Hrávörumarkaður fer að hafa meiri áhrif hér með losun hafta sæunn gisladóttir. skrifar 13. janúar 2016 08:00 Olíuvinnsla fæstra ríkja stendur undir sér miðað við núvernadi olíuverð. fréttablaðið Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fæst olíuframleiðsluríki geta staðið undir núverandi olíuverði, en það hefur fallið um yfir sjötíu prósent frá sumrinu 2014. „Það er olíustríð á mörkuðum," segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá VÍB, en hann flutti erindi um hrávörumarkaðinn á fundi VÍB í gær.Vignir Þór Sverrisson telur það áhugavert að sjá hvað hrávöruverð á olíu muni haldast lágt lengi.Einungis þrjú lönd, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit, og Katar, geta staðið undir hrávöruverði á olíu undir fimmtíu dollurum, vegna gífurlegra varasjóða. Eins og sjá má á myndinni er framleiðslukostnaður á olíu mismunandi milli landa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við núna í nóvember að flest olíuríki í Miðausturlöndum myndu klára varasjóði sína á fimm árum ef olíuverð héldist undir fimmtíu dollurum. Um þessar mundir er hrávöruverð á olíu rétt rúmlega þrjátíu dollarar. Þá er þetta orðin óhagkvæm framleiðsla fyrir ríkisfjármálin hjá þessum löndum. Þrátt fyrir það leyfa þeir hjá OPEC verðinu að vera svona lágt. Það má nánast leiða að því líkur að þeir séu að leysa af ákveðna framleiðendur áður en þeir finna jafnvægi í verðinu. Í erindi sínu fór Vignir almennt yfir hrávörumarkaðinn og hvað fælist í honum. „Það eru til dæmis ekki allir sem átta sig á því að sú hrávara sem er næstmest átt viðskipti með í heiminum er kaffi,“ segir Vignir. Sérstaklega var einblínt á hráolíu, gull og silfur. „Þetta hafa verið fjárfestingarvörur að ákveðnu leyti. Gullið hefur verið vörn gegn verðbólgu, vörn gegn áföllum á markaði eða pólitískri óvissu. Þetta hafa verið fjárfestingarkostir sem bæði eignastýringar og eignastýringaraðilar hafa verið að nota í sínum söfnum,“ segir Vignir.fréttablaðið„Ef við horfum almennt á verðbréfamarkaðinn og núna þegar fer að opnast fyrir höftin hjá okkur þá er hrávörumarkaðurinn einn af þeim þáttum sem hreyfa verulega við mörkuðunum og ef við horfum til dæmis á óvissuna í kringum olíuverðið – þetta er allt leiðandi þáttur í bæði hagstöðu og hreyfingu markaða í heiminum,“ segir Vignir. Í heiminum eru áttatíu og sex kauphallir sem eiga viðskipti með hrávörur. Vignir bendir á að áhrif hrávöruuverðs á olíu fari eftir því hvort þú ert neytandi eða framleiðandi olíu. „Við erum að horfa á það að tuttugu dollara lækkun á olíu eykur heimshagvöxt um hálft prósent, þannig að þetta hefur töluverð áhrif á hagvöxt. Við erum til dæmis að njóta góðs af þessu á Íslandi fyrir skipaflotann.“ Erfitt er að spá um framtíð olíuverðs. „Eftirspurnin hefur aukist töluvert í heiminum en síðasta árið hefur framboðið aukist mun meira. Þetta er framboðsdrifin lækkun á olíunni og það er spurning hvort það leiði að einhverju leyti til meiri eftirspurnar,“ segir Vignir. Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum. Hrávörumarkaðurinn from Íslandsbanki on Vimeo.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira