sér til rúms annars staðar í Evrópu og má því telja að það sé aðeins spurning um tíma hvenær þessi tegund hópfjármögnunar birtist hér á landi. Þá má ekki gleyma því að internetið er án landamæra og því geta Íslendingar, líkt og aðrir, tekið þátt í erlendri hópfjármögnun að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Hópfjármögnun með lánum Hópfjármögnun með lánum er sem fyrr segir önnur tveggja tegunda fjárfestingatengdrar hópfjármögnunar. Í þessari leið felst að hópur einstaklinga lánar fé til aðila, t.d. sprotafyrirtækis, gegn því að fá lánið endurgreitt, oftast með vöxtum. Lánveitingar sem þessar fara yfirleitt fram í gegnum milligönguaðila sem hefur það hlutverk að tengja saman lánveitanda og lántaka, t.d. hópfjármögnunarsíðu. Margvíslegar ástæður geta legið að baki því að einstaklingar og fyrirtæki vilji fjármagna sig á þennan hátt. Búast má við því að þau vaxtakjör sem bjóðast í þessum viðskiptum muni lækka eftir að lánþegar hafa byggt upp traust í gegnum fyrri verkefni. Á sama tíma opnast tækifæri fyrir fjárfesta sem vilja auka fjölbreytileika og áhættudreifingu í eignasafni sínu.Innbyggð áhætta Lánveitingum fylgir alltaf áhætta og þar eru lánveitingar í gegnum hópfjármögnun engin undantekning. Þannig er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að lánþegi geti ekki borgað lánið til baka eða að lánþegi veiti ekki réttar og áreiðanlegar upplýsingar um það verkefni sem um ræðir. Þá getur sú staða einnig komið upp að einstakir lánveitendur geti ekki greitt þann hluta lánveitingarinnar sem þeir hafa lofað. Þetta getur valdið því að lánþega tekst ekki að fjármagna verkefni sitt þrátt fyrir loforð um fjárframlög. Þá er ekki hægt að útiloka möguleikann á því að bæði lánveitendur og lánþegar verði fyrir tjóni vegna háttsemi milligönguaðila. Þessi varnaðarorð þýða ekki að sniðganga eigi þessa tegund af hópfjármögnun með öllu en það er mikilvægt að þeir sem vilja skoða möguleikann á þessari leið séu meðvitaðir um að ekki er allt gull sem glóir og að í þessum viðskiptum, eins og öllum öðrum, þarf að hafa varann á.Áhættustýring Lánþegar og lánveitendur geta beitt ýmsum aðferðum til þess að stýra eða milda þá áhættu sem fylgt getur fjárfestingatengdri hópfjármögnun. Lykilatriði er að allir aðilar séu vakandi fyrir því að upplýsingagjöf sé rétt og áreiðanleg svo taka megi upplýstar ákvarðanir. Sem dæmi um þetta má nefna að lánveitendur ættu að gera ákveðnar lágmarkskröfur varðandi upplýsingagjöf á heimasíðu milligönguaðila um lántaka, verkefnið sem á að fjármagna og þær áhættur sem það felur í sér. Einnig ættu lánþegar að vera undir það búnir að einhver hluti lánveitenda geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar á hólminn er komið. Ef milligönguaðilar og verkefniseigendur vilja byggja upp traust almennings á þessari tegund fjármögnunar er mikilvægt að upplýsingarnar séu settar fram á skýran og skiljanlegan máta. Hér getur aukið fjármálalæsi almennings tvímælalaust skilað sér í formi gagnrýni og aðhalds, öllum aðilum til hagsbóta.Aðgerðir eftirlitsstjórnvalda Í nokkrum ríkjum Evrópu hafa eftirlitsstjórnvöld ákveðið að styðja við þá nýjung á fjármálamarkaði sem felst í hópfjármögnun. Þannig má nefna að í Bretlandi hafa eftirlitsstjórnvöld gefið út regluverk sem tilgreinir ákveðnar lágmarkskröfur til milligönguaðila og er ætlað að tryggja hagsmuni lánþega og lánveitenda. Kröfur þessar fjalla m.a. um aðgreiningu fjármuna, hæfni starfsmanna og innri eftirlitskerfi. Þá gera bresk eftirlitsstjórnvöld ákveðna kröfu um skýrslugjöf vegna starfsemi milligönguaðila. Hópfjármögnun getur bæði verið einfaldur og spennandi kostur til þess að taka þátt í nýjum verkefnum eða afurðum. Það er hins vegar mikilvægt að allir aðilar séu vakandi fyrir þeim áhættum sem þessu geta fylgt og takmarki þær eins og kostur er. Þá þarf að hafa í huga að starfsemi milligönguaðila lýtur ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Líkt og önnur eftirlitsstjórnvöld á evrópska efnahagssvæðinu er Fjármálaeftirlitið þó vakandi fyrir þróun mála og mun leitast við að upplýsa almenning um þá þróun eins og tilefni er til.Höfundar eru sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti Fjármálaeftirlitsins og lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins.Greinin birtist í tilefni Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku.
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun