Enn deilir Kári við verktaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2015 16:00 Kári hefur staðið í ströngu í deilum við verktaka vegna byggingu á húsi sínu í Kópavogi. Vísir/GVA/INTERIORDESIGN Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stendur enn í stappi við verktaka vegna framkvæmda við hús sitt við Fagraþing í Kópavogi. Hefur Kári verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu Viðhald og nýsmíði ehf. tæpar 4,9 milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir vinnu sem fyrirtækið vann við hús Kára. Kári og Viðhald og nýsmíði ehf. höfðu gert með sér verksamning um ýmisleg verk, m.a. utanhússfrágang við fasteign Kára ásamt vinnu við einangrun og klæðningar. Ágreiningurinn á milli aðilanna snerist fyrst og fremst um viðbótarverk sem verktakinn vann fyrir Kára. Taldi verktakinn að þessi verk væru ekki hluti af verksamningnum en Kári neitaði að greiða reikninga vegna þeirra, taldi hann að viðbótarverkin féllu undir verksamninginn. Verktakinn taldi sig einnig eiga kröfu um greiðslu vegna afnota á vinnubúðum sem hann hafði sett upp og aðrir verktakar notað eftir að Viðhald og nýsmíði hætti framkvæmdum við húsið. Greiddi Kári ekki reikninga vegna þess en taldi hann að uppsetning og afnotaréttur af vinnubúðunum væri hluti af verksamningnum.Verktakinn þurfti að greiða Kára dagsektir vegna tafa á verklokum.vísir/gvaKári þarf að greiða reikninga en verktaki þarf að greiða dagsektir Deilan snerist að mestu um ýmis viðbótarverkefni sem verktakinn vann að beiðni Kára. Taldi verktakinn að um viðbótarverkefni væri að ræða og ekki innifalinn í verksamningnum. Taldi Kári svo vera og kannaðist hann ekki við að þurfa að greiða reikninga vegna þess. Verktakinn sagði sig frá verkinu um vorið 2012 vegna ágreinings um þessi viðbótarverkefni. Það var niðurstaða dómara og sérfróðra meðdómenda að Kári þyrfti að greiða 4.599.864 krónur auk dráttarvaxta vegna ógreiddra reikninga sem stöfuðu af viðbótarverkefnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að að vinnuskúr og aðstaða sem verktakinn hafi sett upp hafi verið hluti af upphaflegum verksamningi og var Kári sýknaður af kröfu um greiðslu reikninga vegna þess. Kári gerði einnig kröfu um að verktaki þyrfti að greiða dagssektir vegna tafa á frágangi við vinnu sínu en verkið sem Viðhald og nýsmíði tók að sér átti að taka tíu vikur. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að verktaki þyrfti að greiða dagssektir fyrir að hafa farið 102 daga umfram umsamin verklok og nemur sektin alls 2.279.904 krónum. Er Kára heimilt að skuldajafna þessa upphæð frá þeirri upphæð sem Kári skuldar verktakanum. Hann þarf að auki að greiða 800.000 krónur í málskostnað.Kári hefur áður staðið í ströngu við verktaka Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kári er dæmdur til greiðslu vangoldinna reikninga. Í október 2013 var hann dæmdur til að greiða Fonsi ehf. níu milljónir króna vegna vangoldinna reikninga við byggingu fyrrnefnds einbýlishúss. Hæstiréttur sýknaði Kára af kröfu Fonsi ehf. í september á síðasta ári. Þá þurfti hann að greiða Eykt ellefu milljónir króna vegna byggingar hússins árið 2010. Í október á síðasta ári var Kári dæmdur til að greiða fyrirtækinu Elmax ehf. tæpar 900.000 krónur vegna vangoldinna reikninga. Fyrr á þessu ári var Kári dæmdur til að greiða Túnþökuvinnslunni tæpar þrjár milljónir króna vegna verks sem fyrirtækið vann fyrir Kára árið 2012. Tengdar fréttir Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18 Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00 Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stendur enn í stappi við verktaka vegna framkvæmda við hús sitt við Fagraþing í Kópavogi. Hefur Kári verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu Viðhald og nýsmíði ehf. tæpar 4,9 milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir vinnu sem fyrirtækið vann við hús Kára. Kári og Viðhald og nýsmíði ehf. höfðu gert með sér verksamning um ýmisleg verk, m.a. utanhússfrágang við fasteign Kára ásamt vinnu við einangrun og klæðningar. Ágreiningurinn á milli aðilanna snerist fyrst og fremst um viðbótarverk sem verktakinn vann fyrir Kára. Taldi verktakinn að þessi verk væru ekki hluti af verksamningnum en Kári neitaði að greiða reikninga vegna þeirra, taldi hann að viðbótarverkin féllu undir verksamninginn. Verktakinn taldi sig einnig eiga kröfu um greiðslu vegna afnota á vinnubúðum sem hann hafði sett upp og aðrir verktakar notað eftir að Viðhald og nýsmíði hætti framkvæmdum við húsið. Greiddi Kári ekki reikninga vegna þess en taldi hann að uppsetning og afnotaréttur af vinnubúðunum væri hluti af verksamningnum.Verktakinn þurfti að greiða Kára dagsektir vegna tafa á verklokum.vísir/gvaKári þarf að greiða reikninga en verktaki þarf að greiða dagsektir Deilan snerist að mestu um ýmis viðbótarverkefni sem verktakinn vann að beiðni Kára. Taldi verktakinn að um viðbótarverkefni væri að ræða og ekki innifalinn í verksamningnum. Taldi Kári svo vera og kannaðist hann ekki við að þurfa að greiða reikninga vegna þess. Verktakinn sagði sig frá verkinu um vorið 2012 vegna ágreinings um þessi viðbótarverkefni. Það var niðurstaða dómara og sérfróðra meðdómenda að Kári þyrfti að greiða 4.599.864 krónur auk dráttarvaxta vegna ógreiddra reikninga sem stöfuðu af viðbótarverkefnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að að vinnuskúr og aðstaða sem verktakinn hafi sett upp hafi verið hluti af upphaflegum verksamningi og var Kári sýknaður af kröfu um greiðslu reikninga vegna þess. Kári gerði einnig kröfu um að verktaki þyrfti að greiða dagssektir vegna tafa á frágangi við vinnu sínu en verkið sem Viðhald og nýsmíði tók að sér átti að taka tíu vikur. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að verktaki þyrfti að greiða dagssektir fyrir að hafa farið 102 daga umfram umsamin verklok og nemur sektin alls 2.279.904 krónum. Er Kára heimilt að skuldajafna þessa upphæð frá þeirri upphæð sem Kári skuldar verktakanum. Hann þarf að auki að greiða 800.000 krónur í málskostnað.Kári hefur áður staðið í ströngu við verktaka Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kári er dæmdur til greiðslu vangoldinna reikninga. Í október 2013 var hann dæmdur til að greiða Fonsi ehf. níu milljónir króna vegna vangoldinna reikninga við byggingu fyrrnefnds einbýlishúss. Hæstiréttur sýknaði Kára af kröfu Fonsi ehf. í september á síðasta ári. Þá þurfti hann að greiða Eykt ellefu milljónir króna vegna byggingar hússins árið 2010. Í október á síðasta ári var Kári dæmdur til að greiða fyrirtækinu Elmax ehf. tæpar 900.000 krónur vegna vangoldinna reikninga. Fyrr á þessu ári var Kári dæmdur til að greiða Túnþökuvinnslunni tæpar þrjár milljónir króna vegna verks sem fyrirtækið vann fyrir Kára árið 2012.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18 Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00 Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18
Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32
Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00
Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20