Enski boltinn

Zlatan kemur Pogba til varnar: Öfundsjúka fólkið mun þurfa að éta orð sín

Tómas Þór Þórðarson skrifar
I got you, man.
I got you, man. vísir/getty
Paul Pogba, dýrasti fótboltamaður heims, fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í Manchester-slagnum um helgina þar sem Manchester United tapaði fyrir Manchester City, 2-1.

Pogba var týndur í leiknum en Frakkinn var nú væntanlega keyptur til að taka yfir einmitt slíka stórleiki þegar United pungaði út 89 milljónum punda fyrir hann.

Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, kemur Pogba til varnar í viðtali við SFR Sport en þar segir hann að miðjumaðurinn ungi eigi eftir að sýna öllum nákvæmlega hvers hann er megnugur.

„Paul er af kynslóð í Frakklandi sem er mjög mikilvæg. Landsliðið vann ekki EM, því miður, en þessi kynslóð er sterk og verður sterkari. Paul er hluti af henni og hann verður bara betri,“ segir Zlatan.



„Ég þekkti Paul ekki áður en ég kom til United en nú þekki ég hann persónulega. Þetta er strákur sem leggur mikið á sig. Hann vill verða betri og er með gott viðhorf.“

„Hann er samt enn á ungur og allt öfundsjúka fólkið sem er að tala um hann á eftir að þurfa að éta orð sín því hann verður bara betri,“ segir Zlatan Ibrahimovic.

Paul Pogba á enn eftir að skora og leggja upp mark fyir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en hann er búinn að spila þrjá leiki. United er í fjórða sæti með níu stig eftir fjórar umferðir.

„Menn þurfa að vera raunsæir. Það er mikilli pressu hlaðið á Paul því kaupverðið hans vakti svo mikla athygli,“ segir Zlatan Ibrahimovic.


Tengdar fréttir

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×