Fjölskylda handtekin vegna umfangsmikillar kannabisræktunar í Kópavogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:45 Mynd úr safni. vísir/valli Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur. Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur.
Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15