„Ég hef áhyggjur af velferð litlu dóttur minnar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. september 2016 18:15 Dofri fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Mynd/Dofri Hermannsson „Hvað er hægt að gera þegar barnsmóðir manns vill engar sættir og maður hefur misst samband við börnin sín vegna þeirrar hollustuklemmu sem heift og kuldi í samskiptum setur þau í?” Þannig byrjar færsla sem leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson birti á Facebook síðu sinni í dag. Þar fer Dofri yfir atburði síðustu þriggja vikna þar sem hann hefur meðal annars verið kallaður á fund lögreglu, fengið afhenta stefnu og mætt fyrir Héraðsdóm. Dofri berst fyrir réttinum til að fá að umgangast dætur sínar. Dofri hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum. Í viðtali við Stundina í desember síðastliðnum lýsti hann 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Eftir skilnaðinn segir hann að sín fyrrverandi hafi leyft sér að eitra samband sitt við dætur sínar.Sjá einnig: Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúðÍ Facebook færslunni lýsir Dofri að þann 26. ágúst síðastliðinn hafi hann rennt við hjá fyrrverandi konu sinni með útiföt yngstu dóttur sínar sem höfðu orðið eftir í bíl hans. Hún var ekki heima en dætur hans voru það. Um kvöldið fékk Dofri skilaboð frá móður dætranna þar sem hún bað hann að láta það vera að koma að heimili sínu og dætra sinna. „Óska eftir því að þú látir vera að koma að heimili mínu og dætra minna. Þurfir þú að koma einhverju til skila þá fer ég fram á að þú tilkynnir það í tölvupósti og það verði fundin staðsetning til afhendingar.“ Dofri segist hafa svarað skilaboðunum á þá leið að hann vildi gjarnan að samskipti þeirra gætu verið vinaleg frekar en fjandsamleg. Hann muni ekki senda tilkynningar í tölvupósti til að geta afhent stígvél eða pollagalla. “Í stað þess að forðast samskipti legg ég til að við reynum að spjalla kurteislega saman um daginn og veginn fyrir framan stelpurnar. Það væri mikið betra fyrir þær en kalda stríðið.”Kallaður á fund lögreglu Fjórum dögum síðar, þann 30. ágúst segist Dofri hafa fengið símtal frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og honum sagt að fyrrverandi eiginkona hans og lögmaður hennar hafi kvartað undan honum. Hann mætti til viðtals hjá lögreglu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir. „Þar upphófst tveggja klukkustunda yfirheyrsla þar sem vel meinandi kona á sjötugsaldri las mér pistilinn af miklum þunga og vitnaði í greinargerð sem lögmaður og fyrrverandi höfðu lagt fram (en ég fékk ekki að sjá). Þrýsti fast á mig að undirrita skjal sem lögfræðingur fyrrverandi hafði útbúið sem fól í sér að ég myndi ekki koma nærri heimili hennar (og þar með dætra minna) eða vinnustað (þangað á ég reyndar ekkert erindi) og að ég myndi samþykkja að tjá mig aldrei á opinberum vettvangi um fyrrverandi.“Dofri ásamt yngstu dóttur sinni.Mynd/Dofri HermannssonEngar sættir mögulegar Þann 1. september fór Dofri á sáttafund hjá sýslumanni vegna beiðnar fyrrverandi konu hans um að fá lögheimili dóttur þeirra til sín og að fá greitt meðlag. Dofri segist hafa neitað þessari beiðni, ekki séð ástæðu til annars en að dóttirin eigi gott samband við sig og sína fjölskyldu og að hann sé alltaf tilbúinn til að borga það sem þarf. Hann segir vonir sínar um sáttir hafa brugðist þegar fyrrverandi kona hans mætti á fundinn fyrir hönd dóttur þeirra með yfirlýsingu um að engar sættir væru mögulegar. Þann 8. september bankaði stefnuvottur upp á og stefndi Dofra fyrir hönd fyrrverandi konu hans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur með þá kröfu að fá lögheimili eldri dóttur þeirra flutt til sín. „Stefnuna las ég yfir um helgina. Hún er skrautleg og mikið ómenni sem ég á að vera. Þar kemur m.a. fram að eina ástæða þess að eldri dóttir okkar hafi fallist á að dvelja hjá mér hafi verið að hún óttaðist svo um velferð litlu systur sinnar!”Fær frest til að skila greinargerð Í dag mætti Dofri fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og fékk frest til að skila greinargerð. Hann segist muna eyða næstu vikum í það. „Þetta kemur líklega til með að kosta milljónir sem ég á ekki til. Ef ég ætti þær til vildi ég frekar nota þá til að gera eitthvað fyrir stelpurnar okkar. Ég hef áhyggjur af velferð litlu dóttur minnar. Ég hef áhyggjur af því hvernig henni líður í umhverfi sem er svona hatursfullt í garð pabba hennar. Ég hef áhyggjur af að ná aldrei aftur sambandi við eldri systur hennar tvær. Ég elska þær báðar af öllu hjarta og sakna þeirra sárt. Foreldri sem sífellt slær á útrétta sáttahönd vill í raun ófrið til að halda börnunum í hollustuklemmu. En segja svo kannski allt aðra sögu út á við. Það er ekkert sem ég get gert í því. Annað en að segja frá. Og halda áfram að bjóða sættir.”Viðtal við Dofra úr Ísland í Dag þann 3. desember 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Facebook færslu Dofra má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Hvað er hægt að gera þegar barnsmóðir manns vill engar sættir og maður hefur misst samband við börnin sín vegna þeirrar hollustuklemmu sem heift og kuldi í samskiptum setur þau í? 1) Reyna að sætta sig við þá staðreynd að það er verið að þurrka þig út úr lífi barnanna þinna. (Niðurstaða flestra feðra en svo sársaukafull að því er erfitt að lýsa með orðum.) 2) Reyna að tala við yfirvöld. (Fullreynt. Virkar ekki því þau hafa litla þekkingu á svona málum og engin úrræði gagnvart foreldrum sem vilja loka börnin sín inni hjá sér í andúð gagnvart hinu foreldrinu.) 3) Segja frá. En vera um leið alltaf tilbúinn til sátta. Gefa ekki upp vonina um friðsamlega lausn. (Þetta er mín leið og nú þarf að segja frá. Því síðustu vikur hafa verið absúrd.) 26. ágúst: Litla að fara til mömmu sinnar á föstudegi. Útifötin hennar í bílnum svo ég renndi við með þau hjá mömmu hennar eftir vinnu. Hún ekki heima. Átti kurteislegt spjall í útidyrunum við eldri dóttur mína og fékk knús hjá þeirri litlu. Um kvöldið fékk ég eftirfarandi skilaboð frá móður þeirra: „Óska eftir því að þú látir vera að koma að heimili mínu og dætra minna. (Feitletrun mín) Þurfir þú að koma einhverju til skila þá fer ég fram á að þú tilkynnir það í tölvupósti og það verði fundin staðsetning til afhendingar.“ Mitt svar: „Sæl. Flestir fráskildir foreldrar gera sér far um að eiga vinsamleg samskipti, barna sinna vegna. Þegar foreldri sýnir vanþóknun, heift og kulda í garð hins foreldrisins fyrir framan barnið sitt er það að gera barninu verulega illt. Ef það er þitt val er lítið sem ég get gert í því. Það er ekki á mínu valdi. Ég ræð bara hvað ég geri. Mun því hér eftir sem hingað til velja kurteisleg, bein samskipti frekar en fjandsamlegt, kalt stríð. Mun ekki senda tilkynningar í tölvupósti til að finna staðsetningar til afhendingar á stígvélum og pollagöllum. Mun bara banka upp á með bros á vör. Nú erum við að fara að flytja í Safamýrina þannig að við verðum hvort sem er alltaf að rekast hvert á annað. Í stað þess að forðast samskipti legg ég til að við reynum að spjalla kurteislega saman um daginn og veginn fyrir framan stelpurnar. Það væri mikið betra fyrir þær en kalda stríðið. Með góðri kveðju, Dofri.”30. ágúst: Fékk símtal frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mér tjáð að fv eiginkona og lögmaður hennar hafi komið og kvartað undan mér. Ég á að hafa brotið á friðhelgi einkalífs hennar og viðhaft meiðandi ummæli. Það sé ekki enn búið að leggja fram kæru, hvort ég vilji koma í viðtal og segja frá minni hlið. Ég dríf mig niður eftir með hjartslátt og kvíðahnút í maga. Ekki á hverjum degi sem ég er boðaður á fund lögreglunnar. Þar upphófst 2 klst yfirheyrsla þar sem vel meinandi kona á sjötugsaldri las mér pistilinn af miklum þunga og vitnaði í greinargerð sem lögmaður og fv höfðu lagt fram (en ég fékk ekki að sjá). Þrýsti fast á mig að undirrita skjal sem lögfræðingur fv hafði útbúið sem fól í sér að ég myndi ekki koma nærri heimili fv (og þar með dætra minna) eða vinnustað (þangað á ég reyndar ekkert erindi) og að ég myndi samþykkja að tjá mig aldrei á opinberum vettvangi um fv.Ég sagðist bara vilja fá að vera pabbi stelpnanna minna í friði og eiga kurteisleg samskipti við mömmu þeirra. Það gæti varla verið glæpur að banka upp á til að afhenda útiföt eða bíða fyrir utan eftir að dóttir mín komi heim svo ég geti sagt henni að afi hennar sem hún hefur ekki haft samband við í ár sé alvarlega veikur og óvíst hvort hann lifi nóttina af. Lögreglukonunni fannst lítið til um mín sjónarmið, sagði að ég gæti endað í fangelsi og spurði hvort ég héldi að það væri betra fyrir stelpurnar mínar. Að pabbi þeirra væri í fangelsi. Pressaði hart á að ég skrifaði undir sjálfskipað nálgunar- og tjáningarbann.Ég neitaði. Sagði að mér finndist hún tala við mig eins og hún væri að skamma óþekkan strák. Hún sagði að stundum þyrfti bara að gera það. Ég sagði að mér þætti hún gamaldags. Hún var stolt af því. Ég sagði að mér þætti hún ófagleg. Þá varð hún sár. Eftir tvo klukkutíma af: “HLUSTAÐU NÚ! ÉG ÆTLA AÐ STOPPA ÞIG HÉR! VILTU FARA Í FANGELSI!” óskaði ég eftir að fá annan fund með henni þar sem ég myndi hafa lögfræðing viðstaddan. Þá mildaðist lögreglukonan og sagði að það væri svo sem óþarfi, ef ég vildi ekki skrifa undir þá væri þetta mál bara út af hennar borði. Þetta var sannarlega lífreynsla.1 september. Sáttafundur hjá sýslumanni vegna beiðnar fv um að fá lögheimili dóttur okkar til sín og að fá greitt meðlag. Ég hef neitað þessari beiðni þar sem það eru engar ástæður til annars en að dóttir okkar eigi gott samband við mig og mína fjölskyldu og að ég er alltaf tilbúinn að borga allt fyrir hana sem þarf. Ég mætti því á sáttafundinn með örlitla von um að það væri hægt að setja punkt aftan við deilur og þras og byrja upp á nýtt. Til dæmis út frá þeim punkti að það væri mikilvægt fyrir dóttur okkar að eiga gott samband við föður sinn. Að ein leið til þess væri t.d. einhver sáttameðferð þar sem lögð væri áhersla á að horfa fram á veginn. Þær vonir brugðust því fv mætti á fundinn fyrir hönd dóttur okkar með yfirlýsingu um að engar sættir væru mögulegar. Þetta tók rúma mínútu og að lestri loknum stóð fv upp og fór. Það þarf tvo til að sættast svo niðurstaðan þarna var að sýslumaður gefur út (Ó)sáttavottorð og með því opnuð leið til að fara í dómsmál. 8 september Í miðri kvöldsögu fyrir litlu er bankað að dyrum. Það er stefnuvottur að stefna mér fyrir hönd fv fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur með þá kröfu að fá lögheimili eldri dóttur okkar flutt til sín. Stefnuna las ég yfir um helgina. Hún er skrautleg og mikið ómenni sem ég á að vera. Þar kemur m.a. fram að eina ástæða þess að eldri dóttir okkar hafi fallist á að dvelja hjá mér hafi verið að hún óttaðist svo um velferð litlu systur sinnar!13 september Mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur. Fékk frest til að skila greinargerð. Mun eyða næstu vikum í það. Væri til í að nota tímann minn í eitthvað allt annað. Þetta kemur líklega til með að kosta milljónir sem ég á ekki til. Ef ég ætti þær til vildi ég frekar nota þá til að gera eitthvað fyrir stelpurnar okkar.Ég hef áhyggjur af velferð litlu dóttur minnar. Ég hef áhyggjur af því hvernig henni líður í umhverfi sem er svona hatursfullt í garð pabba hennar. Ég hef áhyggjur af að ná aldrei aftur sambandi við eldri systur hennar tvær. Ég elska þær báðar af öllu hjarta og sakna þeirra sárt.Foreldri sem sífellt slær á útrétta sáttahönd vill í raun ófrið til að halda börnunum í hollustuklemmu. En segja svo kannski allt aðra sögu út á við.Það er ekkert sem ég get gert í því. Annað en að segja frá. Og halda áfram að bjóða sættir. Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
„Hvað er hægt að gera þegar barnsmóðir manns vill engar sættir og maður hefur misst samband við börnin sín vegna þeirrar hollustuklemmu sem heift og kuldi í samskiptum setur þau í?” Þannig byrjar færsla sem leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson birti á Facebook síðu sinni í dag. Þar fer Dofri yfir atburði síðustu þriggja vikna þar sem hann hefur meðal annars verið kallaður á fund lögreglu, fengið afhenta stefnu og mætt fyrir Héraðsdóm. Dofri berst fyrir réttinum til að fá að umgangast dætur sínar. Dofri hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum. Í viðtali við Stundina í desember síðastliðnum lýsti hann 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Eftir skilnaðinn segir hann að sín fyrrverandi hafi leyft sér að eitra samband sitt við dætur sínar.Sjá einnig: Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúðÍ Facebook færslunni lýsir Dofri að þann 26. ágúst síðastliðinn hafi hann rennt við hjá fyrrverandi konu sinni með útiföt yngstu dóttur sínar sem höfðu orðið eftir í bíl hans. Hún var ekki heima en dætur hans voru það. Um kvöldið fékk Dofri skilaboð frá móður dætranna þar sem hún bað hann að láta það vera að koma að heimili sínu og dætra sinna. „Óska eftir því að þú látir vera að koma að heimili mínu og dætra minna. Þurfir þú að koma einhverju til skila þá fer ég fram á að þú tilkynnir það í tölvupósti og það verði fundin staðsetning til afhendingar.“ Dofri segist hafa svarað skilaboðunum á þá leið að hann vildi gjarnan að samskipti þeirra gætu verið vinaleg frekar en fjandsamleg. Hann muni ekki senda tilkynningar í tölvupósti til að geta afhent stígvél eða pollagalla. “Í stað þess að forðast samskipti legg ég til að við reynum að spjalla kurteislega saman um daginn og veginn fyrir framan stelpurnar. Það væri mikið betra fyrir þær en kalda stríðið.”Kallaður á fund lögreglu Fjórum dögum síðar, þann 30. ágúst segist Dofri hafa fengið símtal frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og honum sagt að fyrrverandi eiginkona hans og lögmaður hennar hafi kvartað undan honum. Hann mætti til viðtals hjá lögreglu sem stóð yfir í um tvær klukkustundir. „Þar upphófst tveggja klukkustunda yfirheyrsla þar sem vel meinandi kona á sjötugsaldri las mér pistilinn af miklum þunga og vitnaði í greinargerð sem lögmaður og fyrrverandi höfðu lagt fram (en ég fékk ekki að sjá). Þrýsti fast á mig að undirrita skjal sem lögfræðingur fyrrverandi hafði útbúið sem fól í sér að ég myndi ekki koma nærri heimili hennar (og þar með dætra minna) eða vinnustað (þangað á ég reyndar ekkert erindi) og að ég myndi samþykkja að tjá mig aldrei á opinberum vettvangi um fyrrverandi.“Dofri ásamt yngstu dóttur sinni.Mynd/Dofri HermannssonEngar sættir mögulegar Þann 1. september fór Dofri á sáttafund hjá sýslumanni vegna beiðnar fyrrverandi konu hans um að fá lögheimili dóttur þeirra til sín og að fá greitt meðlag. Dofri segist hafa neitað þessari beiðni, ekki séð ástæðu til annars en að dóttirin eigi gott samband við sig og sína fjölskyldu og að hann sé alltaf tilbúinn til að borga það sem þarf. Hann segir vonir sínar um sáttir hafa brugðist þegar fyrrverandi kona hans mætti á fundinn fyrir hönd dóttur þeirra með yfirlýsingu um að engar sættir væru mögulegar. Þann 8. september bankaði stefnuvottur upp á og stefndi Dofra fyrir hönd fyrrverandi konu hans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur með þá kröfu að fá lögheimili eldri dóttur þeirra flutt til sín. „Stefnuna las ég yfir um helgina. Hún er skrautleg og mikið ómenni sem ég á að vera. Þar kemur m.a. fram að eina ástæða þess að eldri dóttir okkar hafi fallist á að dvelja hjá mér hafi verið að hún óttaðist svo um velferð litlu systur sinnar!”Fær frest til að skila greinargerð Í dag mætti Dofri fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og fékk frest til að skila greinargerð. Hann segist muna eyða næstu vikum í það. „Þetta kemur líklega til með að kosta milljónir sem ég á ekki til. Ef ég ætti þær til vildi ég frekar nota þá til að gera eitthvað fyrir stelpurnar okkar. Ég hef áhyggjur af velferð litlu dóttur minnar. Ég hef áhyggjur af því hvernig henni líður í umhverfi sem er svona hatursfullt í garð pabba hennar. Ég hef áhyggjur af að ná aldrei aftur sambandi við eldri systur hennar tvær. Ég elska þær báðar af öllu hjarta og sakna þeirra sárt. Foreldri sem sífellt slær á útrétta sáttahönd vill í raun ófrið til að halda börnunum í hollustuklemmu. En segja svo kannski allt aðra sögu út á við. Það er ekkert sem ég get gert í því. Annað en að segja frá. Og halda áfram að bjóða sættir.”Viðtal við Dofra úr Ísland í Dag þann 3. desember 2015 má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Facebook færslu Dofra má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Hvað er hægt að gera þegar barnsmóðir manns vill engar sættir og maður hefur misst samband við börnin sín vegna þeirrar hollustuklemmu sem heift og kuldi í samskiptum setur þau í? 1) Reyna að sætta sig við þá staðreynd að það er verið að þurrka þig út úr lífi barnanna þinna. (Niðurstaða flestra feðra en svo sársaukafull að því er erfitt að lýsa með orðum.) 2) Reyna að tala við yfirvöld. (Fullreynt. Virkar ekki því þau hafa litla þekkingu á svona málum og engin úrræði gagnvart foreldrum sem vilja loka börnin sín inni hjá sér í andúð gagnvart hinu foreldrinu.) 3) Segja frá. En vera um leið alltaf tilbúinn til sátta. Gefa ekki upp vonina um friðsamlega lausn. (Þetta er mín leið og nú þarf að segja frá. Því síðustu vikur hafa verið absúrd.) 26. ágúst: Litla að fara til mömmu sinnar á föstudegi. Útifötin hennar í bílnum svo ég renndi við með þau hjá mömmu hennar eftir vinnu. Hún ekki heima. Átti kurteislegt spjall í útidyrunum við eldri dóttur mína og fékk knús hjá þeirri litlu. Um kvöldið fékk ég eftirfarandi skilaboð frá móður þeirra: „Óska eftir því að þú látir vera að koma að heimili mínu og dætra minna. (Feitletrun mín) Þurfir þú að koma einhverju til skila þá fer ég fram á að þú tilkynnir það í tölvupósti og það verði fundin staðsetning til afhendingar.“ Mitt svar: „Sæl. Flestir fráskildir foreldrar gera sér far um að eiga vinsamleg samskipti, barna sinna vegna. Þegar foreldri sýnir vanþóknun, heift og kulda í garð hins foreldrisins fyrir framan barnið sitt er það að gera barninu verulega illt. Ef það er þitt val er lítið sem ég get gert í því. Það er ekki á mínu valdi. Ég ræð bara hvað ég geri. Mun því hér eftir sem hingað til velja kurteisleg, bein samskipti frekar en fjandsamlegt, kalt stríð. Mun ekki senda tilkynningar í tölvupósti til að finna staðsetningar til afhendingar á stígvélum og pollagöllum. Mun bara banka upp á með bros á vör. Nú erum við að fara að flytja í Safamýrina þannig að við verðum hvort sem er alltaf að rekast hvert á annað. Í stað þess að forðast samskipti legg ég til að við reynum að spjalla kurteislega saman um daginn og veginn fyrir framan stelpurnar. Það væri mikið betra fyrir þær en kalda stríðið. Með góðri kveðju, Dofri.”30. ágúst: Fékk símtal frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mér tjáð að fv eiginkona og lögmaður hennar hafi komið og kvartað undan mér. Ég á að hafa brotið á friðhelgi einkalífs hennar og viðhaft meiðandi ummæli. Það sé ekki enn búið að leggja fram kæru, hvort ég vilji koma í viðtal og segja frá minni hlið. Ég dríf mig niður eftir með hjartslátt og kvíðahnút í maga. Ekki á hverjum degi sem ég er boðaður á fund lögreglunnar. Þar upphófst 2 klst yfirheyrsla þar sem vel meinandi kona á sjötugsaldri las mér pistilinn af miklum þunga og vitnaði í greinargerð sem lögmaður og fv höfðu lagt fram (en ég fékk ekki að sjá). Þrýsti fast á mig að undirrita skjal sem lögfræðingur fv hafði útbúið sem fól í sér að ég myndi ekki koma nærri heimili fv (og þar með dætra minna) eða vinnustað (þangað á ég reyndar ekkert erindi) og að ég myndi samþykkja að tjá mig aldrei á opinberum vettvangi um fv.Ég sagðist bara vilja fá að vera pabbi stelpnanna minna í friði og eiga kurteisleg samskipti við mömmu þeirra. Það gæti varla verið glæpur að banka upp á til að afhenda útiföt eða bíða fyrir utan eftir að dóttir mín komi heim svo ég geti sagt henni að afi hennar sem hún hefur ekki haft samband við í ár sé alvarlega veikur og óvíst hvort hann lifi nóttina af. Lögreglukonunni fannst lítið til um mín sjónarmið, sagði að ég gæti endað í fangelsi og spurði hvort ég héldi að það væri betra fyrir stelpurnar mínar. Að pabbi þeirra væri í fangelsi. Pressaði hart á að ég skrifaði undir sjálfskipað nálgunar- og tjáningarbann.Ég neitaði. Sagði að mér finndist hún tala við mig eins og hún væri að skamma óþekkan strák. Hún sagði að stundum þyrfti bara að gera það. Ég sagði að mér þætti hún gamaldags. Hún var stolt af því. Ég sagði að mér þætti hún ófagleg. Þá varð hún sár. Eftir tvo klukkutíma af: “HLUSTAÐU NÚ! ÉG ÆTLA AÐ STOPPA ÞIG HÉR! VILTU FARA Í FANGELSI!” óskaði ég eftir að fá annan fund með henni þar sem ég myndi hafa lögfræðing viðstaddan. Þá mildaðist lögreglukonan og sagði að það væri svo sem óþarfi, ef ég vildi ekki skrifa undir þá væri þetta mál bara út af hennar borði. Þetta var sannarlega lífreynsla.1 september. Sáttafundur hjá sýslumanni vegna beiðnar fv um að fá lögheimili dóttur okkar til sín og að fá greitt meðlag. Ég hef neitað þessari beiðni þar sem það eru engar ástæður til annars en að dóttir okkar eigi gott samband við mig og mína fjölskyldu og að ég er alltaf tilbúinn að borga allt fyrir hana sem þarf. Ég mætti því á sáttafundinn með örlitla von um að það væri hægt að setja punkt aftan við deilur og þras og byrja upp á nýtt. Til dæmis út frá þeim punkti að það væri mikilvægt fyrir dóttur okkar að eiga gott samband við föður sinn. Að ein leið til þess væri t.d. einhver sáttameðferð þar sem lögð væri áhersla á að horfa fram á veginn. Þær vonir brugðust því fv mætti á fundinn fyrir hönd dóttur okkar með yfirlýsingu um að engar sættir væru mögulegar. Þetta tók rúma mínútu og að lestri loknum stóð fv upp og fór. Það þarf tvo til að sættast svo niðurstaðan þarna var að sýslumaður gefur út (Ó)sáttavottorð og með því opnuð leið til að fara í dómsmál. 8 september Í miðri kvöldsögu fyrir litlu er bankað að dyrum. Það er stefnuvottur að stefna mér fyrir hönd fv fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur með þá kröfu að fá lögheimili eldri dóttur okkar flutt til sín. Stefnuna las ég yfir um helgina. Hún er skrautleg og mikið ómenni sem ég á að vera. Þar kemur m.a. fram að eina ástæða þess að eldri dóttir okkar hafi fallist á að dvelja hjá mér hafi verið að hún óttaðist svo um velferð litlu systur sinnar!13 september Mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur. Fékk frest til að skila greinargerð. Mun eyða næstu vikum í það. Væri til í að nota tímann minn í eitthvað allt annað. Þetta kemur líklega til með að kosta milljónir sem ég á ekki til. Ef ég ætti þær til vildi ég frekar nota þá til að gera eitthvað fyrir stelpurnar okkar.Ég hef áhyggjur af velferð litlu dóttur minnar. Ég hef áhyggjur af því hvernig henni líður í umhverfi sem er svona hatursfullt í garð pabba hennar. Ég hef áhyggjur af að ná aldrei aftur sambandi við eldri systur hennar tvær. Ég elska þær báðar af öllu hjarta og sakna þeirra sárt.Foreldri sem sífellt slær á útrétta sáttahönd vill í raun ófrið til að halda börnunum í hollustuklemmu. En segja svo kannski allt aðra sögu út á við.Það er ekkert sem ég get gert í því. Annað en að segja frá. Og halda áfram að bjóða sættir.
Tengdar fréttir Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár. 3. desember 2015 20:40