Fölsun á íslenskri ull og framleiðslu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri Ístex með íslenska ull sem er orðin verðmæt útflutningsvara enn á ný. Fréttablaðið/Anton Brink „Við höfum orðið vör við fölsun og vörusvik. Þeir eru fáir sem merkja vöru sína sem 100% íslenska ull,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, um framleiðslu og sölu á varningi úr ull á íslenskum markaði. „Þá þekkist einnig að fluttar eru inn vörur frá Kína og seldar með íslensku yfirbragði.“ Guðjón segir að auki að þegar ullarfatnaður og vörur séu framleiddar erlendis úr íslenskri ull fari mismikið af íslenska hráefninu í flíkina. „Saman við íslensku ullina blandast iðnaðarband sem fer í vélprjón. Þannig eru flíkurnar stundum aðeins 60 prósent úr íslenskri ull,“ segir Guðjón og segir auðvelt fyrir vana að sjá hversu mikið af íslensku ullinni sé í raun notað í flíkur með því einfaldlega að strjúka yfir þær. „En svo er hægt að taka sýni úr flíkunum til þess að ganga úr skugga um hráefnið.“Ístex, sem safnar nærri allri ull frá íslenskum bændum, annar vart eftirspurn. Starfsfólk vinnur nú á kvöldvöktum. Fréttablaðið/Anton BrinkKeyra á kvöldvöktum Útflutningur íslenskrar ullar til framleiðslu í Kína, Bangladess, Litháen og víðar um heim hefur aukist síðustu tvö ár. Svo mikil eftirspurn er eftir íslenskum lopa að Ístex hefur þurft að fjölga starfsfólki og keyrir nú á kvöldvöktum. Ístex gerir árlega samning við Bændasamtökin um að safna saman og kaupa ull af bændum um allt land. Þetta er nærri öll ull sem til fellur af íslensku sauðfé. Guðjón reiknar með að Ístex kaupi um eitt þúsund tonn af óhreinsaðri ull á ári. Tonnin verða um 750 eftir þvott og innan við helmingur er af nægilega miklum gæðum til að nýta í ullarflíkur. „Vöxturinn er alls staðar í iðnaðinum. Bæði hjá þeim sem framleiða handprjónapeysur á Íslandi og hjá fyrirtækjum sem kaupa lopa og senda til dæmis til Kína. Lakari ullin er seld á markaði til dæmis í Bretlandi þar sem hún fer í framleiðslu á gólfteppum til notkunar í flugvélar og hótel og fleira.“ Guðjón segir bjart fram undan í iðnaðinum ef brugðist verður við vörusvikum og fölsunum. „Við eigum að byggja á þeirri hefð sem við eigum. Það er enginn annar í heiminum sem framleiðir óspunninn lopa. Nú er verkefnið fram undan að halda áfram að bæta við gæðin, vernda upprunann og vanda til verka.“Aðkeyptar sagðar íslenskar Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir tækifæri felast í auknum gæðum. „Við bændur eigum fyrst og fremst að grípa tækifærin og framleiða betri ull, auka verðmætin,“ segir hann. „Á markaði eru aðilar sem kaupa peysur erlendis sem eru seldar sem íslenskar peysur. Það þarf að taka á þessu og við höfum barist fyrir því að notað sé upprunamerki sem staðfestir að varan sér úr íslenskri ull og að vara framleidd erlendis sé merkt þannig,“ segir Þórarinn frá.Ábyrgð stjórnvalda rík Þuríður Einarsdóttir, hjá Handprjónasambandinu, segir ábyrgð stjórnvalda ríka þegar kemur að því að vernda íslenska ull og ullariðnað fyrir fölsunum og vörusvikum. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera kröfu um vottorð og merkingar. Hér á landi er mikið af flíkum sem líta út eins og íslenskar ullarpeysur en eru aðkeyptar að utan. Við getum lítið gert. Það þarf að fylgja því eftir að þeir sem framleiða vörur í Kína þurfi að merkja þær þannig. Þá þarf að fylgja því eftir að vörur sem eru sannanlega úr íslenskri ull séu vottaðar sem slíkar. Það eru reglur um upprunavottorð um ýmsa vöru en það virðist ganga hægt þegar kemur að fatnaði,“ segir Þuríður og minnist ullarpeysunnar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago í vor en hún var prjónuð í Kína. „Þegar viðhorf stjórnvalda er með þessum hætti, þá er nú ekki mikil von.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
„Við höfum orðið vör við fölsun og vörusvik. Þeir eru fáir sem merkja vöru sína sem 100% íslenska ull,“ segir Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, um framleiðslu og sölu á varningi úr ull á íslenskum markaði. „Þá þekkist einnig að fluttar eru inn vörur frá Kína og seldar með íslensku yfirbragði.“ Guðjón segir að auki að þegar ullarfatnaður og vörur séu framleiddar erlendis úr íslenskri ull fari mismikið af íslenska hráefninu í flíkina. „Saman við íslensku ullina blandast iðnaðarband sem fer í vélprjón. Þannig eru flíkurnar stundum aðeins 60 prósent úr íslenskri ull,“ segir Guðjón og segir auðvelt fyrir vana að sjá hversu mikið af íslensku ullinni sé í raun notað í flíkur með því einfaldlega að strjúka yfir þær. „En svo er hægt að taka sýni úr flíkunum til þess að ganga úr skugga um hráefnið.“Ístex, sem safnar nærri allri ull frá íslenskum bændum, annar vart eftirspurn. Starfsfólk vinnur nú á kvöldvöktum. Fréttablaðið/Anton BrinkKeyra á kvöldvöktum Útflutningur íslenskrar ullar til framleiðslu í Kína, Bangladess, Litháen og víðar um heim hefur aukist síðustu tvö ár. Svo mikil eftirspurn er eftir íslenskum lopa að Ístex hefur þurft að fjölga starfsfólki og keyrir nú á kvöldvöktum. Ístex gerir árlega samning við Bændasamtökin um að safna saman og kaupa ull af bændum um allt land. Þetta er nærri öll ull sem til fellur af íslensku sauðfé. Guðjón reiknar með að Ístex kaupi um eitt þúsund tonn af óhreinsaðri ull á ári. Tonnin verða um 750 eftir þvott og innan við helmingur er af nægilega miklum gæðum til að nýta í ullarflíkur. „Vöxturinn er alls staðar í iðnaðinum. Bæði hjá þeim sem framleiða handprjónapeysur á Íslandi og hjá fyrirtækjum sem kaupa lopa og senda til dæmis til Kína. Lakari ullin er seld á markaði til dæmis í Bretlandi þar sem hún fer í framleiðslu á gólfteppum til notkunar í flugvélar og hótel og fleira.“ Guðjón segir bjart fram undan í iðnaðinum ef brugðist verður við vörusvikum og fölsunum. „Við eigum að byggja á þeirri hefð sem við eigum. Það er enginn annar í heiminum sem framleiðir óspunninn lopa. Nú er verkefnið fram undan að halda áfram að bæta við gæðin, vernda upprunann og vanda til verka.“Aðkeyptar sagðar íslenskar Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir tækifæri felast í auknum gæðum. „Við bændur eigum fyrst og fremst að grípa tækifærin og framleiða betri ull, auka verðmætin,“ segir hann. „Á markaði eru aðilar sem kaupa peysur erlendis sem eru seldar sem íslenskar peysur. Það þarf að taka á þessu og við höfum barist fyrir því að notað sé upprunamerki sem staðfestir að varan sér úr íslenskri ull og að vara framleidd erlendis sé merkt þannig,“ segir Þórarinn frá.Ábyrgð stjórnvalda rík Þuríður Einarsdóttir, hjá Handprjónasambandinu, segir ábyrgð stjórnvalda ríka þegar kemur að því að vernda íslenska ull og ullariðnað fyrir fölsunum og vörusvikum. „Það er á ábyrgð stjórnvalda að gera kröfu um vottorð og merkingar. Hér á landi er mikið af flíkum sem líta út eins og íslenskar ullarpeysur en eru aðkeyptar að utan. Við getum lítið gert. Það þarf að fylgja því eftir að þeir sem framleiða vörur í Kína þurfi að merkja þær þannig. Þá þarf að fylgja því eftir að vörur sem eru sannanlega úr íslenskri ull séu vottaðar sem slíkar. Það eru reglur um upprunavottorð um ýmsa vöru en það virðist ganga hægt þegar kemur að fatnaði,“ segir Þuríður og minnist ullarpeysunnar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti borgarstjóra Chicago í vor en hún var prjónuð í Kína. „Þegar viðhorf stjórnvalda er með þessum hætti, þá er nú ekki mikil von.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira