Innlent

Skóli ABC í Kenía hefur hafið starfsemi í nýju húsnæði í Naíróbí

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Illvígar deilur hafa staðið milli ABC á Íslandi og Þórunnar Helgadóttur, fyrrverandi formanns ABC í Kenía.
Illvígar deilur hafa staðið milli ABC á Íslandi og Þórunnar Helgadóttur, fyrrverandi formanns ABC í Kenía. mynd/gunnarsalvarsson
„Gamla húsnæðið var talið óviðunandi vegna klósettmála, skolpmála, svefnaðstöðu og öryggismála. Þetta er allt vanræksla frá þeim tíma þegar Þórunn Helgadóttir var formaður,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður ABC barnahjálpar á Íslandi.

Skóli ABC í Kenía hefur hafið starfsemi í nýju húsnæði í Naíróbí en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að skóla ABC á Íslandi hefði verið lokað nú á dögunum. „Skólinn er byrjaður aftur og krökkunum líður vel,“ segir Einar.

Þórunn Helgadóttir, fyrrverandi formaður samtakanna í Kenía, og ABC á Íslandi eru þó ekki sammála um ástæður lokunarinnar, en illvígar deilur hafa staðið milli aðilanna.

„ABC á Íslandi hefur sent á síðustu árum um 250 milljónir til ABC í Kenía. Þeim hefði verið í lófa lagi að hafa ástand skólans í lagi,“ segir Einar.

Þórunn sagði lokun skólans hafa reynst algjörlega nauðsynlega svo byrja mætti upp á nýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×