Grundartangi og Hvalfjörður Bubbi Morthens skrifar 1. maí 2015 07:00 Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvalfjörðurinn þótti fagur og þykir sumum enn. Þó er sá ljóður á að þar blasir ævinlega við, hvort sem sól skín í heiði eða ekki, stór verksmiðja sem spýr eitruðum lofttegundum út í andrúmsloftið. Á veturna er ljósadýrðin slík að það mætti halda að í firðinum væri risið lítið fallegt þorp þar sem farsældin ein réði ríkjum. En láttu ekki blekkjast. Þetta er í raun jólaþorp frá helvíti. Nú hafa Faxaflóahafnir girt sig í brók og Dagur B. Eggertsson skrifað undir samning við hið dásamlega græna fyrirtæki Silicor sem ætlar sér að vera með, að manni skilst, lífræna framleiðslu í Hvalfirði við hliðina á jólaþorpinu úr neðra. Þannig að þá verða tvær mengandi eiturspúandi verksmiðjur sem sjá til þess að börnin okkar, sem kjósa að leika sér utandyra hér í Kjósinni og líka í henni Reykjavík, fái eitthvað hollt ofan í lungnabelgina sína smáu. Að ég tali nú ekki um dýrin í sveitinni, þau munu og hafa auðvitað lengi verið að safna í kjötið sitt og mjólkina bætiefnum sem gerir afurðina einstaklega græna og eftirsóknarverða. Það má minna á að dásamlegu grænu verksmiðjurnar tvær á Grundartanga, sem eru þar nú þegar, störfuðu lengi á undanþágu með samþykki Umhverfisstofnunar, en það þýðir mengun eftir „þörfum“ fyrirtækisins. Hafa stjórnendur Faxaflóahafna hugsað sér að Silicor Materials starfi á svipaðri undanþágu? Gaman væri að vita það. Reykjavík er umkringd mengandi verksmiðjum. Nægir að nefna Straumsvík og Hellisheiðarvirkjun, sem er svo mengandi að nú heyrast raddir um möguleg dauðsföll af þeim völdum. Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar heilluðust af hugmyndinni um tækni við Hellisheiðarvirkjun á sínum tíma. VSÓ var ráðgjafi Reykjavíkurborgar varðandi virkjunina en þar fer fram afar umdeild tilraunastarfsemi sem nú veldur gríðarlegum vandræðum. YFIR BORGINNI LIGGJA HVAÐ EFTIR ANNAÐ MENGANDI LOFTTEGUNDIR frá þessum verksmiðjum. Menguð ruslakista Er það þetta sem ungir foreldrar kjósa börnum sínum? Verksmiðjur sem fá að mæla sína mengun sjálfar? Okkur er talin trú um að allt sé þetta frábært og í besta lagi en við sem búum við hliðina á þeim höfum séð á næturnar þegar þeir sleppa viðbjóðnum út. Það að Dagur B. Eggertsson og Faxafólahafnir – já, þú last þetta rétt, fóla – hafi tekið þá ákvörðun að gera Hvalfjörð að mengaðri ruslakistu er með ólíkindum. Að fólk skuli telja sig þess umkomið að taka ákvörðun sem þessa og hleypa einu umdeildasta fyrirtæki heims með frjálsar hendur í Hvalfjörðinn er í besta falli heimska, en því miður þá liggur eitthvað annað en heimska að baki, að ég tel. Í upphafi kynningar á Silicor Materials var ekki minnst á flúormengun frá iðjuverinu, aðeins talað um „óverulega mengun“ sbr. ummæli efnaverkfræðings hjá VSÓ sem hafði einnig unnið fyrir Silicor og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem tryggir auðvitað fullkomið hlutleysi. Báðir þessir aðilar virðast annaðhvort ekki hafa séð þennan veigamikla þátt eða talið að hann skipti ekki máli. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafði þá þegar ákveðið að ekki skyldi aukið við flúormengun frá Grundartangasvæðinu og hvikaði ekki frá þeirri ákvörðun. Silicor Materials tók þá til við að breyta vinnsluferlinu til að koma í veg fyrir losun flúors, að sögn forsvarsmanna. Fyrst ekki var sagt satt og rétt frá í upphafi má velta fyrir sér hverju við megum eiga von á síðar. Við álbræðslu er flúor nauðsynlegur og við hreinsun kísils er notað brætt ál. Geta Faxaflóahafnir og borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson – ég vil halda honum inni, hann skrifaði undir samninginn – lagt á borðið fullnægjandi sannanir fyrir því að Silicor Materials muni ekki losa flúor út í andrúmsloftið? Ég hvet alla, ekki bara íbúa í Hvalfirði og Kjós heldur alla íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, til að rísa upp og mótmæla. Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun