Tuttugu greindir með sárasótt síðasta árið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. október 2015 07:00 Einn af hverjum sjö sem koma á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í skoðun greinist með klamydíu - eða um þúsund manns á ári. vísir/Pjetur Mikil sprenging varð í greiningu á sárasótt meðal íslenskra samkynhneigðra karlmanna síðastliðinn vetur. Tuttugu menn voru greindir með sjúkdóminn á innan við ári, sem annars hefur legið í dvala í áratugi á Íslandi. „Fyrir sex árum varð sárasóttarbylgja í Evrópu meðal samkynhneigðra karlmanna. Það er dæmigert að slík bylgja skelli á Íslandi nokkrum árum seinna,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans. „Þetta er mjög mikill fjöldi enda hefur þessi sjúkdómur legið niðri hér á landi. Einstaka tilfelli hafa verið greind, og þá aðallega hjá útlendingum.“ Flestir sem hafa verið greindir með sárasótt hafa verið með sjúkdóminn á öðru stigi en á þriðja stigi er sárasótt lífshættuleg. „Ef kona fær sárasótt og er þunguð verður barnið verulega greindarskert og illa skaðað. Einnig getur sárasótt lagst á taugakerfið, heilann og hjartað – með alvarlegum afleiðingum. Aftur á móti er frekar einfalt að meðhöndla sjúkdóminn með sýklalyfjum í vöðva. En það þarf að greina hann í tæka tíð.“ Helmings líkur eru á að þeir sem stunda skyndikynni fái klamydíu Aðrir kynsjúkdómar hafa ekki aukist hér á landi en einn af hverjum sjö sem koma á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í skoðun greinist með klamydíu. Lengi hefur verið talað um að Ísland eigi Evrópumeistaramet í klamydíusmiti og það tengt við hve duglegir Íslendingar eru að fara í tékk. Baldur Tumi Baldursson segir málið ekki endilega svo einfalt. Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar, hvetur ömmur til að lesa yfir unga fólkinu.vísir/pjetur „Við viljum fá marga í tékk, það er jákvætt. En við fáum marga í tékk og greinum marga. Fjöldi greininga fer þó eftir hve vel mönnuð við erum á deildinni. Því fleiri starfsmenn, því fleiri skoðanir og því fleiri greiningar. Þessa dagana er tveggja vikna biðlisti en heimsóknum hefur líka fjölgað eftir að við breyttum rakningu hjá okkur. Nú rekjum við fjölda bólfélaga heilt ár aftur í tímann og fólk man betur eftir bólfélögum vegna Facebook, Tinder og annarra samfélagsmiðla. Við getum orðað það þannig að fólk eigi auðveldara með að vita eða muna nöfn bólfélaganna nú til dags.“ Baldur Tumi setur upp einfalt reikningsdæmi og tekur þar mið af erlendum rannsóknum. Stærsti hópur þeirra sem greinast með klamydíu á Íslandi er á aldrinum 17-27 ára. Ef tuttugu prósent þeirra, um það bil sex þúsund, stunda skyndikynni og það er borið saman við þá sem eru greindir á deildinni þá kemur út sú niðurstaða að ef tveir virkir í skyndikynnum stunda kynlíf eru um helmingslíkur á að klamydíusmit verði ef ekki er notaður smokkur. Og lítil smokkanotkun virðist vera vaxandi vandi. „Við erum að sjá það í greiningum að krakkar nota minna smokka. Aukið sárasóttarsmit meðal samkynhneigðra karlmanna gefur okkur sömu vísbendingu. Foreldrar og forráðamenn þurfa að skipta sér meira af þessu. Í hvert skipti sem félagarnir segja að það sé glatað að nota smokk þurfa ömmurnar að segja fimm sinnum að það verði að nota smokk. Við erum hreinlega að bregðast unga fólkinu með því að hvetja það ekki meira til að nota smokkinn.“ Baldur Tumi stingur upp á að eytt sé meiri fjárhæðum í forvarnir og smokkaherferðir enda séu klamydíupróf og -lyf rándýr fyrir samfélagið. Svo ekki sé talað um lyf gegn HIV og lifrarbólgu. Hann svarar því játandi að fólk sé mögulega hætt að vera eins hrætt við að smitast þar sem hægt er að meðhöndla flesta sjúkdóma ef maður fer nógu oft í tékk. „Það er kannski ekki dauðadómur að fá kynsjúkdóm en það getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er varlega áætlað að fjórðungur kvenna sem eru ófrjóar séu það vegna klamydíu. Og þar sem við erum Evrópumeistarar þá er ég hræddur um að hlutfallið sé hærra hér.“ Hvað er sárasótt? Sárasótt eða sýfilis er sjúkdómur sem smitast eingöngu við kynmök. Ef ekkert er að gert gengur sjúkdómurinn í gegnum þrjú stig. Fyrstu einkennin koma 3-12 vikum eftir smit og eru rauðbrún sár á smitstaðnum. Frá einni viku og allt að 6 mánuðum eftir að sárið grær hefst annað stig sjúkdómsins með útbrotum víða um líkamann og einkennum sem líkjast flensu. Þessi einkenni hverfa einnig eftir mislangan tíma og þá er sjúkdómurinn einkennalaus, stundum árum saman. Á lokastigi veldur sjúkdómurinn skemmdum á heila og hjarta. Sárasótt hefur legið niðri á Íslandi í fjölda ára og því er um verulega aukningu á tilfellum að ræða. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Mikil sprenging varð í greiningu á sárasótt meðal íslenskra samkynhneigðra karlmanna síðastliðinn vetur. Tuttugu menn voru greindir með sjúkdóminn á innan við ári, sem annars hefur legið í dvala í áratugi á Íslandi. „Fyrir sex árum varð sárasóttarbylgja í Evrópu meðal samkynhneigðra karlmanna. Það er dæmigert að slík bylgja skelli á Íslandi nokkrum árum seinna,“ segir Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar Landspítalans. „Þetta er mjög mikill fjöldi enda hefur þessi sjúkdómur legið niðri hér á landi. Einstaka tilfelli hafa verið greind, og þá aðallega hjá útlendingum.“ Flestir sem hafa verið greindir með sárasótt hafa verið með sjúkdóminn á öðru stigi en á þriðja stigi er sárasótt lífshættuleg. „Ef kona fær sárasótt og er þunguð verður barnið verulega greindarskert og illa skaðað. Einnig getur sárasótt lagst á taugakerfið, heilann og hjartað – með alvarlegum afleiðingum. Aftur á móti er frekar einfalt að meðhöndla sjúkdóminn með sýklalyfjum í vöðva. En það þarf að greina hann í tæka tíð.“ Helmings líkur eru á að þeir sem stunda skyndikynni fái klamydíu Aðrir kynsjúkdómar hafa ekki aukist hér á landi en einn af hverjum sjö sem koma á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans í skoðun greinist með klamydíu. Lengi hefur verið talað um að Ísland eigi Evrópumeistaramet í klamydíusmiti og það tengt við hve duglegir Íslendingar eru að fara í tékk. Baldur Tumi Baldursson segir málið ekki endilega svo einfalt. Baldur Tumi Baldursson, yfirlæknir húð- og kynsjúkdómadeildar, hvetur ömmur til að lesa yfir unga fólkinu.vísir/pjetur „Við viljum fá marga í tékk, það er jákvætt. En við fáum marga í tékk og greinum marga. Fjöldi greininga fer þó eftir hve vel mönnuð við erum á deildinni. Því fleiri starfsmenn, því fleiri skoðanir og því fleiri greiningar. Þessa dagana er tveggja vikna biðlisti en heimsóknum hefur líka fjölgað eftir að við breyttum rakningu hjá okkur. Nú rekjum við fjölda bólfélaga heilt ár aftur í tímann og fólk man betur eftir bólfélögum vegna Facebook, Tinder og annarra samfélagsmiðla. Við getum orðað það þannig að fólk eigi auðveldara með að vita eða muna nöfn bólfélaganna nú til dags.“ Baldur Tumi setur upp einfalt reikningsdæmi og tekur þar mið af erlendum rannsóknum. Stærsti hópur þeirra sem greinast með klamydíu á Íslandi er á aldrinum 17-27 ára. Ef tuttugu prósent þeirra, um það bil sex þúsund, stunda skyndikynni og það er borið saman við þá sem eru greindir á deildinni þá kemur út sú niðurstaða að ef tveir virkir í skyndikynnum stunda kynlíf eru um helmingslíkur á að klamydíusmit verði ef ekki er notaður smokkur. Og lítil smokkanotkun virðist vera vaxandi vandi. „Við erum að sjá það í greiningum að krakkar nota minna smokka. Aukið sárasóttarsmit meðal samkynhneigðra karlmanna gefur okkur sömu vísbendingu. Foreldrar og forráðamenn þurfa að skipta sér meira af þessu. Í hvert skipti sem félagarnir segja að það sé glatað að nota smokk þurfa ömmurnar að segja fimm sinnum að það verði að nota smokk. Við erum hreinlega að bregðast unga fólkinu með því að hvetja það ekki meira til að nota smokkinn.“ Baldur Tumi stingur upp á að eytt sé meiri fjárhæðum í forvarnir og smokkaherferðir enda séu klamydíupróf og -lyf rándýr fyrir samfélagið. Svo ekki sé talað um lyf gegn HIV og lifrarbólgu. Hann svarar því játandi að fólk sé mögulega hætt að vera eins hrætt við að smitast þar sem hægt er að meðhöndla flesta sjúkdóma ef maður fer nógu oft í tékk. „Það er kannski ekki dauðadómur að fá kynsjúkdóm en það getur haft alvarlegar afleiðingar. Það er varlega áætlað að fjórðungur kvenna sem eru ófrjóar séu það vegna klamydíu. Og þar sem við erum Evrópumeistarar þá er ég hræddur um að hlutfallið sé hærra hér.“ Hvað er sárasótt? Sárasótt eða sýfilis er sjúkdómur sem smitast eingöngu við kynmök. Ef ekkert er að gert gengur sjúkdómurinn í gegnum þrjú stig. Fyrstu einkennin koma 3-12 vikum eftir smit og eru rauðbrún sár á smitstaðnum. Frá einni viku og allt að 6 mánuðum eftir að sárið grær hefst annað stig sjúkdómsins með útbrotum víða um líkamann og einkennum sem líkjast flensu. Þessi einkenni hverfa einnig eftir mislangan tíma og þá er sjúkdómurinn einkennalaus, stundum árum saman. Á lokastigi veldur sjúkdómurinn skemmdum á heila og hjarta. Sárasótt hefur legið niðri á Íslandi í fjölda ára og því er um verulega aukningu á tilfellum að ræða.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent