Mildi að flugmaðurinn slapp Linda Blöndal skrifar 11. maí 2015 19:45 Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast en sjónarvottur segir vélina hafa farið lóðrétt niður í sjóinn stutt frá tanga þar sem hún hefði lent, enn harkalegar á landi. Óð sjó upp að mittiVélin fór niður um hálfþrjúleytið í dag og ekki er enn ljóst hvað olli brotlendingunni sem varð um hundrað metrum frá golfvellinum við Mosfellsbæ og vélin því nærri lent enn harkalegar á skeri. Flugmaðurinn meiddist ekki alvarlega og komst sjálfur út úr vélinni. Tveir sjónarvottar komu honum til aðstoðar. Var greinilega í vandræðum Gylfi Geir Gunnarsson, sem er annar þeirra, segir að vélin hafi flogið mjög lágt við sjóinn. „Flugmaðurinn er að taka vinstri beygju að tanganum hér út eftir og stýrir vængjunum að manni sýnis lóðrétt þannig að vinstri vængurinn skellur í sjónum og hann tekur svo bara handahlaup og endar þarna úti í sjó. Hann var að taka svona u-beygju aftur út í fjörðinn. Ég sá ekki alveg úr hvaða átt hann var að koma en hann var greinilega í einhverjum vandræðum þarna og alveg ótrúlega nálægt sjónum,“ sagði Gylfi í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Var nokkuð lemstraðurGylfi og annar maður sem var að spila golf á vellinum við sjóinn komu flugmanninum til hjálpar. „Við hlaupum þarna úteftir að tanganum og sjáum að hann er eitthvað að vesenast við vélina og við höfðum áhyggjur af því að hann væri kannski ekki einn á ferð. En sem betur fer kemur hann svo í átt að okkur, vaðandi sjóinn upp að mitti. Þá erum við nokkuð vissir um að hann sé bara einn. Við reynum að kalla á hann en getum það ekki vegna mótvinds og við náum ekki sambandi en svo kemur hann og segist vera einn og var eitthvað lemstraður og blóðugur á hægri öxl og höndinni.“Heppinn að koma labbandi frá brakinuGylfi segir unga flugmanninn, sem er nítján ára, hafa verið mjög skelkaðan. „Hann fékk að hringja í föður sinn og láta hann vita að vélin væri í sjónum. Mér fannst það vera hans aðal áhyggjuefni. En hann var bara heppinn að koma labbandi frá þessu að mér sýnist", segir Gylfi, en samkvæmt heimildum fréttastofu á faðir flugmannsins vélina. „Ég hefði haldið að það væri betri kostur að hann lenti þar sem hann lenti heldur en að fara á tangann rétt hjá. þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum held ég,“ segir Gylfi ennfremur og að vélin hefði lent algerlega lóðrétt í sjóinn. Vélin illa farinVélin, sem er tveggja sæta úr krossvið og dúk, er létt og með 95 hestafla mótor. Hún er af gerðinni TF-REX Jodel, árgerð 1960. Og líkast til var þetta síðasta flugferðin. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast en sjónarvottur segir vélina hafa farið lóðrétt niður í sjóinn stutt frá tanga þar sem hún hefði lent, enn harkalegar á landi. Óð sjó upp að mittiVélin fór niður um hálfþrjúleytið í dag og ekki er enn ljóst hvað olli brotlendingunni sem varð um hundrað metrum frá golfvellinum við Mosfellsbæ og vélin því nærri lent enn harkalegar á skeri. Flugmaðurinn meiddist ekki alvarlega og komst sjálfur út úr vélinni. Tveir sjónarvottar komu honum til aðstoðar. Var greinilega í vandræðum Gylfi Geir Gunnarsson, sem er annar þeirra, segir að vélin hafi flogið mjög lágt við sjóinn. „Flugmaðurinn er að taka vinstri beygju að tanganum hér út eftir og stýrir vængjunum að manni sýnis lóðrétt þannig að vinstri vængurinn skellur í sjónum og hann tekur svo bara handahlaup og endar þarna úti í sjó. Hann var að taka svona u-beygju aftur út í fjörðinn. Ég sá ekki alveg úr hvaða átt hann var að koma en hann var greinilega í einhverjum vandræðum þarna og alveg ótrúlega nálægt sjónum,“ sagði Gylfi í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Var nokkuð lemstraðurGylfi og annar maður sem var að spila golf á vellinum við sjóinn komu flugmanninum til hjálpar. „Við hlaupum þarna úteftir að tanganum og sjáum að hann er eitthvað að vesenast við vélina og við höfðum áhyggjur af því að hann væri kannski ekki einn á ferð. En sem betur fer kemur hann svo í átt að okkur, vaðandi sjóinn upp að mitti. Þá erum við nokkuð vissir um að hann sé bara einn. Við reynum að kalla á hann en getum það ekki vegna mótvinds og við náum ekki sambandi en svo kemur hann og segist vera einn og var eitthvað lemstraður og blóðugur á hægri öxl og höndinni.“Heppinn að koma labbandi frá brakinuGylfi segir unga flugmanninn, sem er nítján ára, hafa verið mjög skelkaðan. „Hann fékk að hringja í föður sinn og láta hann vita að vélin væri í sjónum. Mér fannst það vera hans aðal áhyggjuefni. En hann var bara heppinn að koma labbandi frá þessu að mér sýnist", segir Gylfi, en samkvæmt heimildum fréttastofu á faðir flugmannsins vélina. „Ég hefði haldið að það væri betri kostur að hann lenti þar sem hann lenti heldur en að fara á tangann rétt hjá. þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum held ég,“ segir Gylfi ennfremur og að vélin hefði lent algerlega lóðrétt í sjóinn. Vélin illa farinVélin, sem er tveggja sæta úr krossvið og dúk, er létt og með 95 hestafla mótor. Hún er af gerðinni TF-REX Jodel, árgerð 1960. Og líkast til var þetta síðasta flugferðin.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira