Hreiðar fer fram á að dómari í Marple-málinu víki sæti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 15:17 Hreiðar Már Sigurðsson við aðalmeðferð Marple-málsins. vísir/gva Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn sakborninga í Marple-málinu svokallaða, fer fram á að sérfróður meðdómandi í málinu víki sæti. Meðdómandinn, Ásgeir Brynjar Torfason, er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Auk hans sitja í fjölskipuðum dómi þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari og dómsformaður, og Kristrún Kristinsdóttir, héraðsdómari. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóm í málinu á föstudaginn, sléttum fjórum vikum eftir að málið var dómtekið. Að sögn Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars, byggir krafan á upplýsingum sem bárust eftir að málið var dómtekið. Hann segir að svo þurfi ekki endilega að fara að dómsuppsagan frestist þar sem um tiltölulega einfalda kröfu sé að ræða. Málflutningur vegna kröfunnar fer fram á morgun. Dómsformaðurinn í málinu mun taka afstöðu til kröfu Hreiðars um að Ásgeir víki sæti. Meti hann það sem svo að meðdómandinn þurfi að víkja þarf aðalmeðferð málsins að fara fram á ný. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings og einn sakborninga í Marple-málinu svokallaða, fer fram á að sérfróður meðdómandi í málinu víki sæti. Meðdómandinn, Ásgeir Brynjar Torfason, er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Auk hans sitja í fjölskipuðum dómi þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari og dómsformaður, og Kristrún Kristinsdóttir, héraðsdómari. Aðalmeðferð lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. september síðastliðinn og samkvæmt dagskrá á að kveða upp dóm í málinu á föstudaginn, sléttum fjórum vikum eftir að málið var dómtekið. Að sögn Harðar Felix Harðarsonar, verjanda Hreiðars, byggir krafan á upplýsingum sem bárust eftir að málið var dómtekið. Hann segir að svo þurfi ekki endilega að fara að dómsuppsagan frestist þar sem um tiltölulega einfalda kröfu sé að ræða. Málflutningur vegna kröfunnar fer fram á morgun. Dómsformaðurinn í málinu mun taka afstöðu til kröfu Hreiðars um að Ásgeir víki sæti. Meti hann það sem svo að meðdómandinn þurfi að víkja þarf aðalmeðferð málsins að fara fram á ný. Sérstakur saksóknari ákærði fjóra í Marple-málinu, þau Hreiðar Má, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldsson, eiganda félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun. Fjórmenningarnir eru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30
Marple-málið: „Málatilbúnaður saksóknara stangast á mili mála“ Kristín Edwald segir að auðvelt hefði verið að reka Al-Thani málið og markaðsmisnotkunarmálið saman. 11. september 2015 08:00
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19