Dómarar ósammála: Sýknaður af ákæru um að nauðga 16 ára stúlku Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2015 00:06 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann af nauðgunarákæru en honum var gert að sök að hafa haft samræði og endaþarmsmök við unga konu og notfært sér ölvun hennar og svefndrunga til þess. Dómstóllinn taldi frásögn konunnar ekki ótrúverðuga, en í ákæru er greint frá því að konan var með mikla áverka sem hún sagði tilkomna eftir kynmök við manninn. Meðal annars hafi hún verið með sprungu í meyjarhafti sem blæddi úr, sprungu við endaþarmsop og bitfar á handlegg. Maðurinn játar því að konan hafi komið heim með honum af skemmtistað en segir ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað þeirra á milli. Héraðsdómur taldi ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað henni, meðal annars vegna ósamræmis í framburði konunnar og í ljósi þess að þau eru ein til frásagnar um atburðina, en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti manninn.„Mér var fokking nauðgað“ Ákæran snýr að atburðum aðfaranætur sunnudagsins 11. september 2011. Unga konan, Elísabet Segler að nafni, sagði sína hlið sögunnar í pistli sem birtist meðal annars á Vísi í fyrra. Hún var sextán ára þegar atburðirnir áttu sér stað. Hún hitti manninn á skemmtistaðnum Prikið og fór með honum heim. Hún kvaðst hafa farið frá manninum í skamma stund og skilið drykk sinn eftir, en sagðist síðar ekki vera viss hvort henni hefði verið byrlað ólyfjan. Hún segist næst muna eftir sér í íbúð mannsins þar sem hann hafi verið ofan á henni og ýtt höfði hennar niður. Þetta hafi verið vont og sársaukafullt og að hún hafi misst og endurheimt meðvitund til skiptis. Hún segir að síðast er hún vaknaði hafi kjóll hennar verið tekinn niður fyrir brjóst, sokkabuxur hennar rifnar og nærbuxurnar alblóðugar. Maðurinn hafi sagt að hún „mætti fara núna“ og hún hafi þá hlaupið út. Síðar lýsti hún því fyrir lögreglu að maðurinn hafi haldið áfram þó hún hafi beðið hann um að hætta, hún hafi verið þurr um kynfærin og samfarirnar verið mjög sársaukafullar. Konan átti daginn eftir í samskiptum við vinkonu sína á Facebook. Samskiptin voru rakin fyrir dómi en þar segir hún meðal annars: „Hann reið mér, mér var fokking nauðgað.“ Vinkona hennar hvetur hana til að leita læknis og hringja í lögreglu en hún færist undan og kemur ítrekað fram hjá henni að hún sé ekki viss hvort þetta teljist nauðgun, að því er segir í málsgögnum. Hún leitaði þó til Neyðarmóttöku og skýrsla frá 12. september greinir frá áðurnefndum áverkum hennar. Hún hafi verið beðin um að framvísa nærbuxunum sem hún var í um kvöldið en hún segist hafa geymt þær í um tvær vikur og hent þeim svo.Ákært sextán mánuðum síðar Konan lagði ekki fram ákæru fyrr en í janúar 2013, sextán mánuðum eftir atvikið. Gaf hún þá skýringu að hún hefði viljað „loka á þetta“ og að hún hafi síðar frétt að maðurinn hefði nauðgað öðrum stúlkum. Hún hafi þá fengið samviskubit og ákveðið að kæra. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu í febrúar 2013 og kvaðst hann hafa hitt konuna á reykingasvæðinu við Prikið umrætt kvöld. Þau hafi gengið saman heim til hans. Þar hafi hún síðan „algjörlega rotast“ og hann hafi ekki getað vakið hana. Hann hafi svo sjálfur sofnað og vaknað þegar hún yfirgaf íbúðina daginn eftir. Hann segir ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað á milli þeirra. Mat kvensjúkdómalæknis staðfesti fyrir rétti að áverkar konunnar kunni að hafa komið til vegna kynmaka við manninn. Líklegt sé að hún hafi hlotið þá innan 72 klukkustunda frá því að hún mætti á Neyðarmóttökuna. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að framburður konunnar við aðalmeðferð málsins sé í sjálfu sér ekki ótrúverðugur.Hegðun konunnar styðji ekki að henni hafi verið nauðgað Hins vegar hafi framburður konunnar, annars vegar hjá lögreglu og hins vegar fyrir dómi, verið misvísandi um ölvunarástand hennar umrætt kvöld og framburður vitna styðji ekki framburð hennar að hún hafi verið mjög ölvuð. Þá segir einnig í niðurstöðu að hegðun konunnar eftir að hún fór frá heimili mannsins morguninn eftir styðji ekki að henni hafi verið nauðgað. Hún virðist í Facebook-samskiptunum við vinkonu sína ekki vera viss hvort henni hafi verið nauðgað eða henni „riðið.“ Þá hafi hún fargað ætluðum sönnunargögnum með því að henda nærbuxum sínum og dregið það í sextán mánuði að ákæra manninn. Einn dómenda er ósammála niðurstöðu meirihluta dómsins og skilaði sératkvæði. Telur hún meðal annars framburð mannsins um að hann hafi ekki haft kynferðismök við konuna ótrúverðugan, enda fái frásögn hennar að þessu leyti stoð í læknisfræðilegum gögnum og vitnisburði kvensjúkdómalækna. Þá hafi konan einnig gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna hún dró að ákæra manninn. Telur dómarinn sannað að maðurinn hafi haft kynferðismök við konuna og við það notfært sér ástand hennar. Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann af nauðgunarákæru en honum var gert að sök að hafa haft samræði og endaþarmsmök við unga konu og notfært sér ölvun hennar og svefndrunga til þess. Dómstóllinn taldi frásögn konunnar ekki ótrúverðuga, en í ákæru er greint frá því að konan var með mikla áverka sem hún sagði tilkomna eftir kynmök við manninn. Meðal annars hafi hún verið með sprungu í meyjarhafti sem blæddi úr, sprungu við endaþarmsop og bitfar á handlegg. Maðurinn játar því að konan hafi komið heim með honum af skemmtistað en segir ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað þeirra á milli. Héraðsdómur taldi ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað henni, meðal annars vegna ósamræmis í framburði konunnar og í ljósi þess að þau eru ein til frásagnar um atburðina, en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti manninn.„Mér var fokking nauðgað“ Ákæran snýr að atburðum aðfaranætur sunnudagsins 11. september 2011. Unga konan, Elísabet Segler að nafni, sagði sína hlið sögunnar í pistli sem birtist meðal annars á Vísi í fyrra. Hún var sextán ára þegar atburðirnir áttu sér stað. Hún hitti manninn á skemmtistaðnum Prikið og fór með honum heim. Hún kvaðst hafa farið frá manninum í skamma stund og skilið drykk sinn eftir, en sagðist síðar ekki vera viss hvort henni hefði verið byrlað ólyfjan. Hún segist næst muna eftir sér í íbúð mannsins þar sem hann hafi verið ofan á henni og ýtt höfði hennar niður. Þetta hafi verið vont og sársaukafullt og að hún hafi misst og endurheimt meðvitund til skiptis. Hún segir að síðast er hún vaknaði hafi kjóll hennar verið tekinn niður fyrir brjóst, sokkabuxur hennar rifnar og nærbuxurnar alblóðugar. Maðurinn hafi sagt að hún „mætti fara núna“ og hún hafi þá hlaupið út. Síðar lýsti hún því fyrir lögreglu að maðurinn hafi haldið áfram þó hún hafi beðið hann um að hætta, hún hafi verið þurr um kynfærin og samfarirnar verið mjög sársaukafullar. Konan átti daginn eftir í samskiptum við vinkonu sína á Facebook. Samskiptin voru rakin fyrir dómi en þar segir hún meðal annars: „Hann reið mér, mér var fokking nauðgað.“ Vinkona hennar hvetur hana til að leita læknis og hringja í lögreglu en hún færist undan og kemur ítrekað fram hjá henni að hún sé ekki viss hvort þetta teljist nauðgun, að því er segir í málsgögnum. Hún leitaði þó til Neyðarmóttöku og skýrsla frá 12. september greinir frá áðurnefndum áverkum hennar. Hún hafi verið beðin um að framvísa nærbuxunum sem hún var í um kvöldið en hún segist hafa geymt þær í um tvær vikur og hent þeim svo.Ákært sextán mánuðum síðar Konan lagði ekki fram ákæru fyrr en í janúar 2013, sextán mánuðum eftir atvikið. Gaf hún þá skýringu að hún hefði viljað „loka á þetta“ og að hún hafi síðar frétt að maðurinn hefði nauðgað öðrum stúlkum. Hún hafi þá fengið samviskubit og ákveðið að kæra. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu í febrúar 2013 og kvaðst hann hafa hitt konuna á reykingasvæðinu við Prikið umrætt kvöld. Þau hafi gengið saman heim til hans. Þar hafi hún síðan „algjörlega rotast“ og hann hafi ekki getað vakið hana. Hann hafi svo sjálfur sofnað og vaknað þegar hún yfirgaf íbúðina daginn eftir. Hann segir ekkert kynferðislegt hafa átt sér stað á milli þeirra. Mat kvensjúkdómalæknis staðfesti fyrir rétti að áverkar konunnar kunni að hafa komið til vegna kynmaka við manninn. Líklegt sé að hún hafi hlotið þá innan 72 klukkustunda frá því að hún mætti á Neyðarmóttökuna. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að framburður konunnar við aðalmeðferð málsins sé í sjálfu sér ekki ótrúverðugur.Hegðun konunnar styðji ekki að henni hafi verið nauðgað Hins vegar hafi framburður konunnar, annars vegar hjá lögreglu og hins vegar fyrir dómi, verið misvísandi um ölvunarástand hennar umrætt kvöld og framburður vitna styðji ekki framburð hennar að hún hafi verið mjög ölvuð. Þá segir einnig í niðurstöðu að hegðun konunnar eftir að hún fór frá heimili mannsins morguninn eftir styðji ekki að henni hafi verið nauðgað. Hún virðist í Facebook-samskiptunum við vinkonu sína ekki vera viss hvort henni hafi verið nauðgað eða henni „riðið.“ Þá hafi hún fargað ætluðum sönnunargögnum með því að henda nærbuxum sínum og dregið það í sextán mánuði að ákæra manninn. Einn dómenda er ósammála niðurstöðu meirihluta dómsins og skilaði sératkvæði. Telur hún meðal annars framburð mannsins um að hann hafi ekki haft kynferðismök við konuna ótrúverðugan, enda fái frásögn hennar að þessu leyti stoð í læknisfræðilegum gögnum og vitnisburði kvensjúkdómalækna. Þá hafi konan einnig gefið trúverðugar skýringar á því hvers vegna hún dró að ákæra manninn. Telur dómarinn sannað að maðurinn hafi haft kynferðismök við konuna og við það notfært sér ástand hennar.
Tengdar fréttir „Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Nauðgarinn sleit meyjarhaftið mitt“ „Það eina sem nauðgarinn gat sagt við mig var „Þú mátt fara núna,” segir Elísabet Segler. 3. október 2014 21:57