Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 19:33 Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43