Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr heimildarmyndinni Íslenska krónan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. mars 2015 14:46 Stillur úr myndinni. Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira