Erlent

Tuttugu ár frá fjöldamorðum á múslimum í Srebrenica

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fjöldi fólks safnaðist saman við flutningabíl sem flytur líkamsleifar fórnarlambanna til hinstu hvílu.
Fjöldi fólks safnaðist saman við flutningabíl sem flytur líkamsleifar fórnarlambanna til hinstu hvílu. Fréttablaðið/AFP
Líkamsleifar 136 einstaklinga verða færðar til greftrunar í dag í bænum Srebrenica í Bosníu.

Tuttugu ár eru síðan grimmileg fjöldamorð áttu sér stað í Srebrenica í Bosníu. Um átta þúsund múslimskir menn og drengir voru myrtir árið 1995 af bosníu-serbneskum hermönnum.

Nýlega var lokið við að bera kennsl á þá 136 einstaklinga sem fluttir voru til greftrunar í dag en búið er að bera kennsl á 6.241 fórnarlamb fjöldamorðanna.

Fyrir skemmstu beittu Rússar neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að fjöldamorðin yrðu skilgreind sem þjóðarmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×