Enski boltinn

Mourinho leyfði leikmönnum United að rífast í hálfleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho vildi að menn myndu ræða opinskátt sín á milli og það virkaði.
José Mourinho vildi að menn myndu ræða opinskátt sín á milli og það virkaði. vísir/getty
Manchester United tapaði fyrsta borgarslag tímabilsins gegn Manchester City í hádeginu á laugardaginn, 2-1, en bæði mörk gestanna komu á fyrsta hálftíma leiksins.

Heimamenn voru í bullandi vandræðum í fyrri hálfleik en voru þó ekki nema 2-1 undir þökk sé fallegu marki Zlatans Ibrahimovic sem hann skoraði eftir mistök Claudio Bravo í marki City.

Fyrri hálfleikurinn var svo slakur hjá United að José Mourinho gerði tvær breytingar, en hann leyfði leikmönnunum líka að rífast sín á milli um það sem hefði farið fram í fyrri hálfleik, að því fram kemur í götublaðinu The Sun.



Þar segir að leikmennirnir hafi rifist harkalega og margir fengið að segja það sem þeim fannst um frammistöðuna í fyrri hálfleiknum. Mourinho var ekkert að stöðva leikmennina því hann vildi að loftið yrði hreinsað eftir þessa döpru frammistöðu.

Þetta, ásamt skiptingum Mourinho, virtist virka því heimamenn voru betri í seinni hálfleik en tókst þó ekki að skora og jafna leikinn.

Tapið var það fyrsta hjá Mourinho í deildinni en United vann fyrstu þrjá leikina undir hans stjórn gegn Bournemouth, Southampton og Hull.

Manchester City er aftur á móti með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Pep Guardiola byrjar mjög vel sem knattspyrnustjóri liðsins.


Tengdar fréttir

Rooney og Guardiola tókust á | Myndir

Skemmtilegt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Manchester United og Manchester City í dag þegar Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, tókust á í stuttan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×