Feðgar í gæsluvarðhaldi grunaðir um gríðarlega mikla ræktun í Kópavogi Snærós Sindradóttir skrifar 13. september 2016 06:15 Kannabisræktunin er ein sú stærsta sem fundist hefur síðastliðin ár. Árið 2009 lagði lögregla hald á þúsundir plantna og stöðvaði tugi verksmiðja. vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um gríðarlega umfangsmikla kannabisframleiðslu á Smiðjuvegi í Kópavogi um helgina. Sex voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu en þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudags. Framleiðslan fór fram í iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lagt var hald á tæplega sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Runólfur segir gæsluvarðhaldsúrskurðinn undirstrika hversu stórt málið sé í augum lögreglunnar. Þeir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum og lítið komið við sögu hennar yfirleitt, að sögn Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir þrír sem eru í haldi séu feðgar. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi í málinu, segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. „Nei, ég reikna ekki með því. Úrskurðurinn er bara það stuttur að gæsluvarðhaldið væri nánast liðið þegar Hæstiréttur tæki hann fyrir. Ég get ekki tjáð mig um efnisatriði málsins en get staðfest að minn umbjóðandi er í gæsluvarðhaldi til föstudags að hámarki.“ Uppfært 16.21 - Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var einnig lagt hald á verulega fjármuni í þágu rannsóknarinnar en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30 Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom upp um gríðarlega umfangsmikla kannabisframleiðslu á Smiðjuvegi í Kópavogi um helgina. Sex voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu en þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudags. Framleiðslan fór fram í iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða eina umfangsmestu kannabisræktun sem lögregla hefur gert upptæka nokkru sinni. Lagt var hald á tæplega sex hundruð kannabisplöntur og tæp tíu kíló af fullunnu marijúana. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Runólfur segir gæsluvarðhaldsúrskurðinn undirstrika hversu stórt málið sé í augum lögreglunnar. Þeir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefnamálum og lítið komið við sögu hennar yfirleitt, að sögn Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma að mennirnir þrír sem eru í haldi séu feðgar. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi í málinu, segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar. „Nei, ég reikna ekki með því. Úrskurðurinn er bara það stuttur að gæsluvarðhaldið væri nánast liðið þegar Hæstiréttur tæki hann fyrir. Ég get ekki tjáð mig um efnisatriði málsins en get staðfest að minn umbjóðandi er í gæsluvarðhaldi til föstudags að hámarki.“ Uppfært 16.21 - Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var einnig lagt hald á verulega fjármuni í þágu rannsóknarinnar en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30 Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sjá meira
Handtók tuttugu manns sem seldu fíkniefni á samfélagsmiðlum Breytt landslag blasir við lögreglunni þar sem fíkniefnasala fer nú mikið til fram á netinu. 21. ágúst 2016 22:30
Fíkniefni og sterar fundust við húsleit Tveir handteknir í tengslum við fíkniefnabrot fyrr í vikunni. 12. ágúst 2016 13:59