Formúla 1

McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Alonso og Button í Belgíu.
Alonso og Button í Belgíu. Vísir/Getty
McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr.

Brautin í Singapúr reynir mikið á undirvagna bílanna og fjöðrun þeirra. McLaren telur sig geta náð góðum árangri á slíkri braut.

Bæði Fernando Alonso og Jenson Button, ökumenn liðsins hafa náð náð góðum árangri á svipuðum brautum á tímabilinu. Þar á meðal má nefna fimmta sæti Alonso í Mónakó og sjötta sæti Button í Austurríki.

Honda hefur nýlega uppfært vél sína og liðið mun einnig uppfæra bílin sjálfan fyrir keppnina. Eric Boullier, keppnisstjóri liðsins býst við að framfarirnar verði að stigum í kappakstrinum næsta sunnudag.

„Nú þegar við hefjum þann hluta tímabilsins þar sem við erum hvað lengst að heiman þá taka við brautir þar sem ekki er eins mikilvægt að vera með mikið afl. Bíllinn þarf einfaldlega að vera betri tæknilega og rétt uppstilltur,“ sagði Boullier.

Yusuke Hasegawa er tæknistjóri Honda. Hann segist viss um að Alonso og Button muni standa sig afar vel um helgina.

„Uppstilling bílsins mun þurfa að breytast afar mikið á milli Monza og Singapúr. Liðið er þegar farið að undirbúa bílinn fyrir Singapúr. Bíllinn okkar hefur gott jafnvægi við hemlun svo við ættum að vera meira heima á brautum eins og Singapúr,“ sagði Hasegawa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×