Erlent

Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Pistorius við réttarhöldin í dag.
Pistorius við réttarhöldin í dag. Vísir/Getty
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur verið sakfelldur fyrir morðið á Reevu Steenkamp, kærustu sinni, sem kunnugt er.

Í dag hófst, að því er virðist, lokahnykkurinn í málinu en ákveða á refsingu Pistoriusar yfir næstu daga. Fylgjast má með framburði hinna ýmsu aðila í málinu næstu daga í beinni, í dag mælir geðlæknir íþróttamannsins. SKY news sýnir frá réttarhöldunum en beina útsendingu má nálgast neðst í fréttinni

Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli. Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist.

Pistorius fékk ekki að áfrýja dómnum en samkvæmt dómstólnum í Suður-Afríku voru engar líkur taldar á því að önnur niðurstaða fengist. 


Tengdar fréttir

Pistorius áfrýjar morðdómi

Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×