Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. mars 2015 07:00 Á frídegi verkalýðsins. Gylfi bendir á að finnist félagsmönnum einstakra stéttarfélaga tekjuskipting óréttlát geta þeir freistast til þess að gera meiri kaupkröfur en ella óháð atvinnustigi og skeyti þá litlu um áhrif á verðbólgu. Fréttablaðið/daníel „Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“ Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
„Í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafa síðustu mánuði er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í nýrri grein í efnahagsritinu Vísbendingu sem út kom í gær. Hann segir mikilvægt að safna upplýsingum um þróun kaupmáttar hinna ýmsu stétta til þess að koma í veg fyrir að óánægja einstakra stéttarfélaga verði til fyrir misskilning. „Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stigi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi í grein sinni. Ríkisvaldið geti til dæmis boðið breytingar á skattkerfi og ríkisútgjöldum eða kerfisbreytingar, í skiptum fyrir verðstöðugleika.„Kannski væri upplagt að ríkisstjórnin beitti sér fyrir átaki í húsnæðismálum sem miðaði að því að lækka verð á minni íbúðum,“ stingur hann upp á. Gylfi bendir í greininni á að Seðlabankinn verði lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. „Ef verðbólga eykst til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.“ Kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig veruleg áhrif á vaxtakostnað ríkissjóðs, fyrirtækja og einstaklinga, til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella. Ef hins vegar tækist að ná nýju jafnvægi segir Gylfi að sátt yrði meiri í samfélaginu, meiri atvinna, aukinn kaupmáttur, lægri vextir og vaxtakostnaður, og þar með lægri útgjöld ríkissjóðs. „Með lægri vaxtakostnaði ríkissjóðs er mögulegt að grynnka á skuldum hans og auka útgjöld til ýmissa þjóðþrifaverkefna, svo sem á sviði heilbrigðis- eða menntamála.“Segir stöðugleikann skipta höfuðmáli Gylfi Zoëga segir hagstjórnarvandann felast í að þótt hverju stéttarfélagi finnist réttlætanlegt að fara fram með miklar launakröfur sé það ekki skynsamlegt fyrir þjóðfélagið í heild og tekur dæmi úr umferðinni. „Það getur virst vera skynsamlegt hjá einum ökumanni að aka hraðar en allir aðrir svo fremi sem hinir aka áfram hægt. Hann kemst þá fyrr á áfangastað en aðrir. En ef allir hegða sér eins er voðinn vís.“ Hraðatakmarkanir á vinnumarkaði felist í að brugðist sé við með vaxtahækkunum, eða frestuðum vaxtalækkunum. „Til lengri tíma litið skiptir höfuðmáli að stöðugleiki sé í efnahagsmálum; verðlag sé stöðugt og gengi krónunnar sömuleiðis.“
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira