Fjölskylda handtekin vegna umfangsmikillar kannabisræktunar í Kópavogi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:45 Mynd úr safni. vísir/valli Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur. Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Alls voru sex manns handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við eina umfangsmestu kannabisræktun hér á landi á laugardag. Þar af eru hjón á sextugsaldri og tveir synir mannsins á fertugsaldri. Feðgarnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en konunni hefur verið sleppt úr haldi. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir konunni, líkt og feðgunum. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig konan tengist málinu.Húsleit gerð víða um borgina Umrædd kannabisræktun var í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi, og kom lögregla upp um hana á laugardag. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar, er ræktunin ein sú stærsta sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lögregla fór í húsleit víða um borgina í kjölfarið, samkvæmt heimildum fréttastofu, og var hald lagt á verulegar fjárhæðir sem taldar eru tilkomnar vegna fíkniefnasölu. Runólfur segist ekki geta tjáð sig um upphæðina en aðspurður segir hann að ekki sé um meira en tíu milljónir króna að ræða.Um 600 plöntur í húsinu Á sjötta hundrað kannabisplöntur á lokastigi ræktunar fundust í húsinu. Þá fannst mikið magn af tilbúnu maríjúana og niðurklipptum laufum. Að sögn lögreglu var ræktunin mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, en það tók hóp lögreglumanna margar klukkustundir að taka ræktunina niður. Mennirnir þrír verða í gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. september næstkomandi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þeir neiti sök í málinu. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi eins sakbornings í málinu, karlmanns á fertugsaldri, segir hann ekki ætla að kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Runólfur segir rannsókn málsins miða vel. Nú sé unnið að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur.
Tengdar fréttir Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Lögreglan lagði hald á tæplega sex hundruð plöntur og tíu kíló af maríjúana eftir að hún komst á snoðir um umfangsmikla kannabisrækt fyrir helgi. Þrír menn, feðgar, sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13. september 2016 06:15