Rúrik Gíslason og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði FC Köbenhavn sem vann 0-1 sigur á Vestsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Thomas Delaney skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu. Einni mínútu síðar var Björn Bergmann tekinn af velli.
Rúrik lék hins vegar allan leikinn fyrir FCK sem er í 2. sæti deildarinnar með 55 stig, níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.
Eggert Gunnþór Jónsson og Frederik Schram voru ekki í leikmannahópi Vestsjælland sem er í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

