Erlent

Milljónir þurft að yfirgefa heimili sín

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Flóð og aurskriður hafa fylgt í kjölfar veðurofsans.
Flóð og aurskriður hafa fylgt í kjölfar veðurofsans. vísir/epa
Milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Kína eftir að fellibylurinn Chan-hom gekk yfir austurhluta landsins í dag. Vindhraði hefur náð allt að 173 kílómetrum á klukkustund, eða um 48 metrum á sekúndu. Talið er að stormurinn sé sá öflugasti í Zhejiang-héraði frá árinu 1949.

Mikil flóð og aurskriður hafa fylgt í kjölfar veðurofsans sem nú stefnir norður. Lestar- og flugsamgöngur liggja niðri en ekki hafa borist fréttir af manntjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×