Enn deilir Kári við verktaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2015 16:00 Kári hefur staðið í ströngu í deilum við verktaka vegna byggingu á húsi sínu í Kópavogi. Vísir/GVA/INTERIORDESIGN Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stendur enn í stappi við verktaka vegna framkvæmda við hús sitt við Fagraþing í Kópavogi. Hefur Kári verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu Viðhald og nýsmíði ehf. tæpar 4,9 milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir vinnu sem fyrirtækið vann við hús Kára. Kári og Viðhald og nýsmíði ehf. höfðu gert með sér verksamning um ýmisleg verk, m.a. utanhússfrágang við fasteign Kára ásamt vinnu við einangrun og klæðningar. Ágreiningurinn á milli aðilanna snerist fyrst og fremst um viðbótarverk sem verktakinn vann fyrir Kára. Taldi verktakinn að þessi verk væru ekki hluti af verksamningnum en Kári neitaði að greiða reikninga vegna þeirra, taldi hann að viðbótarverkin féllu undir verksamninginn. Verktakinn taldi sig einnig eiga kröfu um greiðslu vegna afnota á vinnubúðum sem hann hafði sett upp og aðrir verktakar notað eftir að Viðhald og nýsmíði hætti framkvæmdum við húsið. Greiddi Kári ekki reikninga vegna þess en taldi hann að uppsetning og afnotaréttur af vinnubúðunum væri hluti af verksamningnum.Verktakinn þurfti að greiða Kára dagsektir vegna tafa á verklokum.vísir/gvaKári þarf að greiða reikninga en verktaki þarf að greiða dagsektir Deilan snerist að mestu um ýmis viðbótarverkefni sem verktakinn vann að beiðni Kára. Taldi verktakinn að um viðbótarverkefni væri að ræða og ekki innifalinn í verksamningnum. Taldi Kári svo vera og kannaðist hann ekki við að þurfa að greiða reikninga vegna þess. Verktakinn sagði sig frá verkinu um vorið 2012 vegna ágreinings um þessi viðbótarverkefni. Það var niðurstaða dómara og sérfróðra meðdómenda að Kári þyrfti að greiða 4.599.864 krónur auk dráttarvaxta vegna ógreiddra reikninga sem stöfuðu af viðbótarverkefnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að að vinnuskúr og aðstaða sem verktakinn hafi sett upp hafi verið hluti af upphaflegum verksamningi og var Kári sýknaður af kröfu um greiðslu reikninga vegna þess. Kári gerði einnig kröfu um að verktaki þyrfti að greiða dagssektir vegna tafa á frágangi við vinnu sínu en verkið sem Viðhald og nýsmíði tók að sér átti að taka tíu vikur. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að verktaki þyrfti að greiða dagssektir fyrir að hafa farið 102 daga umfram umsamin verklok og nemur sektin alls 2.279.904 krónum. Er Kára heimilt að skuldajafna þessa upphæð frá þeirri upphæð sem Kári skuldar verktakanum. Hann þarf að auki að greiða 800.000 krónur í málskostnað.Kári hefur áður staðið í ströngu við verktaka Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kári er dæmdur til greiðslu vangoldinna reikninga. Í október 2013 var hann dæmdur til að greiða Fonsi ehf. níu milljónir króna vegna vangoldinna reikninga við byggingu fyrrnefnds einbýlishúss. Hæstiréttur sýknaði Kára af kröfu Fonsi ehf. í september á síðasta ári. Þá þurfti hann að greiða Eykt ellefu milljónir króna vegna byggingar hússins árið 2010. Í október á síðasta ári var Kári dæmdur til að greiða fyrirtækinu Elmax ehf. tæpar 900.000 krónur vegna vangoldinna reikninga. Fyrr á þessu ári var Kári dæmdur til að greiða Túnþökuvinnslunni tæpar þrjár milljónir króna vegna verks sem fyrirtækið vann fyrir Kára árið 2012. Tengdar fréttir Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18 Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00 Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, stendur enn í stappi við verktaka vegna framkvæmda við hús sitt við Fagraþing í Kópavogi. Hefur Kári verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu Viðhald og nýsmíði ehf. tæpar 4,9 milljónir vegna ógreiddra reikninga fyrir vinnu sem fyrirtækið vann við hús Kára. Kári og Viðhald og nýsmíði ehf. höfðu gert með sér verksamning um ýmisleg verk, m.a. utanhússfrágang við fasteign Kára ásamt vinnu við einangrun og klæðningar. Ágreiningurinn á milli aðilanna snerist fyrst og fremst um viðbótarverk sem verktakinn vann fyrir Kára. Taldi verktakinn að þessi verk væru ekki hluti af verksamningnum en Kári neitaði að greiða reikninga vegna þeirra, taldi hann að viðbótarverkin féllu undir verksamninginn. Verktakinn taldi sig einnig eiga kröfu um greiðslu vegna afnota á vinnubúðum sem hann hafði sett upp og aðrir verktakar notað eftir að Viðhald og nýsmíði hætti framkvæmdum við húsið. Greiddi Kári ekki reikninga vegna þess en taldi hann að uppsetning og afnotaréttur af vinnubúðunum væri hluti af verksamningnum.Verktakinn þurfti að greiða Kára dagsektir vegna tafa á verklokum.vísir/gvaKári þarf að greiða reikninga en verktaki þarf að greiða dagsektir Deilan snerist að mestu um ýmis viðbótarverkefni sem verktakinn vann að beiðni Kára. Taldi verktakinn að um viðbótarverkefni væri að ræða og ekki innifalinn í verksamningnum. Taldi Kári svo vera og kannaðist hann ekki við að þurfa að greiða reikninga vegna þess. Verktakinn sagði sig frá verkinu um vorið 2012 vegna ágreinings um þessi viðbótarverkefni. Það var niðurstaða dómara og sérfróðra meðdómenda að Kári þyrfti að greiða 4.599.864 krónur auk dráttarvaxta vegna ógreiddra reikninga sem stöfuðu af viðbótarverkefnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að að vinnuskúr og aðstaða sem verktakinn hafi sett upp hafi verið hluti af upphaflegum verksamningi og var Kári sýknaður af kröfu um greiðslu reikninga vegna þess. Kári gerði einnig kröfu um að verktaki þyrfti að greiða dagssektir vegna tafa á frágangi við vinnu sínu en verkið sem Viðhald og nýsmíði tók að sér átti að taka tíu vikur. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að verktaki þyrfti að greiða dagssektir fyrir að hafa farið 102 daga umfram umsamin verklok og nemur sektin alls 2.279.904 krónum. Er Kára heimilt að skuldajafna þessa upphæð frá þeirri upphæð sem Kári skuldar verktakanum. Hann þarf að auki að greiða 800.000 krónur í málskostnað.Kári hefur áður staðið í ströngu við verktaka Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kári er dæmdur til greiðslu vangoldinna reikninga. Í október 2013 var hann dæmdur til að greiða Fonsi ehf. níu milljónir króna vegna vangoldinna reikninga við byggingu fyrrnefnds einbýlishúss. Hæstiréttur sýknaði Kára af kröfu Fonsi ehf. í september á síðasta ári. Þá þurfti hann að greiða Eykt ellefu milljónir króna vegna byggingar hússins árið 2010. Í október á síðasta ári var Kári dæmdur til að greiða fyrirtækinu Elmax ehf. tæpar 900.000 krónur vegna vangoldinna reikninga. Fyrr á þessu ári var Kári dæmdur til að greiða Túnþökuvinnslunni tæpar þrjár milljónir króna vegna verks sem fyrirtækið vann fyrir Kára árið 2012.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18 Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00 Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kári Stefánsson dæmdur til að greiða verksamning Látinn greiða tæplega 9 milljóna reikninga vegna byggingar einbýlishúss í Kópavogi. 30. október 2013 19:18
Kári þarf að greiða reikninginn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. 8. desember 2014 10:32
Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu Taldi sig hafa greitt fyllilega fyrir verkið og að það hafi verið verulega gallað. 10. mars 2015 08:00
Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga. 1. júlí 2014 09:20