Sáum enga ástæðu til breytinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2015 06:00 Lars á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir „Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
„Við eigum tvo erfiða leiki fyrir höndum, getum lítið æft og sáum í raun enga ástæðu til að breyta núna,“ segir Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Heimir Hallgrímsson völdu nákvæmlega sama landsliðshóp og síðast. Þann 3. september á liðið leik gegn Hollandi ytra í undankeppni EM og þrem dögum síðar mun Ísland taka á móti Kasakstan á Laugardalsvelli. Strákarnir eru í efsta sæti síns riðils og margir Íslendingar eru farnir að sjá EM í hillingum. „Ég skil vel að fólkið hafi væntingar. Ég kynntist því líka í Svíþjóð. Við í liðinu eigum ekki að hugsa um það. Við eigum aðeins að hugsa um okkur og okkar undirbúning fyrir hvern leik. Andlegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli. Það er undir okkur komið hvort við vinnum leiki.“ Svíinn segir að það verði ekki breytt út af neinu í undirbúningnum. Hann og Heimir munu halda áfram að heilaþvo leikmenn sína. „Það er ákveðinn heilaþvottur í gangi hjá okkur því við erum mikið að tala um sömu hlutina. Við verðum að sjá til þess að allir þekki sitt hlutverk og við náum ákveðnu frumkvæði með því að hafa allt okkar á hreinu,“ segir Lars en hefur hann aldrei áhyggjur af því að leikmenn verði þreyttir á heilaþvottinum? „Ég vona ekki. Ef maður myndi spyrja þá og þeir myndu svara heiðarlega þá myndu eflaust einhverjir segja að þeir hefðu fengið nóg. Ég hef aftur á móti lært að ef maður hættir að endurtaka hlutina þá er auðvelt að falla niður um nokkur prósent. Það er í fínu lagi mín vegna ef leikmenn eru búnir að fá nóg af mér svo lengi sem við spilum vel og vinnum leiki,“ segir Svíinn geðþekki og glottir við tönn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15 Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19 Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56 Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18 Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Þetta eru leikmennirnir sem Lars og Heimir völdu fyrir leikinn gegn Hollandi Landsliðshópurinn er óbreyttur frá því í 2-1 sigurleiknum gegn Tékkum í júní. 28. ágúst 2015 13:15
Ari Freyr einn á hættusvæði fyrir Hollandsleikinn Sex íslenskir landsliðsmenn hafa fengið áminningar í leikjunum sex í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 11:19
Sjáðu myndböndin sem koma strákunum í gírinn fyrir landsleiki Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari sýndi á blaðamannafundi KSÍ í dag myndband sem strákarnir horfðu á fyrir leikinn gegn Tékkum. 28. ágúst 2015 15:56
Engar breytingar á landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hóp sinn fyrir leikina gegn Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM. Þeir völdu sama hóp og síðast. 28. ágúst 2015 09:18
Sænska, kínverska og danska deildin eiga flesta menn í íslenska hópnum Landsliðsþjálfarnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina á móti Hollandi og Kasakstan í undankeppni EM 2016. 28. ágúst 2015 13:28