Bera efni á Laugardalsvöllinn sem leysir upp klakann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 06:30 Kristinn V. Jóhannsson, starfsmaður á Lagardalsvellinum, að störfum í gær. Vísir/Vilhelm Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn. Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Það eru bara tveir mánuðir í fyrsta leik í Pepsi-deildinni og þrír mánuðir í fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum. Vallarstarfsmenn á knattspyrnuvöllum landsins hafa í nóg að snúast þótt að grasið sé ekki farið að vaxa á völlunum. Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Lagardalsvellinum, segist fylgjast miklu meira með veðurspánni yfir vetrartímann en hann gerði áður. Baráttan við klakann á vellinum ræður miklu um hvernig grasið kemur undan vetri. Kristinn og félagar hafa verið á fullu í að reyna að losa snjóinn af Laugardalsvellinum í leysingunum síðustu daga. Það vilja þeir gera áður en það frystir aftur. „Við erum búnir að vera moka snjóinn af vellinum í sex daga og hann er kominn út á hlaupabraut núna. Ég á lítinn snjóblásara sem er hannaður fyrir gangstíga, heimreiðir og svoleiðis. Hann virkar vel. Á laugardaginn var snjórinn svo þungur og blautur að við fengum veghefil til að klára dæmið," segir Kristinn V. Jóhannsson. Kristinn bar efni á grasið í gær og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði þá mynd af honum sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. „Það sem ég var að gera í dag (í gær) var að flýta fyrir hlákunni með því að bera á hann efni til að hjálpa til að bræða klakann. Þetta er efni sem virkar eins og salt á gangstígum. Þetta leysir upp klaka. Það er þykkt lag af klaka yfir vellinum og þetta er borið á í hlýindum og þetta á að hjálpa klakanum að bráðna," útskýrir Kristinn. „Miðað við veðurspánna, sem við fylgjumst orðið miklu meira með á veturna en við gerðum áður fyrr, þá er spáð frosti á miðvikudag. Ef við hefðum ekki tekið snjóinn af og unnið í þessu þá yrði svellið miklu þykkara eftir þrjá daga. Þá hefði bara snjórinn sem bráðnaði í hlákunni breyst í svell," segir Kristinn. „Landsliðið kemur saman í maí og við viljum hafa hann góðan þá. Við erum búin að vera mjög vakandi í vetur ásamt flestum fótboltavöllum," segir Kristinn en það eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem skipta líka miklu máli í baráttunni við klakann. „Við höfum lært það undanfarin ár að það er lítið sem við getum gert þegar svellið er komið en það er meira sem við getum gert í að fyrirbyggja það að svell myndist eins og að taka snjóinn og huga að niðurföllum," segir Kristinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira