Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 14:43 Frá vatnavöxtunum á Siglufirði í gær. mynd/andri freyr sveinsson Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný. Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný.
Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22