Heiðraði drottninguna með húðflúri: „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 19:38 Ragnar Erling er oft kallaður Raggi Turner enda hefur hann dáð Tinu Turner frá því að hann var níu ára gamall. Mynd/Af Facebook-síðu Ragnars „Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum. Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Tina Turner er uppspretta orkunnar minnar og andlegs heilbrigðis,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, oft kallaður Raggi Turner, en hann fékk sér nýverið stærðarinnar húðflúr á hægri öxl og upphandlegg. „Núna er hún alltaf með mér einhvern veginn.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var níu ára gamall kom vinkonu móður minnar með geisladiskinn með lögunum sem voru í bíómyndinni hennar. Ég heyrði bara tónlistina og það gerðist eitthvað. Síðan þá hef ég verið algjörlega heillaður af henni,“ útskýrir Ragnar. Líf Ragnars hefur ekki alltaf verið dans á rósum en hann var lagður í mikið einelti sem krakki og var kominn í mikla fíkniefnaneyslu þegar hann var þrettán ára gamall. Hann var í neyslu fram á þrítugsaldur og fór svo að í maí 2009 var hann handtekinn í Brasilíu með sex kíló af kókaíni. Ragnar var í einlægu viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári.Ragnar Erling var í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur á Fréttablaðinu þar sem hann sagði frá neyslu sinni og handtökunni í Brasilíu.Vísir„Ég gat alltaf snúið mér til Tinu. Þegar ég kom heim úr skólanum, búið að leggja mig í einelti allan daginn þá setti ég Tinu Turner á fóninn eða horfði á tónleika með henni, fór í hælaskónna hennar mömmu, sótti kústinn og bara rock on,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta bjargaði mér.“Svitnaði meira á tónleikum með Tinu en í eróbik tíma Hann fór ásamt móður sinni, ömmu, vinkonu og frænku á tónleika með söngkonunni árið 2000. Myndin á handlegg hans kemur frá tónleikunum en á þeim keypti hópurinn kíki sem skartaði þessari mynd. „Tina. Ég kalla hana móður orkunnar minnar. Ég fer í World class á morgnana og horfi bara á hana. Það er svo sniðugt í World class að hafa þessa skjái, þá þarf ég engan ipod heldur skelli bara á tónleika með henni.“ Ragnar segist aldrei hafa svitnað jafnmikið og þegar hann fór á tónleika með söngkonunni árið 2009. Þá stóð hann mjög framarlega og „það bara gerðist eitthvað.“ Hann segist þó vera eróbik kennari að mennt og því svitnað talsvert um ævina. Ragnar hefur aldrei sett sig í samband við Tinu eða reynt það en hann óskar þess að einn daginn fái hann tækifæri til að hitta hana og láta hana vita hversu mikið hún hefur verið til staðar fyrir hann. „Það er líka svo fallegt að hún stendur fyrir það að fólk geti gert það sem það óskar sér. Það getur gert það sem það vill. Hún er svo mikill sigurvegari.“ Tina Turner er 75 ára gömul og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir söng sinn og flutning. Hún kynntist tónlistarmanninum Ike Turner á fimmta áratugnum og þau áttu í ástarsambandi auk þess sem þau sömdu lög og sungu saman. Hún fór frá honum á sjöunda áratugnum eftir að hafa þolað ofbeldi af hans hálfu um árabil. Hún náði heimsfrægð með plötunni sinni Private Dancer árið 1984 og hefur síðan þá átt fjöldann allan af vinsælum lögum.
Tengdar fréttir Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00 Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Ragnar gæti þurft að bíða lengi eftir dómi Íslandsdeild Amnesty International ætlar ekki að beita sér í máli Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var vegna fíkniefnasmygls í Brasilíu. Hann situr nú í fangelsi í bænum Recife og hefur lýst slæmum aðbúnaði í fangelsinu, en hann deilir meðal annars klefa með fimmtán öðrum föngum. 7. maí 2009 13:00
Ragnar áður neyddur í fíkniefnasmygl Handtaka Ragnars Erlings Hermannssonar í Brasilíu í síðustu viku á rætur sínar að rekja til mislukkaðrar smygltilraunar Ragnars á fíkniefnum frá Danmörku til Íslands fyrir tveimur mánuðum. Það reyndist honum dýrkeypt því í staðinn var honum gert að sækja fíkniefni til Brasilíu þar sem hann situr nú í fangelsi. 8. maí 2009 18:38